Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 32
Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Sælugjafir SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Hér er fimmþúsundkall, Sólmund-ur minn, og til hamingju með að vera svona trúaður, segir Málfríður frænka og réttir Sólmundi umslagið stolt. Sólmundur muldrar eitthvað brostinni röddu, stingur umslaginu í bunkann og foreldrarnir þakka hjart- anlega fyrir barnið og þann fjár- stuðning sem það hefur fengið í til- efni af kristindómnum. Allir eru guð- dómlega hamingjusamir – trúuðu börnin, örþreyttu foreldrarnir og leiðbeinandi klerkarnir. FIMMÞÚSUNDKALLARNIR hafa flogið í allar áttir undanfarnar vikur, ofan í hina og þessa vasa, í til- efni af því að barnið trúir á Krist sem sjálfur var þó svo fáránlega nægjusamur að hann rölti um illa skóaður og hélt stórt matarboð með örfáum fiskum og brauðmolum. Að kveldi dags er uppgjör og kassinn kemur út í plús. Guð og menn eru sáttir og það er fyrir mestu. Kirkjan hefur velþóknun á herlegheitunum því þögn er sama og samþykki. Svo ganga börnin Guðs vegu í Hringlunni og Gleðilind með úttroðna vasa í leit að varningi í skiptum fyrir fjárfram- lögin. SUMIR eiga þó fremur erfitt með að gefa peninga. Kannski er það vegna þess að þeim hefur verið upp- álagt í æsku að ríghalda í þá aura sem þeir næla sér í, varðveita þá og ávaxta – kannski vegna þess að þeir eiga erfitt með að sjá fyrir sér að peningar geti verið gjafir, miklu heldur fjárstuðningur, frjáls framlög og styrkir. Slíkir styrkir tíðkast til dæmis í barnaafmælum þar sem að- gangseyrir er oft fimmhundruðkall fyrir súkkulaðiköku og pitsu. Hvar er fimmhundruðkallinn? spurði til dæmis lítill afmælisdrengur von- svikinn þegar félagi hans tók upp á þeim skringilegheitum að fara út í búð og fjárfesta í súperbolta og minnisbók, pakka inn og teikna sjálf- ur kort. ÞEGAR móðir mín fermdist fékk hún undirkjól og Passíusálma að gjöf og sjálf er ég af lampakynslóðinni. Að gefa gjöf er helgiathöfn í sjálfu sér – að gera sér ferð, jafnvel nokkr- ar ferðir, skoða, spá og spekúlera – hugsa til þess sem gjöfina fær, hugsa til þess hvernig hann er, hvað myndi gleðja hann, hvað hann vantar – velja svo gjöf handa vini sem er að stíga skrefin í átt frá barnæskunni og gleðjast um leið yfir vináttunni því þrátt fyrir allt er sælla að gefa en að þiggja. ■ Okkar hönnun, þín upplifun. Nú þegar daginn er tekið að lengja og komið að hinum árstíðabundnu dekkjaskiptum viljum við benda þér á þjónustu Hjólbarðadeildar HEKLU í Klettagörðum við Sundahöfn. Hafðu öryggið að leiðarljósi með því að velja vönduð sumardekk frá leiðandi framleiðendum á borð við Goodyear. Við gefum þér góð ráð við val á hjólbörðum og veitum framúrskarandi þjónustu. Vorið kemur með Goodyear sumardekkjunum. ÞAÐ ER Í ÞÍNUM HÖNDUM AÐ SKIPTA UM ÁRSTÍÐ. Hjólbarðadeild Heklu Klettagörðum 8-10 590 5280 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Hátúni 2a 551 5508 Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs Gylfaflöt 3 567 4468

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.