Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 30
30 13. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Vísindamenn við Yale-háskólahafa birt niðurstöður rannsókna sem benda til að breyting verði á heilastarfsemi fólks þegar það eign- ast barn. Heilastarfsemi nýbakaðra foreldra minnir ískyggilega á heila- starfsemi fólks með áráttuhegðun sem kristallast meðal annars í því að það hefur vart augun af nýfædda barninu og talar um fátt annað en blessað barnið. Þessar uppgötvanir koma Gerði Kristnýju, rithöfundi og ritstjóra Mannlífs, síður en svo í opna skjöldu. „Mér finnst þetta óneitanlega svolítið fyndið og rann- sóknin sannar einmitt það sem mig hefur lengi grunað.“ Gerður hefur helst orðið vör við einkennilega hegðun barnafólks þegar það vindur sér að henni við undarlegustu aðstæður og þráspyr hana hvort hún sé ekki á leiðinni með eitt lítið. Gerður kennir þessa hegðun við það sem hún kallar mæðrafasisma en hún gerði fyrir- bærinu skil í ritstjórnarpistli í Mannlífi í maí árið 2001 en þar komst hún glettilega nærri kjarnan- um í rannsókn þeirra í Yale og sagði meðal annars: „Samt hallast ég mest að því að þessi dónalega hnýsni eigi sér líf- fræðilegar skýringar. Kannski kvarnast úr framheila kvenna í verstu fæðingarhríðunum með þeim afleiðingum að þær halda að þær geti vaðið að öðrum konum, þeim gjörsamlega óviðkomandi, til að spyrja eins og flón: Jæja, hvenær á svo að koma með eitt lítið?“ Grein Gerðar vakti meiri athygli en hún hafði gert ráð fyrir og í sum- um tilfellum urðu viðbrögðin harka- leg. „Á Íslandi hendir maður ekki gaman að móðurhlutverkinu eða neinu sem því viðkemur. Það er eitt af því sem bannað er að hlæja að. Stundum fæ ég það á tilfinninguna að fólki finnist barnleysi annarra dónaskapur í þess garð. Barnlausa fólkið sé í raun bara að gefa skít í fjölskyldugildin sem haldið hafa þjóðinni saman frá alda öðli og ætti eiginlega bara að skammast sín.“ Gerður segir þetta áráttukennda viðhorf bera vott um ákveðið hug- myndaleysi. „Lífið býður upp á svo margt og þótt ég hafi ekki hingað til kært mig um að fjölga mannkyninu má vel vera að mig langi það síðar. Þótt mig langi ekki í grænan frost- pinna í dag má vel vera að mig langi í hann í sumar. Ég verð þó að taka fram að þeir eru til sem deila með mér sama húmor og ég veit um fólk sem las pistilinn upphátt fyrir ung- lingsdætur sínar.“ Gerði leiðist það þó síður en svo að fólk hafi stokkið upp á nef sér vegna skrifa hennar. „Íslenskir rit- höfundar hafa alltaf gengist upp í því að móðga kellingar af báðum kynjum. Stór hluti íslenskra bók- mennta hefur sprottið upp úr þeirri þörf.“ Það fer ekki síst í taugarnar á Gerði hvað barnafólk virðist stund- um vorkenna hinum barnlausu ákaflega. „Ég var með manninum mínum á Vegamótum um daginn þegar frændi minn vatt sér að mér og fór að spjalla við mig. Um leið og hann kvaddi hafði hann orð á því svona í forbífarten að við ættum endilega að fara að eignast börn. Hver er tengingin? Eru Vegamót með einhvers konar séraðstöðu til þess? Barnlaust fólk lærir það að vísu fljótt að líta á allt áróðurs- barnafólk sem veikt og nú hafa vís- indamennirnir í Yale staðfest það. Þegar næsta áróðursstríð hefst er okkur því óhætt að klappa hinum veika létt á handarbakið og segja með tæpitungu: „Elskan, svolítið ringluð núna? Þarftu kannski að pissa?“ ■ GERÐUR KRISTNÝ Segir það geta tekið langan tíma að venja sig af áráttuhegðun á borð við þá sem oft birtist hjá nýbökuðum foreldrum. Kosturinn við það þegar fólk talar bara um börnin sín sé þó oft sá að börnin eru miklu skemmtilegri en foreldrarnir. Barneignir ■ Vísindamenn hafa komist að því að barneignir hafa áhrif á heilastarfsemi fólks. Gerði Kristný er hvergi brugðið enda hefur hún lengi haldið þessu fram og grundvallar kenningu sína á því sem hún kallar mæðrafasisma. Áráttuhegðun birtist í mæðrafasisma FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Rocky Hvað ertu að gera? Er það hægt? Góð hugmynd! Hún er með tölvupóst á netinu, þannig að ég þarf bara að finna lykilorðið! Prófaðu nafnið hennar afturábak og áfram, og gæludýrið hennar ef hún á eitthvað...Ég held að Mæja sé með öðrum gaur! Ég ætla að stelast í tölvupóstinn hennar! Hingað til hef ég bara prófað dækja, sóðabrók, almannagjá og drusla... ég ætti kannski að prófa þau afturábak! Góð hug- mynd!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.