Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 12
12 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir GÍRAFFI FÆDDUR Í HEIMINN Lady, sjö ára gömul gíraffamamma, sleikir afkvæmi sitt eftir að hafa fætt þessa fallegu 50 kílóa gíraffastelpu á verndar- svæðinu Safari West í Santa Rosa í Kali- forníu. Kálfinum heilsast vel en hefur ekki enn verið gefið nafn. 30 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur: Forsetinn sæmdi þrjá afreksmerki AFREKSMERKI Forseti Íslands sæmdi þrjá menn úr Björgunar- sveitinni Þorbirni í Grindavík af- reksmerki hins íslenska lýðveldis fyrir björgun á skipverjum Sigur- vins GK í janúar. Afreksmerkið var veitt á þrjátíu ára kaupstaðar- afmæli Grindavíkur á laugardag- inn. Björgunarmennirnir þrír eru þeir Björn Óskar Andrésson, Hlynur Sæberg Helgason og Vil- hjálmur Jóhann Lárusson en þeir fóru á slöngubátnum Hjalta Frey inn í brimið og náðu í skipverjana tvo eftir að Sigurvini GK hvolfdi við innsiglinguna í Grindavíkur- höfn. „Þetta er vissulega mikill heiður því þetta er einungis í sjö- unda skipti sem menn eru sæmdir afreksmerkinu frá því að til þess var stofnað árið 1950. Einnig er þetta mikill heiður fyrir björgun- arsveitina því við lítum svo á að tilviljun ein hafi ráðið því hverjir fóru á slöngubátnum,“ segir Birk- ir Agnarsson, formaður Björgun- arsveitarinnar Þorbjarnar. Birkir segir að að auki hafi Grindavíkur- bær veitt björgunarsveitarmönn- unum þremur viðurkenningu og styrkt sveitina með einnar millj- ónar króna gjöf sem styrkir starf sveitarinnar mikið. ■ Ekki sömu reglur fyrir útlendinga og Íslendinga Þeir Íslendingar sem hug hafa á að starfa á vinnuvélum við Kárahnjúkavirkjun þurfa að standast dýrt vinnuvélapróf meðan portúgölskum vélamönnum nægir tveggja ára starfsreynsla. Vinnu- eftirlitið vísar á bug staðhæfingum um fjölda réttlausra starfsmanna á svæðinu. ATVINNUMÁL „Það er ekkert sem réttlætir það að útlendingar fái leyfi til að starfa á þungum vinnu- vélum hér á landi á sama tíma og Íslendingur sem hug hefur á starfinu þarf að greiða próf sitt dýru verði,“ segir Oddur Friðriks- son, trúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka. Hann tekur undir orð formanns Rafiðnaðarsam- bandsins, Guðmundar Gunnars- sonar, sem gagnrýnt hefur harð- lega hvernig fleiri hundruð er- lendir starfsmenn vinni réttinda- lausir fyrir Impregilo á sama tíma og íslenskur verkstjóri annars staðar fær fésekt fyrir að hleypa einum réttindalausum starfs- manni á vinnuvél. Tæplega 100 útlendingar með vinnuvélaréttindi Oddur segir Guðmund fara offörum með fjölda erlendu starfsmannanna en setur stórt spurningarmerki við þær mis- munandi reglur sem gilda ann- ars vegar fyrir útlendinga og hins vegar fyr- ir Íslendinga. „Það má ekki gleyma því að vinnuvélapróf hér á landi kostar tugi ef ekki hundruð þúsunda og tek- ur nokkrar vik- ur. Erlendir v e r k a m e n n þurfa aðeins að sýna pappíra frá fyrrum vinnuveitanda um að þeir séu vanir menn. Hvernig ætlar Vinnueftirlitið að taka á því ef verktakafyrir- tækið Arnarfell tæki upp á þessu sama?