Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2004, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 13.04.2004, Qupperneq 13
13ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2004 SheerDrivingPleasure BMW3Línan www.bmw.is Þrír leiðtogar Rauðu Khmeranna: Ganga enn lausir KAMBÓDÍA, AP Að minnsta kosti tólf mannréttindasamtök í Kambódíu biðluðu til saksóknara í Kambódíu að láta handtaka þrjá eftirlifandi leiðtoga Rauðu Khmeranna. Búist er við því að þeir verði ákærðir fyrir þjóðarmorð af alþjóðlegum dómstólum von bráðar, en Sam- einuðu þjóðirnar eru að safna gögnum og fjármunum til að rétta yfir þeim. Þrátt fyrir að stefna stjórnvalda síðastliðin þrjú ár hafi verið að koma höndum yfir mennina hefur ekkert gerst enn, en Rauðu Khmerarnir eru taldir bera ábyrgð á dauða 1,7 milljón landsmanna. ■ Flugvél Saint-Exupery: Vonast til að leysa ráðgátu FRAKKLAND Franskir kafarar hafa fundið brot úr flaki flugvélar hins ástsæla rithöfundar Antoine de Saint-Exupery sem hvarf spor- laust árið 1944. Brotin fundust á botni Miðjarðarhafsins, skammt frá borginni Marseille. Vonast er til þess að þau geti varpað ljósi á dauða rithöfundarins. Saint-Exupery, sem er frægast- ur fyrir bók sína um Litla prins- inn, var flugmaður í franska hern- um í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var sendur í njósnaferð fyr- ir bandamenn í júlí 1944 til að afla upplýsinga um ferðir þýskra her- manna í Rónardalnum en vél hans hvarf um miðja nótt. Óttast var að vélin hefði verið skotin niður en einnig hafa verið uppi getgátur um að Saint-Exupery hafi svipt sig lífi. ■ Rúanda, kölluðu herlið sitt heim frá landinu í kjölfar atburðarins en þeir hafa nú beðist afsökunar á því að hafa flúið af hólmi. „Það mun taka heila eilífð að gleyma óhugnanlegu afskiptaleysi al- þjóðasamfélagsins,“ sagði Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, var ekki viðstaddur minningarathöfn- ina í Kigali en ávarpaði þess í stað Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að heims- byggðin yrði að vera á varðbergi til að tryggja að hörmungar á borð við þjóðarmorðin í Rúanda endur- tækju sig. Annan var yfirmaður friðargæslu Sameinuðu þjóðanna þegar ódæðisverkin voru framin og hefur hann beðist afsökunar afskiptaleysi sínu. Kagame, forseti Rúanda, ávarpaði mannfjöldann í Kigali og sagði að þó rúandíska þjóðin bæri sjálf ábyrgð á fjöldamorðunum væru önnur ríki sek um aðgerðar- leysi. Forsetinn beindi gagnrýni sinni einkum að frönskum stjórn- völdum sem hann sagði vera sam- sek þar sem þau hefðu þjálfað vígamenn hútúa og útvegað þeim vopn. Franskir embættismenn vísuðu þessum ásökunum á bug og sögðu að franskir hermenn hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir fjöldamorðin. ■ FÓRNARLAMBANNA MINNST Paul Kagame, forseti Rúanda, kveikir eld sem loga mun næstu hundrað daga til minningar um fórnarlömb þjóðarmorð- anna í Rúanda árið 1994. FJÖLDAGRÖF Rúandískur piltur skoðar fjöldagröf í Nyamata í Rúanda. UNGUR KAMBÓDÍSKUR LISTAMAÐUR Miklar hörmungar hafa gengið yfir kambódísku þjóðina, en þessi lisamaður býr til verk úr munum sem tengjast stríðshrjáðri fortíð landsins. SAINT-EXUPERY Útlit er fyrir að gátan um hvarf franska rithöfundarins verði leyst von bráðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.