Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2004 Sænska og norska deildakeppnin: Markalaust hjá Ör- gryte og Hammarby FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson og Jóhann B. Guðmundsson voru í byrjunarliði Örgryte sem gerði markalaust jafntefli við Pétur Marteinsson og félaga í Hammar- by. Atli Sveinn Þórarinsson var meðal varamanna Örgryte. Hjálmar Jónsson lagði upp fyrsta mark IFK Göteborg sem vann Elfsborg 3-0 á heimavelli en Auðun Helgason var meðal vara- manna Landskrona sem gerði markalaust jafntefli við GIF Sundsvall á útivelli. Brann tapaði 1-0 fyrir Rosen- borg í Þrándheimi og lék Ólafur Örn Bjarnason allan leikinn í vörn Brann. Gylfi Einarsson var í byrj- unarliði Lillestrøm sem vann Fredrikstad 2-0 á heimavelli. Dav- íð Þór Viðarsson lék síðustu fimm mínúturnar og fékk gult spjald. Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk sem tapaði 2- 0 fyrir Odd Grenland en var skipt út af eftir klukkutíma leik. Tromsø rúllaði yfir Viking í snjókomunni í Norður-Noregi. Tromsø vann 4-0 og klúðraði að auki vítaspyrnu. Hannes Þ. Sig- urðsson lék síðasta hálftímann í liði Vikings. ■ HANDBOLTI Átta liða úrslit Remax- deildar karla hefjast í kvöld. Fréttablaðið fékk Árna Stefáns- son, fyrrverandi þjálfara HK, til að spá í spilin. ÍR - Grótta/KR: „Ég held að þetta verði hörkuleikir en ég spái því að ÍR fari áfram 2-1 og þeir vinni fyrsta og þriðja leik- inn. Mér finnst þeir vera með sterkari mannskap þó þeir hafi verið að gefa eftir undanfarið. Þeir fóru í úrslitaleikinn í fyrra og ætla sér þangað örugglega aftur og vita út í hvað þeir eru að fara.“ Haukar-ÍBV: „Þetta er athyglis- verð viðureign. Það verður gam- an að sjá hvar ÍBV stendur núna eftir áramót. Þeir fengu Guð- finn [Kristmannsson] og hafa spilað nokkuð vel í neðri hlutan- um. Þeir eru svolítið óskrifað blað í þessari úrslitakeppni en Haukarnir eru með sterkasta liðið og þeir ættu að klára þetta 2-0. En það gæti alveg eins farið að ÍBV stríði þeim og vinna þá úti í Eyjum.“ KA-Fram: „Ég held að KA séu það öflugir að þeir vinni þá 2-0. Ég hef trú á KA í þessari úrslita- keppni. Þeir eru með hörkulið. Það eru þarna strákar sem eru að hætta og þeir vilja hætta með glans. Ég held að KA fari langt með að vinna titilinn.“ Valur-FH: „FH-ingar tóku HK nokkuð auðveldlega í þessum umspilsleikjum. Það kom mér verulega á óvart. Ég hélt að það yrðu hörkuleikir en FH-ingar sýndu að þeir voru miklu betri í þessum leikjum og fóru sann- færandi áfram. Þeir koma til með að standa uppi í hárinu á Valsmönnum. Valur á að vera með betra lið en þeir hafa verið í vandræðum með meiðsli. Val- ur vinnur þessa viðureign 2-1 þar sem heimaleikirnir vinn- ast.“ ■ FÓTBOLTI „Við töpuðum orrust- unni,“ sagði Claudio Ranieri eftir ósigur Chelsea á Villa Park í gær. Chelsea er sjö stigum á eftir Arsenal og á eftir að leika fimm leiki en Arsenal á eftir sex leiki. Aston Villa vann Chelsea 3-2 og bætti stöðu sína í baráttunni um sæti í meistaradeildinni. Darius Vassell, Thomas Hitzlsperger og Lee Hendrie skoruðu fyrir Villa en Hernan Crespo setti bæði mörk Chelsea. Charlton er búið að blanda sér í baráttuna um meistaradeildar- sætið eftir 0-1 sigur gegn Liver- pool. Shaun Bartlett skoraði markið um miðjan seinni hálfleik en hálf öld er liðin frá því Charlton vann síðast á Anfield Road. Middlesbrough eygir líka sæti í meistaradeildinni eftir 3-1 sigur á Southampton. Juninho, Szilard Nemeth og Massimo Maccarone skoruðu mörk Midd- lesborough. Portsmouth og Blackburn bættu stöðu sína í botnbaráttunni. Portsmouth vann Birmingham 3-1 en Blackburn vann Fulham 4-3 á útivelli. Jon Stead skoraði sigur- mark Blackburn en Collins John, Líberíumaður með hollenskt rík- isfang, skoraði tvisvar fyrir Ful- ham annan leikinn í röð. Bolton siglir lygnan sjó eftir 2- 1 útisigur á botnliði Úlfanna og Tottenham og Manchester City skildu jöfn, 1-1, í London.■ hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 APRÍL Þriðjudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍR tekur á móti Gróttu KR í úrslitakeppni karla í handbolta í Aust- urbergi.  19.15 Haukar og Eyjamenn eig- ast við á Ásvöllum í úrslitakeppni karla í handbolta.  19.15 KA mætir Fram í KA-heim- ilinu í úrslitakeppni karla í handbolta.  19.15 Valsmenn taka á móti FH- ingum í Valsheimilinu í úrslitakeppni karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.05 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  17.45 Motorworld á Sýn. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta  18.15 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.45 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Man. Utd. og Leicester.  20.00 Íslandsmótið í handbolta í Sjónvarpinu. Bein útsending frá síðari hálfleik leiks í átta liða úrslitum karla.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttaþáttur.  23.00 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi Enska úrvalsdeildin: Villa vann Chelsea SAMSTÍGA Pétur Marteinsson og Tryggvi Guðmunds- son í leik Örgryte og Hammarby í gær. STAÐAN Arsenal 32 23 9 0 62:22 78 Chelsea 33 22 5 6 60:27 71 Man. United 31 20 5 6 58:31 65 Liverpool 33 13 10 10 48:36 49 Newcastle 32 12 13 7 45:33 49 Aston Villa 33 13 9 11 44:40 48 Charlton 32 13 8 11 43:40 47 Birmingham 33 12 10 11 39:41 46 Middlesbr. 33 12 9 12 40:40 45 Fulham 33 12 8 13 47:44 44 Southampton 32 11 9 12 35:32 42 Bolton 33 10 11 12 38:51 41 Tottenham 33 11 5 17 42:52 38 Everton 32 9 10 13 41:46 37 Man. City 33 7 13 13 46:47 34 Blackburn 33 9 7 17 47:57 34 Portsmouth 32 9 7 16 36:47 34 Leeds 32 8 7 17 34:63 31 Leicester 32 5 13 14 41:57 28 Wolves 33 5 10 18 31:71 25 CLAUDIO RANIERI Meistaravonir Chelsea úr sögunni eftir tap fyrir Aston Villa í gær. Árni Stefánsson spáir í 8 liða úrslit Remaxdeildar karla: Hefur trú á KA-mönnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.