Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 20
FÓTBOLTI Newcastle og Aston Villa gerðu markalast jafntefli á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þar með misstu bæði lið af mikilvægum stigum í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar og laust sæti í Meistaradeildinni. Newcastle lék einum manni færra nánast allan leikinn eftir að Andy O’Brien var rekinn út af á níundu mínútu eftir að hafa brotið klaufalega á Darius Vassell. Villa tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og er því enn í sjötta sæti deildar- innar, einu stigi á eftir Newcastle sem á leik til góða. Liverpool er síðan í fjórða sætinu með jafn- mörg stig og Newcastle en hefur leikið einum leik fleira. David O’Leary, stjóri Aston Villa, var að vonum ósáttur í leiks- lok. „Leikurinn var slakur undir það síðasta. Við spiluðum best þegar þeir voru með fullskipað lið, „ sagði O’Leary. „Eftir að þeir fengu rauða spjaldið reyndu þeir að ná jafntefli. Þeir reyndu að tefja tímann og dómarinn leyfði þeim að komast upp með það.“ Newcastle varð fyrir áfalli í leiknum þegar Craig Bellamy fór út af eftir að hafa tognað aftan í læri. Verður hann væntanlega ekki með gegn Marseille í undan- úrslitum UEFA-bikarkeppninnar á fimmmtudaginn. Sir Bobby Robson, stjóri Newcastle, var sáttur við baráttu- andann hjá leikmönnum sínum en meiðsli Bellamy voru honum mik- ið áfall. „Við eigum eftir að spila marga bikarúrslitaleiki á næst- unni og þarna misstum við gífur- lega hæfileikaríkan leikmann úr liðinu,“ sagði Robson. Robson sagðist annars vera sáttur við sína menn sem þurftu að leika einum manni færri stóran hluta úr leiknum. „Það er aldrei auðvelt að vera einum færri, sérstaklega ekki gegn jafnöflugu liði og Aston Villa er. mér fannst við hins vegar standa verulega í þeim og get ekki kvartað yfir mínum mönnum.“ ■ 20 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR KENNSLUSTUND Kylfingurinn Tiger Woods gefur hinum átta ára Damon Eames góð ráð varðandi sveifl- una á golfvelli Fort Bragg-herstöðvarinnar í Norður-Karólínu. Woods dvaldi í þrjá daga í Fort Bragg, æfði með hermönnum, skaut úr byssu og fór í fallhlífarstökk. Golf Adu með sitt fyrsta mark: Frábær tilfinning FÓTBOLTI Táningurinn Freddy Adu skoraði sitt fyrsta mark sem at- vinnumaður þegar lið hans, DC United, tapaði 3-2 gegn MetroStars í bandarísku atvinnu- mannadeildinni í fótbolta. Adu, sem er aðeins 14 ára, er yngsti atvinnumaðurinn sem komið hefur fram í Bandaríkjun- um í rúma öld. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum á 54. mínútu og skoraði markið á þeirri 75. fyrir framan rúmlega 31 þús- und áhorfendur sem fögnuðu pilt- inum ákaft. „Það var frábær til- finning að skora fyrsta markið mitt en frekar leiðinlegt að það skyldi gerast í tapleik,“ sagði Adu eftir leikinn. „Allir leikmenn vilja skora sitt fyrsta mark vegna þess að það getur opnað flóðgáttir fyr- ir framtíðina.“ ■ Markalaust hjá Newcastle og Aston Villa á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í gær: Baráttan um fjórða sætið harðnar verulega Við eigum 5 ára afmæli á sumardaginn fyrsta Af því tilefni bjóðum við nokkur góð tilboð ADIDAS SUPERSTAR 10% afmælisafsláttur Pretador æfingafatnaður Eins og BECKHAM notar 10% afmælisafsláttur Öllum fótboltaskóm fylgir minifótbolti EM æfingatreyjur ENGLAND ÍTALÍA HOLLAND FRAKKLAND SPÁNN FJÖLDI GÓÐRA TILBOÐA “EKTA” leðurbolti Kr. 1.000.- st. 3 – 4 – 5 Landsliðstreyjur - Nú fer EM að byrja Tilboðin gilda til 24 apríl eða meðan birgðir endast. Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560 www.joiutherji.is - sendum í póstkröfu FREDDY ADU Freddy Adu sýnir leikni sína með boltann gegn MetroStars. Adu skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður í leiknum. AP /M YN D FÓTBOLTI Sigur Ports- mouth á Manchester United um helgina var sá fyrsti í 47 ár. Þetta var jafn- framt tíundi sigur liðsins í úrvals- deildinni á leiktíðinni. Níu þeirra hafa verið á heimavellinum Fratton Park. Draumar United um meistara- titilinn eru nú endanlega úr sög- unni enda er liðið 13 stigum á eft- ir toppliði Arsenal og þremur á eftir Chelsea. Þetta var sjöunda tap United á leiktíðinni. Portsmouth nældi sér aftur á móti í þrjú mikilvæg stig í fallbar- áttunni og situr í 16. sæti deildar- innar. Sigurmark Steve Stone í leiknum var annað mark hans á leiktíðinni. Fyrra markið gerði hann í 4-0 sigri gegn Bolton þann 26. ágúst. ■ ■ Tala dagsins 47 Staðan L U J T Mörk Stig Arsenal 33 24 9 0 67:22 81 Chelsea 34 22 6 6 60:27 72 Man. Utd 33 21 5 7 59:32 68 Liverpool 34 13 11 10 48:36 50 Newcastle 33 12 14 7 45:33 50 Aston Villa 34 13 10 11 44:40 49 Charlton 33 13 9 11 44:41 48 Birmingh. 34 12 11 11 40:42 47 Southampt.33 12 9 12 38:33 45 Fulham 34 12 9 13 47:44 45 Middlesbr. 34 12 9 13 40:42 45 Bolton 34 11 11 12 40:51 44 Everton 34 9 12 13 42:47 39 Tottenham 34 11 5 18 42:54 38 Blackburn 34 10 7 17 48:57 37 Portsm. 33 10 7 16 37:47 37 Man. City 34 7 13 14 47:50 34 Leeds 34 8 8 18 35:69 32 Leicester 34 5 13 16 41:59 28 Wolves 34 6 10 18 33:71 28 BARÁTTA UM BOLTANN Darius Vassell, leikmaður Aston Villa, og Aaron Hughes berjast um boltann í leiknum í gær. MEIDDUR Craig Bellamy fer meiddur af leikvelli í gær. Bellamy hefur misst úr marga leiki í vetur vegna meiðsla. M YN D /A P M YN D /A P M YN D /A P Þýska knattspyrnan: Markalaust hjá Bremen FÓTBOLTI Werder Bremen er með átta stiga forystu í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir að hafa gert markalaust jafntefli gegn grönnum sínum í Hannover á heimavelli í gær. Nú eru fimm umferðir eftir af þýsku deildinni og virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn Bremen hampi titlinum í fjórða sinn. Werder Bremen vann titilinn síðast árið 1993. Bochum bar sigurorð af Köln, 2–1, í hinum leiknum í gær og fékk þrjú dýrmæt stig í baráttun- ni um Evrópusæti. Dariuz Wosz kom Bochum en Lukas Podolski jafnaði metin fyrir Köln, sem er nánast fallið í aðra deild. Það var síðan varnarmaðurinn Frank Fahrenhorst sem skoraði sigur- mark Bochum með skalla á 64. mínútu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.