Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 25
25ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2004 UMA THURMAN Mætti í öllu sínu veldi á frumsýningu Kill Bill Vol. II í Los Angeles á skírdag. Hún er sem fyrr í hlutverki Brúðarinnar í myndinni og gengur í skrokk á illmenninu Bill og föntum hans. Jesús endur- heimti toppsætið KVIKMYNDIR Það hefur sjálfsagt eng- in bíómynd fyrr né síðar verið jafn sannkölluð páskamynd og The Passion of the Christ eftir Mel Gib- son. Þetta kom berlega í ljós um páskahelgina en þá seldi myndin miða fyrir 17,1 milljón dollara í Bandaríkjunum og endurheimti toppsætið á aðsóknarlistum í land- inu. Myndin hefur verið í sýningum í sjö vikur og var fallin af toppnum en stökk upp um fjögur sæti um helgina og ruddi teiknimyndasögu- hetjunni Hellboy af toppnum. Stórmyndin The Alamo var frumsýnd um helgina náði aðeins 9,2 milljónum dollara sem eru ákveðin vonbrigði fyrir Disney- fyrirtækið sem framleiðir hana en hún var talin líkleg til þess að skjót- ast beint á toppinn. Það voru fleiri en Disney sem áttu vonda helgi en þannig skilaði The Whole Ten Yards ekki nema 6,7 milljónum og náði aðeins í áttunda sæti á frumsýningarhelginni og rómatíska gamanmyndin The Girl Next Door skilaði einungis sex milljónum dollara í kassann. The Passion of the Christ hefur nú skilað 354,9 milljónum dollara í miðasölu og er orðin áttunda tekju- hæsta kvikmynd allra tíma í Banda- ríkjunum. Hún þykir eiga góða möguleika á að rjúfa 400 milljón dollara múrinn og þá myndi hún veitast að Spiderman sem er í fimmta sætinu með 403 milljón dollara miðasölu. ■ Stjörnustríð fyrir stráka KVIKMYNDIR Fyrsta myndin í Stjörnustríðbálknum er vin- sælasta strákamynd allra tíma samkvæmt könnun Tesco.com, en dansamyndin Dirty Dancing hafnaði á toppi sam- bærilegs lista yfir vinsælustu stelpumyndir allra tíma. „Það er enginn spurning að Star Wars er mesta strákamynd sem gerð hefur verið,“ segir Dave Clements, markaðsstjóri hjá Tesco. Stríð ofbeldi og glæpir ein- kenna strákalistann en í öðru sæti er Flóttinn mikli með Steve McQueen, Charles Bron- son og fleiri harðjöxlum í aðal- hlutverkum. Þá koma þrjár blóðugar of- beldismyndir í röð, The God- father, Scarface og Pulp Fict- ion. Stelpumyndirnar eru öllu mýkri og rómantískari en Bridget Jones er í öðru sætinu og í kjölfar hennar fylgja kvenskörungarnir Thelma og Louise. PÍSLARSAGA KRISTS Gerði það gott um páskana og er orðin áttunda aðsóknarmesta mynd allra tima. TOPP 10 STRÁKAMYNDIR ALLRA TÍMA 1. Star Wars 2. The Great Escape 3. The Godfather 4. Scarface 5. Pulp Fiction 6. The Sting 7. Apocalypse Now 8. Goodfellas 9. Bullitt 10. Reservoir Dogs TOPP 10 STELPUMYNDIR ALLRA TÍMA 1. Dirty Dancing 2. Bridget Jones’ Diary 3. Thelma and Louise 4. Steel Magnolias 5. Breakfast at Tiffany’s 6. The Piano 7. Titanic 8. Gone With The Wind 9. From Here To Eternity 10. When Harry Met Sally STJÖRNUSTRÍÐ Er mesta strákamynd allra tíma ef marka má nýja skoðanakönnun. Grátveislan Titanic er í sjö- unda sæti og hin sígilda Gone With The Wind fylgir síðan í kjölfar skipsins ósökkvanlega. Gamanmyndin When Harry Met Sally rekur svo lestina í tí- unda sætinu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.