Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 22
22 13. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR BECKHAM Í SLÆMUM MÁLUM David Beckham, leikmaður Real Madrid, er í slæmum málum þessa dagana. Tvær konur hafa haldið því fram að hafa átt í ástarsambandi við hann og til að bæta gráu ofan á svart tapaði Real 3-0 á heima- velli fyrir Osasuna og féll úr efsta sæti spænsku deildarinnar. Knattspyrna U19 landslið kvenna í handbolta: Sigur á Slóvökum gaf sæti í lokakeppninni HANDBOLTI Íslenska U19-landslið kvenna leikur í lokakeppni Evrópu- keppninnar í Prag í ágúst. Íslending- ar unnu Slóvaka 23-22 á laugardag en töpuðu 36-22 fyrir Dönum á sunnudag. Danir unnu Slóvaka 26-23 í fyrsta leik riðilsins á fimmtudag. Leik Íslendinga og Slóvaka lauk með dramatískum hætti. Slóvakar fengu aukakast þegar 34/100 úr sek- úndu voru til leiksloka og skoraði skyttan Anna Dittelova upp úr aukakastinu. Í kjölfarið fylgdi löng rekistefna dómara og eftirlitsmanna sem komust að lokum að þeirri niður- stöðu að leiktíminn hafi verið úti þegar boltinn hafnaði í markinu. Íslendingar leiddu 14-13 í leik- hléi gegn Slóvökum og skoruðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks. Mest- ur varð munurinn fimm mörk, 19- 14, en Slóvakar náðu að minnka muninn í eitt mark á lokakaflanum. Sólveig Kjærnested skoraði átta mörk og var valin maður leiksins en Anna Dittelova skoraði fjórtán af 22 mörkum slóvakíska liðsins. Danir náðu fljótlega frumkvæð- inu gegn Íslendingum og var for- ysta þeirra orðin 10-5 um miðjan fyrri hálfleikinn. Íslendingar náðu að laga stöðuna í 14-11 fyrir hlé og minnka muninn í 16-15 snemma í seinni hálfleik. Eftir það urðu algjör kaflaskil í leiknum. Danir keyrðu yfir íslenska liðið með hröðum sóknum og vel útfærðum hraðaupp- hlaupum og þegar upp var staðið munaði fjórtán mörkum á liðunum. Eva Margrét Kristinsdóttir og Björk Gunnarsdóttir voru marka- hæstar Íslendinga með fimm mörk hvor. ■ Engin tilviljun hjá Keflvíkingum Keflavík varð Íslandsmeistari í karlaflokki í sjöunda sinn um helgina þegar liðið vann Snæfell, 87-67, í fjórða úrslitaleik liðanna. Guðjón Skúlason þjálfari hefur átt þátt í öllum Íslandsmeistaratitlum félagsins. KÖRFUBOLTI Keflavík vann síðustu þrjá leikina í einvíginu og alls 3-1 en þetta er annað árið í röð sem liðið verður Íslandsmeistari. Keflavíkur- liðið varði þar með bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn í ár og bæði karla- og kvennalið félagsins eru því tvöfaldir meistarar á þessari leiktíð. Derrick Allen hjá Keflavík var stigahæsti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði 26 stig og tók 11 frá- köst í fjórða leiknum og alls skoraði hann 94 stig í leikjunum fjórum, eða 23,5 stig að meðaltali. Fyrirliðinn, Gunnar Einarsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu báðir 14 stig og Nick Bradford setti niður 12. Þá skoraði Fannar Ólafsson 8 stig og tók 11 fráköst. Hann spilaði góðan varnarleik í einvígum liðanna sem varð til þess að Hlynur Bæringsson skoraði aðeins fjórar körfur inni í teig í síðustu þremur leikjunum. Guðjón Skúlason, sem þjálfar Keflvíkinga ásamt Fal Harðarsyni, er eini maðurinn sem hefur átt þátt í öllum sjö Íslandsmeistaratitlum félagsins. Guðjón hefur fjórum sinnum tekið við Íslandsbikarnum sem fyrirliði og hefur nú gert liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári sem þjálfari. Guðjón segist ekki hafa átt von á því að vinna einvígið á þann hátt sem raun bar vitni. „Eftir fyrsta leikinn var smá skjálfti í mönnum eftir tap en strax eftir annan leikinn fann ég hvernig liðið breyttist. Eftir þriðja leikinn vorum við nokkurn veginn komnir með þetta,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið. „Ég held að það hafi skipt mestu máli að þeir voru ekki með eins marga menn sem skiptu máli. Þeir spiluðu mikið á sömu mönnunum sem þurftu alltaf að eiga toppleik til þess að vinna.“ Guðjón játar að breidd Keflvík- inga hafi skipt sköpum í einvíginu. „Það sýndi sig í tveimur síðustu leikjunum. Þá skoraði Nick Brad- ford ekki mikið hjá okkur þó hann hafi gert margt annað. Við vorum ekkert háðir því að hann væri aðal- maður í sókninni,“ sagði hann en vill þó ekki gera lítið úr fjarveru Corey Dickerson hjá Snæfelli í síð- asta leiknum. „Það skipti miklu máli fyrir þá. Hann hefur stjórnað sókn- arleik þeirra í allan vetur og er með boltann 70-80% af leiknum. Fyrir þá var það miklu erfiðara heldur en fyrir okkur að missa Arnar Frey. En sem betur fer þá höfðum við menn til að taka við því.