Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 20
13. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Langþráður sigur Mickelsons Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson vann sitt fyrsta stórmót um helgina þegar hann bar sigur úr býtum á mastersmótinu á Augusta National vellinum. GOLF Mickelson lék vel á mótinu allt til enda og tókst að standast þrýstinginn sem fylgir því að keppa á stórmóti. Hann náði tveimur fuglum á þremur síð- ustu holunum og fór brautina á þremur undir pari, eða 69 högg- um. Alls fór Mickelson hringina á níu höggum undir pari. Varð hann einu höggi á undan Ernie Els sem hafði veitt honum harða keppni og var um tíma með þriggja högga forystu á síðasta deginum. Langt pútt á átjándu holunni tryggði Mickelson fugl og um leið sigurinn langþráða á sínu 47. stórmóti. Aðeins þrír aðrir kylfingar hafa unnið á masters eftir að hafa púttað fyrir fugli á síðustu holunni. „Ég sagði við sjálfan mig hvað eftir að annað að þetta væri minn dagur,“ sagði hinn örvhenti Mickelson þegar sigurinn var í höfn. „Ég trúði því statt og stöðugt að eitt- hvað gott myndi gerast. Mér líður enn betur vitandi hversu erfitt þetta var.“ Ernie Els þakkaði Mickelson fyrir góða keppni. „Ég held að Phil hafi verðskuldað þennan titil,“ sagði hann. „Hann missti ekki titilinn frá sér eins og svo margir aðrir hafa gert.“ Fáir höfðu trú á að Mickel- son væri líklegur til afreka á þessu ári. Hann var nærri bú- inn að missa eiginkonu sína fyr- ir ári síðan eftir erfiðan barns- burð sem hún gekk í gegnum og í kjölfarið ákvað Mickelson að byrja ekki að æfa fyrr en 1. jan- úar. Eftir sigurinn á masters- mótinu er hann nú laus við þrýstinginn sem fylgir því að hafa ekki unnið stórmót. „Þið skuluð fara að venjast mér vegna þess að ég kem aftur á hverju ári,“ sagði Mickelson eftir að hafa verið klæddur í græna jakkann fræga af Kanadamanninum Mike Weir, sigurvegaranum frá því í fyrra. Tiger Woods, sem er efstur á heimslistanum, náði sér ekki á strik og endaði í 22. sæti á tveimur höggum yfir pari. Þetta var versta frammistaða hans á mastersmótinu til þessa og jafnframt sjöunda stórmótið í röð þar sem hann nær ekki að landa sigri. ■ Íslandsmótið í fitness: Kristján og Heiðrún meistarar FITNESS Kristján Samúelsson og Heiðrún Sigurðardóttir urðu meist- arar í karla og kvennaflokki á Ís- landsmóti IFBB í fitness sem lauk um helgina. Una Dóra Þorbjörns- dóttir var sigurvegari í unglinga- flokki. Keppnin var óvenju jöfn í kvennaflokki. Þar hafnaði Sif Garð- arsdóttir í öðru sæti og Anna Bella Markúsdóttir í því þriðja. Kristján Samúelsson sigraði í öllum greinum í karlaflokki en Guðni Freyr Sigurðs- son kom fast á hæla honum. Bjarni S. Kárason hafnaði í þriðja sæti. ■ Íslandsmeistarat i t i l lkarlaliðs Keflavíkur í körfubolta um helgina var sá sjöundi frá upphafi. Þetta var jafnframt annað árið í röð sem liðið vinnur titilinn. Keflvíkingar urðu fyrst Ís- landsmeistarar árið 1989 er þeir báru sigurorð af KR 2-1. Næst urðu þeir meistarar þremur árum síðar eftir sigur á Val og árið eftir unnu þeir Hauka í úr- slitaeinvígi. 1997 unnu Keflvík- ingar sinn fjórða titil eftir sigur á Grindavík og tveimur árum síðar var komið að Njarðvíking- um að lúta í lægra haldi fyrir þeim í úrslitum. Í fyrra vann Keflavík síðan Grindavík á ný í úrslitum, 3-0 og í ár voru Snæ- fellingar fórnarlömbin eftir fjóra úrslitaleiki. ■ ■ Tala dagsins 7 SIGURSTÖKK Phil Mickelson stekkur hæð sína um leið og sigurinn á mastersmótinu var í höfn. Í GRÆNA JAKKANN Mike Weir klæðir Phil Mickelson í græna jakkann. Eins og sjá má er Mickelson eitt stórt bros. AP /M YN D IR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.