Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 18
18 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Gríðarleg sprenging gereyðilagðialríkisbyggingu Alfred P. Murrah í Oklahoma á þessum degi árið 1994. Tala látinna náði 168 manns og slasaðir skiptu hundruðum. Meðal fórnarlamba árásarinnar voru 19 börn sem voru í dagvistun á fyrstu hæð byggingarinnar. McVeigh, fyrrum hermaður sem barðist með sæmd við Persaflóa, var fljótlega tengdur árásinni. Hann hafði skömmu fyrir árásina sagt syst- ur sinni, Jennifer, að hann hygði á „stórkostlegt verk“ í apríl 1994. Samstarfsmenn McVeigh, sem vitnuðu seinna gegn honum við rétt- arhöld, veittu aðstoð við öflun sprengiefna og þannig kom hann höndum yfir á þriðja þúsund tonn af sprengiefnum sem hann seinna kom fyrir í vöruflutningabifreið á bíla- stæði við alríkisbygginguna og varð þannig valdur að hryðjuverka- árásinni, sem er ein hin alvarlegasta í sögu Bandaríkjanna. McVeigh hlaut lífstíðardóm í júní 1997 en kviðdómur lagði til dauða- refsingu, sem fylgt var eftir þann 11 júní 2001. McVeigh var tekinn af lífi með eitursprautu í ríkisfangelsinu í Terre Haute í Indiana, en aftakan var fyrsta dauðarefsing sem framkvæmd var í ríkinu síðan 1963. Félagi McVeigh, Terry Nichols, var fundinn sekur um samsekt að fjöldamorðum og hlaut lífstíðardóm fyrir árásina. ■ Guðbjörg Kristjana Guðmundsdóttir Waage, Þórustíg 5, Njarðvík, lést föstu- daginn 16. apríl. Hrafn Jónasson frá Melum lést mið- vikudaginn 14. apríl. Ólína Rut Magnúsdóttir, Víkurbraut 5, Grindavík, lést fimmtudaginn 8. apríl. Út- för hefur farið fram í kyrrþey. Unnur Sveinsdóttir frá Nýlendu, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 2. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þrúður Guðmundsdóttir Hjalla, Ölfusi, lést föstudaginn 16. apríl. Elísabet Brekkan dagskrárgerðarkona er 49 ára. Guðmundur Þorbjörnsson, fyrrum fót- boltakappi, er 47 ára. Það er ekkert svona fyrir framákveðið,“ segir Árni Þórður Jónsson, fyrrverandi fréttamað- ur ríkissjónvarpsins, um afmæl- isdaginn sinn en hann er 48 ára í dag. Hann starfar sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. en þar er auk Árna að finna nokkra gamla frétta- hunda. „Menn á mínum aldri horfa bara með skelfingu til stóru fimmunnar sem fram und- an er og hugleiða með hvaða hætti þeir geta yfirtrompað fé- laga sína sem náð hafa þeim mikla áfanga. Ég reikna með að þetta verði frekar hefðbundið, maður reynir að læðast í vinn- una og vona að enginn sé að lesa Fréttablaðið,“ segir Árni og hlær dátt. „Í gamla sjónvarpshúsinu niðri á Laugavegi var ein alveg skelfileg hörmung tengd afmæl- um en það var stimpilklukka sem tók upp á því af einhverjum völdum að spila afmælissönginn og menn tóku það jafnvel til ráðs að koma of seint í vinnuna á afmælisdaginn sinn. Í dag von- ast maður bara til að fá einhvern óvæntan glaðning frá fjölskyld- unni, pönnukökur eða eitthvað álíka, enda ýta mánudagar ekki beint undir mikið afmælishald,“ segir Árni. Árni segist léttur í bragði eiga svona einn og einn eftir- minnilegan afmælisdag. „Fer- tugsafmælið var skemmtilegt en þá bauð ég til veislu í Loft- kastalanum, bruggaði þar gör- ótta blöndu og var líka með öl en það kláraðist allt mun fyrr en menn vildu. Eftir á að hyggja var það líklega ágætt. Þá var mjög eftirminnilegur afmælis- dagurinn þegar ég varð 25 ára en þá var ég staddur á Suður- Spáni, í bæ sem heitir Arcos de la Frontera og þar voru menn að hlaupa á undan nautum. Þetta var reyndar ekki alveg eins glæfralegt og í Pamplona, meira svona „mini“ útgáfa af sögu Hemingways Og sólin rennur upp, en samt ákveðin mann- dómsprufa og dagurinn allur var sérlega skemmtilegur.