Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2004 Það var líf í tuskunum í Rima-skóla á dögunum þegar 100 keppendur mættu á Páskamót VN, Nóa Siríus og Hróksins. Teflt var í sex flokkum og var keppnin jöfn og spennandi. Hjá stúlkunum í 1.–3. bekk var Hrund Hauksdóttir ör- uggur sigurvegari með 3 1/2 vinn- ing af fimm mögulegum. Júlía Rós Hafþórsdóttir og Júlía Guðmundsdóttir voru jafnar í 1.–2. sæti með 4 1/2 vinning eftir fimm umferðir og þurfti því að grípa til bráðabana. Þar hafði Júlía Hafþórs- dóttir betur. Tinna Kristín Finnbogadóttir vann með yfirburðum í flokki stúlk- na í 7.– 10. bekk og hlaut hún fjóra vinninga. Dagur Andri Friðgeirsson sann- aði enn og aftur að hann er einn efnilegasti skákmaður landsins er hann sigraði í flokki drengja í 1.–3. bekk með fullt hús vinninga. Norðurlandameistarinn Hjörvar Steinn var öruggur sigurvegari í flokki drengja í 4.–6. bekk með fimm vinninga. Aron Ingi Óskarsson og Arnar Sigurðsson háðu einvígi um fyrsta sætið í flokki drengja í 7.–10. bekk og enduðu leikar svo að Aron Ingi hafði betur. Sigurvegarar fengu páskaegg númer 7 frá Nóa Siríus. Annað sæt- ið páskaegg númer 5 og þriðja sæt- ið gaf páskaegg númer 4. Eftir mót var dregið í happdrætti þar sem í boði voru rúmlega 20 páskaegg frá Nóa, geisladiskar frá Skífunni og Sonet, tvö fjallahjól eitt frá Ernin- um og hitt frá Hróknum, Leppins heilsudrykkir, skákbækur, skáksett frá Pennanum, boðs- og tækjamiðar í Húsdýragarðinn og bolir og merki frá Hróknum. ■ Skák SKÓLABÖRN ■ Fjölmenntu á spennandi Páska- skákmót í Rimaskóla. Teflt um páskaegg og fjallahjól SIGFÚS GRÉTARSSON Nýráðinn skólastjóri grunnskóla Seltjarnar- ness. Mikil ólga var á Seltjarnarnesi vegna fyrirhugaðrar sameiningar grunnskóla sveitarfélagsins. Hver? Skólastjóri sem er að halda áfram að vera skólastjóri í stærri skóla og hlakkar til að takast á við það. Hvar? Á skrifstofu skólastjóra í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Hvaðan? Í móðurætt er ég úr Þingeyjarsýslum en í föðurætt er ég að vestan og norðan. Hvað? Mikið af mínum tíma fer í samningamál þar sem ég er formaður samninga- nefndar Skólastjórafélagsins. Í frístund- um fer ég í badminton, stunda útivist, les góðar bækur og gleðst í góðra vina hópi. Hvernig? Ég spila reglulega tvíliða badminton. Við erum alltaf fjórir saman sem höfum spilað í fjögur ár. Hvers vegna? Þetta er afskaplega góð hreyfing og ég hef gaman af keppninni og leiknum sem slíkum. Hvenær? Ég fer næst strax að loknu páskafríi. ■ Persónan KRAKKAR AÐ TAFLI Skák er aftur komin í tísku og skólakrakkar út um allt land tefla til sigurs þessa dag- ana. Hundrað börn mættu á skákmótið í Rimaskóla fyrir páska. SAMUEL BECKETT Leikskáldið fæddist á þessum degi árið 1906.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.