Fréttablaðið - 01.04.2004, Side 57

Fréttablaðið - 01.04.2004, Side 57
FIMMTUDAGUR 1. apríl 2004 Íslenska landsliðið í handknattleik beið aftur lægri hlut fyrir Frökkum: Ungt lið tapaði með fimm mörkum HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik beið lægri hlut fyr- ir Frökkum, 29-24, í öðrum vin- áttuleik þjóðanna í Lorient í gær. Staðan í hálfleik var 13-11, frans- ka liðinu í vil en það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem franska liðið seig fram úr því íslenska. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur með fimm mörk en annars dreifðist markaskorunin mjög jafnt hjá íslenska liðinu. All- ir sextán leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum og var Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari mjög sáttur við sína menn að leik loknum. „Ég get bara ekki verið annað en sáttur. Við spiluðum á erfiðum útivelli gegn sterku frönsku liði, sem var nán- ast með alla sína bestu menn og stóðum í þeim lungann úr leiknum með ungt og reynslulítið lið. Að auki hallaði verulega á okkur í dómgæslunni og ég held að ef menn setja þetta til dæmis í Evr- ópukeppnisamhengi þá væri ekk- ert slæmt að tapa með fimm mörkum fyrir Frökkum á útivelli. Ungu strákarnir fengu tækifæri og ég var mjög ánægður með þá. Ég hef áður sagt að úrslitin í svona leikjum skipta ekki öllu máli en reynslan sem ungu strák- arnir fá er gífurlega dýrmæt,“ sagði Guðmundur. ■ Tap í Tírana Íslendingar töpuðu 2-1 fyrir Albönum. Þórður Guðjónsson jafnaði fyrir Íslendinga um miðjan seinni hálfleik. FÓTBOLTI Íslendingar töpuðu 2-1 fyrir Albönum í vináttulandsleik í Tírana í gærkvöld. Íslenska liðið lék ekki vel og hefði sigur Albana hæglega getað orðið stærri. Igli Tare, leikmaður Bologna, fékk fyrsta tækifæri leiksins á 12. mínútu. Hann fékk boltann í miðj- um teignum eftir hornspyrnu en skot hans fór framhjá. Fjórum mínútum síðar bjargaði Pétur Marteinsson á marklínu eftir að Tare skallaði að marki. Í millitíð- inni fékk Þórður Guðjónsson besta færi Íslendinga í fyrri hálf- leik en var of seinn að skjóta og komust varnarmenn Albana í veg fyrir skotið. Leikurinn var heldur tíðinda- lítill þar til Adrian Aliaj skoraði fyrra mark Albana á 42. mínútu. Aliaj fékk boltann á hægri kanti, lék inn í vítateiginn og skoraði með föstu skoti í hornið fjær. Leikurinn var í svipuðum far- vegi framan af seinni hálfleik. Al- banar fengu færin en Íslendingar komust ekkert áleiðis. Tvisvar komust sóknarmenn Albana einir inn fyrir íslensku vörnina en Árni Gautur Arason varði í fyrra skipt- ið en Ívar Ingimarsson bjargaði málunum í seinna skiptið. Veigar Páll Gunnarsson lék síð- asta hálftímann og lífgaði mjög upp á sóknarleik Íslendinga. Veig- ar lagði upp mark Þórðar Guð- jónssonar á 66. mínútu. Indriði Sigurðsson vann boltann af varn- armanni Albana og sendi hann til Veigars sem gaf boltann fyrir markið. Einn Albananna reyndi að stöðva fyrirgjöfina en hitti ekki boltann og fékk Þórður nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og senda hann í markið. Íslendingar fylgdu markinu eftir og léku ágætlega næsta korterið. Þórður komst í ágætt færi á 69. mínútu eftir góða sókn upp vinstri kantinn en náði ekki skoti á markið. Veigar fékk upp- lagt færi á 74. mínútu eftir þrí- hyrningsspil við Þórð en reyndi að vippa yfir markvörðinn í stað þess að skjóta. Markvörðurinn náði að verja, frákastið barst til Þórðar en skot hans fór í varnar- mann og þaðan í stöngina. Albanar náðu aftur frumkvæð- inu á lokakaflanum. Alban Bushi skoraði sigurmark þeirra með skalla á 79. mínútu. Í kjölfarið fengu Albanar tvö upplögð færi en Árni Gautur varði í bæði skipt- in og bjargaði Íslendingum frá stærra tapi. Lið Íslands: Árni Gautur Ara- son – Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Marteinsson, Ívar Ingimarsson (Kristján Örn Sigurðsson 88.) – Bjarni Guðjónsson (Arnar Þór Viðarsson 61.), Indriði Sigurðsson (Hjálmar Jónsson 88.), Brynjar Björn Gunnarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Þórður Guðjónsson – Heiðar Helguson (Gylfi Einarsson 88.), Marel Baldvinsson (Veigar Páll Gunnarsson 61.). ■ LEIKIR ÞJÓÐANNA Í 8. RIÐLI UNDANKEPPNI HM Albanía - Ísland 2-1 1-0 Adrian Aliaj (42.), 1-1 Þórður Guð- jónsson (66.), 2-1 Alban Bushi (79.) Búlgaría - Rússland 2-2 0-1 Dmitry Sychev (9.), 1-1 Dimitar Ber- batov (14.), 1-2 Dmitry Sychev (31.), 2-2 Dimitar Berbatov (67.) Malta - Finnland 1-2 0-1 Aleksei Eremenko (51.), 0-2 Jari Lit- manen (86.), 1-2 Miguel Mifsud (90.) Ungverjaland - Wales 1-2 1-0 Krisztian Kenesei, vsp (17.), 1-1 Jason Koumas (20.), 1-2 Robert Earnshaw (81.) Króatía - Tyrkland 2-2 1-0 Tomislav Sokota (2.), 1-1 Zafer Biryol (70.), 2-1 Darijo Srna (72.), 2-2 Cagdas Atan (73.) SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Skoraði fimm mörk og var markahæstur í íslenska liðinu í gær. ALBANAR SIGRUÐU Brynjar Björn Gunnarsson reynir að stöðva Igli Tare.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.