“ ■ JAYNE MANSFIELD Leikkonan og kynbomban sem skók Hollywood á fimmta áratugnum fæddist á þessum degi árið 1932. 19. apríl SPRENGIÁRÁSIN Í OKLAHOMA CITY Slökkviliðsmaður ber lík barns burt frá rústunum en meðal látinna voru 19 börn sem voru í dagvistun á fyrstu hæð bygg- ingarinnar. Alríkisbygging í Oklahoma eyðileggst SPRENGIÁRÁSIN Í OKLAHOMA CITY ■ Árásin, sem var ein sú versta á banda- rískri grundu, varð 168 manns að bana og slasaði hundruð manna á leið til vinnu. 19. apríl 1994 Mánudagar ýta ekki undir afmælishald Okkar elskulega Þórunn Bjarnadóttir frá Mosfelli Verður jarðsungin frá Mosfellskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 14.00 Ýr Þórðardóttir, Hlynur Þórisson. Aðalbjörg S. Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Egilsdóttir. Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir. Sif Bjarnadóttir og systkinabörn. Sýning í tilefni dagsins Félagsstarfið í Norðurbrún 1 er30 ára í dag og í tilefni af því var í gær opnuð sýning á listmun- um þeirra sem sækja starfið reglulega. Anna Þrúða Þorgeirsdóttir for- stöðukona segir mikið og skemmtilegt starf unnið í Norður- brúninni, því fyrir utan listnám- skeiðin er ýmis þjónusta í boði, eins og til dæmis matur og kaffi alla daga. „Hér er margt áhugavert að gerast,“ segir Anna Þrúða. „Þetta er opið starf og boðið upp á tréútskurð, ýmsa handavinnu og leirvinnu, en fólk getur kom- ið á hverjum degi nema föstu- daga og fengið leiðsögn leið- beinenda á vinnustofunni. Það er mikill fjöldi sem nýtir sér þetta og til dæmis yfirleitt ekki færri en 50 manns í mat á hverj- um degi.“ Anna segir ákaflega glatt á hjalla hjá þeim sem mæta í Norð- urbrúnina og mörg ægifögur listaverkin sem verða til. „Hér er líka ekkert aldurstakmark og allir velkomnir.“ Félagsstarf aldraðra var stofn- að árið 1969 og hóf göngu sína í Tónabæ. „Nú er félagsstarfið á 14 stöðum, en við erum elst og ein- mitt 30 ára í dag. Þess vegna opn- uðum við sýningu í gær sem líka er opin í dag frá klukkan 14-19 og vinir og velunnarar eru boðnir velkomnir að kíkja á sýningar- gripina og þiggja kaffi í tilefni dagsins.“ ■ Afmæli ÁRNI ÞÓRÐUR JÓNSSON ER 48 ÁRA ■ Fær vonandi einhvern óvæntan glaðning frá fjölskyldunni. Afmæli FÉLAGSSTARFIÐ Í NORÐUR- BRÚN 30 ÁRA ■ Mikið og skemmtilegt starf unnið. ANNA ÞRÚÐA ÞORGEIRSDÓTTIR Segir líf og fjör í Norðurbrúninni á hverjum virkum degi. 13.00 Anton Einarsson, Hraunbæ 85, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju. 13.30 Hermína Stefánsdóttir, Ægisgötu 14, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Magðalena S. Gissurardóttir, Flúðaseli 12, verður jarðsungin frá Garðakirkju. 13.30 Jóna Kristín Ámundadóttir, áður til heimils á Hverfisgötu 30, Hafn- arfirði, verður jarðsungin frá Víði- staðakirkju. 13.30 Sigríður Margrét Vilhjálmsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 14.00 Gróa Axelsdóttir, Hlévangi, Kefla- vík, verður jarðsungin frá Keflavík- urkirkju. 14.00 Hallur Jósepsson frá Arndísar- stöðum verður jarðsunginn frá Þorgeirskirkju. 14.00 Svavar Kristinsson úrsmiður, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju. 15.00 John Þórður Waag Kristinsson verður jarðsunginn frá Fossvog- skapellu. 15.00 Jóna Bárðardóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. ÁRNI ÞÓRÐUR JÓNSSON Eyddi sérlega eftirminnilegum 25 ára afmælisdegi á Spáni. Hélt einnig upp á fertugsafmælið með pompi og pragt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.