“ Að sögn Guðjóns er lykillinn að góðum árangri Keflavíkur í ár sá að mannskapurinn er góður og prógrammið sem liðið fór í gegn- um hafi verið gott. „Við breyttum ekkert stórkostlega því sem var verið að gera í fyrra. Við héldum sama striki enda gekk það vel, og komum svo með okkar áherslur þar sem að við átti. Ætli við höfum ekki verið með 14-15 manns sem spiluðu þessa leiki í vetur. Það skiptir gríðarlegu máli að hafa svona góðan hóp til að æfa og spila. Margar æfingar hjá okkur framan af voru oft betri en leikirnir. Það var oft erfitt fyrir okkur að reyna að koma því inn í leikina hvernig menn voru að spila á æfingum,“ sagði Guðjón. „Ég held að við höf- um spilað rúmlega 60 leiki í vetur. Við fórum eins langt í öllu eins og hægt var að fara. Við missum að vísu titilinn í Hópbílakeppninni og deildarmeistaratitlinum náðum við ekki en við unnum Reykja- nesmótið, Valsmótið, meistara- keppnina. Þetta er búinn að vera góður vetur og ég held að það sé alls engin tilviljun að við höfum verið þetta ofarlega.“ Aðspurður um þjálfarastarfið segir Guðjón að ekki hafi verið hægt að biðja um það miklu betra á fyrsta árinu. Það hafi jafnframt verið bara nokkuð gott að standa á hliðarlínunni og fylgjast með læri- sveinum sínum spila. „Ég held að það sé fyrir mestu að maður sé sátt- ur við sinn eigin spilaferil. Þá þarf maður ekkert að velta sér upp úr því að þurfa að spila sjálfur. En auð- vitað hefur maður oft viljað stökkva inn á og gera hlutina öðruvísi. En þetta hefur verið mjög skemmti- legt.“ Guðjón segir það meiriháttar til- finningu að hafa tekið þátt í öllum Íslandsmeistaratitlum Keflavíkur. „Það segir manni að maður hafi skipt einhverju máli í þessu í gegn- um árin. Núna getur maður beint þessu til þeirra sem eru leikmenn í dag og vonandi koma aðrir og taka við keflinu. Ég hef enga ástæðu til að óttast neitt hjá okkur því við erum með fullt af ungum strákum. Ég er ánægður með að menn eru ekkert að hlaupa burt ef menn fá ekki að spila. Það er líka miklu skemmtilegra að vinna titil heldur en að fara í lið þar sem maður kannski fær að spila en það er eng- inn árangur nema kannski fleiri mínútur spilaðar.“ Að sögn Guðjóns á eftir að koma í ljós hvort einhverjar breytingar verði á Keflvíkurliðinu fyrir næstu leiktíð. Ekki er heldur búið að ræða þjálfaramálin en Guðjón vill halda áfram. „Við Falur, held ég, erum báðir fullir áhuga á að halda áfram. Það verður mjög erfitt að fylgja eft- ir svona vetri en það verður að reyna.“ freyr@frettabladid.is TROÐSLA Jamal Crawford, leikmaður Chicago Bulls, treður boltanum í körfuna í sigurleiknum gegn Toronto Raptors. Crawford setti per- sónulegt met í leiknum með því að skora 50 stig. Kings burstaði Lakers: Eitt skot frá Bryant KÖRFUBOLTI Sacramento Kings burstaði L. A. Lakers 102-85 í NBA-deildinni í fyrrinótt. Chris Webber skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Kings í leiknum. Kobe Bryant náði sér engan veginn á strik fyrir Lakers. Kapp- inn tók aðeins eitt skot í fyrri hálf- leik eftir að hafa verið gagnrýnd- ur fyrir að skjóta of mikið á körf- una. Hann skoraði alls átta stig og hitti úr þremur skotum af þrettán. Shaquille O’Neal átti einnig slak- an dag og skoraði aðeins tíu stig. Þetta var þriðja tap Lakers í síð- ustu fjórum leikjum. Philadelphia 76ers tapaði fyrir New Jersey Nets 89-75 og kemst fyrir vikið ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í fimm ár. Loks átti Jamal Crawford frábæran leik fyrir Chicago Bulls sem vann Toronto Raptors 114-108 eftir framlengdan leik. Hann skoraði fimmtíu stig, þar af 24 í fjórða leikhluta. ■ FÖGNUÐUR Guðjón Skúlason, lengst til hægri, Falur Harðarson, lengst til vinstri, og lærisveinar þeirra í Keflavík fagna Íslandsmeistaratitlinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T U19 LANDSLIÐ KVENNA Leikur í lokakeppninni í Prag í ágúst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.