Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 1
PALESTÍNA, AP Hamas-samtökin hóta Ísraelum hundrað hefndaraðgerð- um vegna morðs ísraelska hersins á Abdel Aziz Rantisi, leiðtoga Hamas í Palestínu. Palestínskir ráðamenn óttast að Yasser Arafat sé næsta skotmark hersins. Hundruð þúsunda Palestínu- manna fylgdu Rantisi til grafar á Gaza-ströndinni í gær. Morðinu var ákaft mótmælt á Vesturbakk- anum og Gaza-ströndinni sem og í öðrum arabaríkjum. Hamas hefur hótað hefndaraðgerðum og að ráð- ist verði á ísraelska ráðamenn. Ahmed Qureia, forsætisráð- herra palestínsku heimastjórnar- innar, segir að morðið á Rantisi sé bein afleiðing af nýlegri stuðnings- yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar við stefnu Ísraela. Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta, þvertekur fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi veitt samþykki sitt fyrir morðinu á Rantisi. Rice segir að Ísraelar hafi rétt á að verja sig en að þeir verði að fara mjög varlega og meta vel hugsanlegar afleiðingar allra gjörða sinna. Þrátt fyrir hávær mótmæli Palestínumanna á morðinu á Rant- isi hyggst Ísraelsstjórn ekki láta þar við sitja. Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísraels, segir að stjórn- in muni áfram berjast gegn hryðjuverkasamtökum og leiðtog- um þeirra. Gideon Ezra, ráðherra í Ísraelsstjórn, segir að Mhaled Mashaal, sem er æðsti yfirmaður Hamas með aðsetur í Damaskus í Sýrlandi, sé á meðal helstu skot- marka hersins. Mashaal segir að morðið á Rantisi hafi hleypt nýju blóði í samtökin og stuðningurinn við þau hafi aldrei verið meiri en nú. Eftirmaður Rantisis í Palestínu hefur þegar verið ráðinn en Ham- as hefur ekki tilkynnt hver hann er af ótta við að Ísraelar beini spjót- um sínum strax að honum. Á tæp- um mánuði hefur Ísraelsher myrt tvo af helstu leiðtogum Hamas. Í lok mars var Ahmed Yassin, trúar- leiðtogi Hamas, myrtur. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR „ÉG ER TIL, ÞESS VEGNA ELSKA ÉG“ Rannsóknarmálstofa í félagsráðgjöf fer fram í stofu 106 í Odda í dag. María Jónsdóttir kynnir samstarfsverkefni um samskipti kynjanna hjá einstaklingum með þroskahömlun. Málstofan hefst klukkan 12.05. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART VEÐUR SUÐVESTANLANDS En slydda eða rigning norðan og austan til. Allnokkur vindur víða um land bæði í dag og á morgun en svo lægir. Hlýnandi veður á morgun. Sjá síðu 6. 19. apríl 2004 – 106. tölublað – 4. árgangur fasteignir ● hús Náttúrufræðahúsið Askja Maggi Jónsson: ● 48 ára í dag Horfir með skelfingu til stóru fimmunnar Árni Þórður Jónsson: ▲ SÍÐA 18 ● vill sjá góðar teiknimyndir Var sjálfur Bubbi kóngur Jón Sigurðsson: ▲ SÍÐA 26 ÍHUGA MÁL- SÓKN Tveir ungir Íslendingar fóru til Hollands í mars og ætluðu að fá vinnu hjá garðyrkjufyrir- tæki. Þegar þeir sáu starfsskilyrðin hættu þeir við. Þeir íhuga lögsókn gegn vinnu- miðlun sem hafði milligöngu um ferðalag- ið. Sjá síðu 4 ENN MANNFALL Ekkert lát er á róst- um í Írak. 99 bandarískir hermenn hafa fallið þar í átökum í þessum mánuði. Paul Bremer telur ekki að Írakar geti tryggt ör- yggi í lok júní þegar til stendur að færa völdin í hendur heimamanna. Sjá síðu 2 KERRY STYÐUR SHARON Forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins í Banda- ríkjunum styður áætlanir Ísraelsstjórnar um að innlima nýnemabyggðir á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum. Sjá síðu 2 TVÖFÖLDUN ÁÆTLUÐ Samgönguráð- herra ætlar að bjóða út tvöföldun á vegin- um á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í næsta mánuði. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ fagnar þeirri yfirlýsingu. Sjá síðu 6 Hamas hótar 100 hefndaraðgerðum Morðið á leiðtoga Hamas-samtakanna í Palestínu hefur vakið hörð viðbrögð. Qureia segir Banda- ríkjamenn bera ákveðna ábyrgð. Palestínskir ráðamenn óttast að Arafat sé næsta skotmark. ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Á LEIÐINNI HEIM Nýr forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Zapatera, tilkynnti í gær að hann hefði gefið varnarmálaráðherra landsins tilskipun um að undirbúa heim- komu spænskra hermenna frá Írak. Þetta er í samræmi við kosningaloforð hans. Hæsti maður heims: Orðinn 2,53 metrar og enn að stækka ÚKRAÍNA, AP Úkraínumaðurinn Leonid Stadnik er 253 sentí- metrar á hæð og er enn að stækka. Hann er því sautján sentímetrum hærri en Rad- houane Charbib frá Túnis sem er hæsti núlifandi maðurinn samkvæmt heimsmetabók Guinness eða 236 sentímetrar. Ef fram heldur sem horfir gæti Stadnik náð að vera hæsti maður sem uppi hefur verið en það met á Robert Wadlow sem var 272 sentímetrar á hæð. Stadnik er ekki sáttur við hæð sína og óskar þess að vöxt- urinn hætti. Að eiga heimsmet er honum lítil huggun. Ermar og skálmar á fötum sem hann keypti fyrir tveimur árum síðan eru nú 30 sentímetrum of stutt- ar. Stadnik getur ekki lengur unnið sem dýralæknir vegna kalsára á fótum sem hann hlaut þar sem hann hafði ekki fjárráð til að kaupa sér nægilega stóra skó. Óvenjulegur vöxtur Stadniks hófst eftir heilaupp- skurð sem hann fór í fjórtán ára gamall og er uppskurðurinn tal- inn hafa örvað heiladingulinn. ■ LEONIK STADNIK Stadnik er ósáttur við hlutskipti sitt en hann er 253 sentímetrar á hæð og stækkar enn. Fórnarlömb nauðgana: Segja ekki frá glæpnum FRÉTTASKÝRING Í langflestum tilvik- um þegja fórnarlömb nauðgana um reynslu sína. Rannsóknir benda til þess að einungis eitt til tólf prósent nauðgana komi upp á yfirborðið. Enn færri fara alla leið í dóms- kerfinu. Oft er hætt við mála- rekstur á grund- velli þess að fórn- arlambið hafi ver- ið mjög ölvað þeg- ar glæpurinn átti sér stað. Guðrún Margrét Guðmundsdótt- ir hefur gert rannsókn á orsökum nauðgana. „Helstu niðurstöðurnar eru að karlmennska er stútfull af skilaboðum um að það megi nauðga konum,“ segir hún. Sjá síður 8 og 9. GUÐRÚN Hefur rannsakað orsakir nauðgana.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.