“ H a u k u r Sölvason, deild- arstjóri vinnu- véladeildar Vinnueftirlitsins, segir að íslenskt fyrirtæki kæm- ist að líkindum ekki upp með slíkt. „Staðan í dag er sú að Vinnu- eftirlitið hefur afgreitt vinnu- vélaréttindi til tæplega 70 Portúgala og 27 Kínverja sem starfa við framkvæmdirnar við Kárahnjúka. Vegna þess að Portúgal er innan Evrópska efnahags- svæðisins gildir sérstök tilskip- un um þegna þess og við erum skuldbundnir til að veita þeim tilskilin réttindi. Þeir hafa feng- ið fræðslu um aðstæður á Ís- landi og tekið verklegt próf á þeim vélum sem þeir eiga að stjórna en í Portúgal er ekki gerð krafa um réttindi á vinnu- vélar.“ Tilskipunin sem Haukur talar um kveður á um að hver sá sem hefur starfsreynslu á tiltekna vinnuvél tvö ár eða lengur skal fá það metið til réttinda í öðrum löndum innan EES. „Þetta skil- yrði uppfylla allir þeir Portúgal- ar sem starfa við vinnuvélar við Kárahnjúka nema fjórir sem enn eiga eftir að taka verklegt próf. Þeir Kínverjar sem þar starfa hafa allir gild réttindi og í einstaka tilfellum mun meiri réttindi en kollegar þeirra hér á landi. Við fengum engu að síður óháðan aðila til að meta færni þeirri á vélunum og þeir fengu allir góða einkunn.“ Þeim erlendu einstaklingum sem fengið hafa réttindi með þessum hætti hér á landi er gert að greiða ákveðið gjald fyrir að upphæð fimm þúsund krónur. Haukur segir að innan tíðar fjölgi til muna þeim erlendu starfsmönnum sem starfa á þungavinnuvélum og muni verða fylgst vel með því að allar reglur og skilyrði um réttindi verði uppfyllt áður en starf þeirra hefst. Hefur verið gert sérstakt samkomulag við Impregilo vegna þess.– hefur þú séð DV í dag? Þingvalla- nefnd heggur friðuð tré BRENNDIST Á FÆTI Í ÁLVERINU Maður brenndist á fæti þar sem hann var við vinnu í Álverinu í Straumsvík rétt fyrir klukkan fjögur aðfaranótt laugardags. Hann var að vinna í steypuskála við að hella málmi í ofn þegar slettist úr ofninum yfir fót hans. Maðurinn var fluttur með sjúkra- bíl á slysadeild en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. MEINTIR HRYÐJUVERKAMENN Fjórtán Marokkóar, tveir Indverjar, Spán- verji og Sýrlendingur hafa verið ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum í Ma- dríd 11. mars. Átján manns ákærðir: Þrír hand- teknir í Madríd SPÁNN, AP Spænska lögreglan hef- ur handtekið þrjá menn til viðbót- ar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkaárásunum í Madríd 11. mars. Þremenningarnir, Spán- verji, Egypti og Marokkói, eru í einangrun á lögreglustöð í út- hverfi höfuðborgarinnar en verða að líkindum færðir fyrir dómara í næstu viku. Á fimmtudag voru sex menn látnir lausir þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði tekist að afla nægilegra sannana fyrir því að þeir hefðu átt aðild að árásunum. Átján manns, sem taldir eru hafa tekið þátt í að skipuleggja árásirnar, hafa verið ákærðir fyrir morð eða aðild að hryðjuverkasamtökum. ■ SÆMDIR AFREKSMERKI Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi þá Björn Óskar Andrésson, Hlyn Sæ- berg Helgason og Vilhjálm Jóhann Lárusson afreksmerki fyrir björgun skipverja Sigurvins GK. AÐALBÚÐIR IMPREGILO Nú fer að líða að því að fjölgi til muna starfsmönnum á virkj- unarsvæðinu og Vinnueftirlitið er viðbúið því. BÚKOLLUR Margir telja að búkollurnar flokkist sem vinnuvélar en svo er ekki. Aðeins þarf meirapróf til að starfa á þeim. GUÐMUNDUR GUNNARSSON Hefur gagnrýnt rétt- indastöðu starfs- manna Impregilo harðlega. „Það má ekki gleyma því að vinnu- vélapróf hér á landi kostar tugi ef ekki hundruð þús- unda og tek- ur nokkar vik- ur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.