Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 14
14 13. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÖRYGGISGÆSLA Á PÉTURSTORGINU Ítalskur lögreglumaður sinnir eftirlitsstörf- um á Péturstorginu í Róm. Péturskirkjan speglast í glugga lögreglubifreiðarinnar. Mikil öryggisgæsla var í Vatíkaninu yfir páskahátíðina. PEKING, AP Japönskum veitinga- stað í borginni Kunming í suð- vesturhluta Kína hefur verið skipað að taka nýjasta rétt sinn, „sushi á nöktum kvenlíkama“, út af matseðlinum. Veitingastaðurinn Yamato Wind Village ætlaði að bjóða gestum sínum upp á sushi borið fram á nöktum líkama tveggja ungra sýningarstúlkna. Máltíðin átti að kosta sem svarar um 8.600 íslenskum krónum en það jafngildir um tvöföldum mánað- arlaunum meðalmanns í Kína. Vegna þrýstings frá almenn- ingi ákváðu yfirvöld að banna þessa uppákomu á grundvelli laga um hreinlæti og siðsamleg- an klæðnað. ■ TAÍLAND, AP Mikill órói hefur verið í Suður-Taílandi undanfarið og tvær sprengjur voru sprengdar þar í fyrir helgi. Ríkisstjórnir í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Ástralíu hafa varað borgara sína við því að ferðast til landsins vegna hættu á hryðjuverkaárásum. Múslimar eru í miklum meiri- hluta í Suður-Taílandi og kenna leiðtogar vestrænna ríkja ís- lömskum öfgamönnum um óró- ann, en í ár hafa alls 64 látið lífið á svæðinu. ■ UNNIÐ AÐ UNDIRSKRIFTAHERFERÐ Brynjólfur Ævar Sævarsson, Tatjana Latinovic, Toshiki Toma og Bjarni Ólafsson eru meðal þeirra sem stand að undirskriftaherferð til stuðnings Fjölmenningarráði og Félagi kvenna af erlendum uppruna sem andmæla fyrirhuguðum lagabreytingum er varða útlendinga. Breytingar á lögum um útlendinga: Ungliðar mótmæla STJÓRNMÁL Fjölmenningarráð og Félag kvenna af erlendum upp- runa hafa skilað inn áliti til Al- þingis á nýju frumvarpi til breyt- inga á lögum um útlendinga nr. 96/2002, þar sem eindregið er mælst til þess að Alþingi veiti frumvarpinu ekki, eins og það stendur, samþykki sitt. Verið er að safna undirskrift- um til stuðnings álitinu gegn fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögunum en það er Deiglan.com sem hefur tekið að sér að hýsa undirskriftalistann og hafa umsjón með framkvæmd átaksins. „Þetta gerðist mjög hratt og það var mjög ánægjulegt hversu margir gátu tekið þátt í þessu með skömmum fyrirvara og jafnvel þótt þetta hafi borið upp í páskavikunni,“ segir Brynjólfur Ægir Sævarsson á Deiglunni.com. Meðal þeirra sem lagt hafa verkefninu lið eru ungliðahreyf- ingar Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna, Samfylkingarinn- ar og Framsóknarflokksins auk Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Þá taka Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Frjálshyggjufélagið þátt í söfnuninni auk allra helstu vefrita um þjóðmálaumræðu. Að sögn Brynjólfs Ægis verður undirskriftasöfnunin í gangi fram í miðjan mánuðinn. ■ KATMANDÚ, AP Lögreglan í Nepal handtók yfir þúsund mótmælend- ur í 25 þúsund manna göngu í höf- uðborg landsins. Fólkið var hand- tekið á grundvelli banns á fjölda- samkomum sem ríkir í landinu en tilgangur göngunnar var að krefj- ast þess að lýðræði yrði komið þar á. Regluleg mótmæli hafa verið í landinu síðan konungur þess leysti upp þjóðkjörna ríkisstjórn og kom á annarri sem er holl und- ir konungsveldið. Bannið við fjöldasamkomum var sett í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fleiri mótmæli af þessu tagi, en þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan grípur til aðgerða sem byggðar eru á reglunni. ■ SUSHI Á auglýsingu frá veitingastaðnum í Kunming má sjá nakta konu þakta skeljum, laufum og sushi. Réttur tekinn af matseðlinum: Sushi á nöktum kvenlíkama TAÍLENSKIR HERMENN Mikil öryggisgæsla hefur verið á lestar- stöðvum í Suður-Taílandi af ótta við að íslamskir öfgamenn geri hryðjuverkaárásir í landinu. Órói í Suður-Taílandi: Margir óttast hryðjuverk MÓTMÆLANDI HANDTEKINN Lögreglan í Nepal handtók meðal annars þessa konu á stórum mótmælum gegn konungi landsins. Mótmæli í Nepal: Þúsund handteknir Sameinuðu þjóðirnar: Eftirlits- menn í Íran TEHERAN, AP Fimm eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Írans í gær til að reyna að sann- reyna hvort Íranir hafi hætt við byggingu á skilvindu til auðgunar úrans. Bandaríkin, ásamt fleiri ríkj- um, halda því fram að Íranir hafi leynilega kjarnorkuvopnaáætlun og eru að reyna að ýta á Samein- uðu þjóðirnar að samþykkja refsi- aðgerðir gegn Írönum. Stjórnvöld í Teheran halda því fram að kjarn- orkuáætlun þeirra sé einvörð- ungu til borgararlegra nota í orkuframleiðslu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.