Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 4
4 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR Á að semja við uppreisnarmenn í Írak? Spurning dagsins í dag: Eiga borgaryfirvöld að setja upp létt- lestakerfi eða sporvagna í Reykjavík? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 62% 38% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Borgarfulltrúi um hugmyndir um sporvagnakerfi: Með öllu óraunhæft SAMGÖNGUR „Það er mitt mat að sporvagnakerfi eins og það sem Árni Þór hefur verið að tala um sé óraunhæft með öllu hér á landi. Ég á fulla von á því að sú nefnd er yfirfer þessi mál komist að sömu niðurstöðu,“ segir Kjartan Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, um hugmyndir um upp- setningu sporvagnakerfis í Reykjavík. Hann segist að vel íhuguðu máli hafa komist að því að frekar beri að styrkja leiða- kerfi strætisvagna heldur en eyða fleiri milljörðum króna í glænýtt kerfi. „Það er þráfaldlega bent á hversu árangursríkt þetta hefur reynst í Þýskalandi en staðreynd- in er sú að þar er um stærri borg- ir en Reykjavík að ræða. Enn- fremur er sporvagnakerfið þar fyrst og fremst til að styðja við strætisvagnakerfið í þessum borgum. Ég tel einfaldlega að fjármunum sé betur varið annars staðar og nefndin muni komast að sömu niðurstöðu.“ Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir sátt ríkja í samgöngunefnd um að kannað verði til hlítar hvort hugmyndir um sporvagnakerfi hérlendis séu raunhæfar. „Það liggur fyrir að slíkt kerfi virkar vel í borgum er- lendis og nú er hafin úttekt á því hvort þessi samgöngukostur komi til greina hér á landi. Ef mat nefndarinnar verður jákvætt og kostnaður er ljós verður næsta skref að afla fjár til verkefnisins og þar gæti ríkið komið að.“ ATVINNUMÁL „Aldrei hefði mér dottið í hug að hægt væri að bjóða fólki upp á svona lagað,“ segir Ró- bert Hlynur Baldursson, ungur Reykvíkingur, sem ásamt félaga sínum, Einari Jóns- syni, fór tímabund- ið til starfa í Hollandi á vegum Eures, Evrópsku atvinnumiðlunar- innar, í mars síðast- liðnum. Aðbúnað- urinn var slíkur að þeim félögum ofbauð og íhuga að fara í mál við atvinnumiðlunina enda eytt tíma og peningum til einskis. Eures er stofnun undir Evrópusambandinu sem hefur það að leiðarljósi að auðvelda fólki atvinnuleit milli landa innan EES. „Við áttum að starfa fyrir garð- yrkjufyrirtæki en þegar þangað kom og okkur voru sýndar þær vistarverur sem boðið var upp á fengum við strax nóg. Aðstæður allar voru vægast sagt hryllilegar sama hvert litið var. Við áttum að deila herbergi í gámi með fjórum öðrum ókunnugum og treysta þeim fyrir farangri okkar. Engar læsingar voru á hirslum eða skáp- um og því auðvelt að ganga í dótið okkar ef vilji var fyrir hendi.“ Róbert segir að það út af fyrir sig hafi ekki gert útslagið með að þeir félagar hættu strax við. „Síð- an sýndi verkstjórinn okkur eld- hús- og baðaðstöðuna og það var einfaldlega meira en við gátum þolað. Aðstaðan var aftast í vöru- skemmu sem var full af drasli og allt sem gat myglað þar inni var myglað. Baðið var útatað í skít og drullu og ljóst að enginn hafði þrifið þar mánuðum saman. Þykk- ir myglublettir voru í loftinu fyrir ofan sturturnar og miður geðslegt að þrífa sig þar.“ Eldhúsið var sýnu verra að sögn Róberts og mátti sjá þar matarleifar á víð og á dreif sem voru komnar til ára sinna. „Allt grautmyglað og lyktin eftir því. Hvítur ískápurinn var orðinn grænn af myglu og sama mátti segja um ofn sem var á staðnum. Allt til þess fallið að missa allan áhuga á að dvelja lengi við störf þarna.“ Þeir félagar hyggjast sækja rétt sinn og hafa fregnað að aðrir hafi lent í svipuðum aðstæðum og því sé þetta atvik ekki einsdæmi á neinn hátt. „Okkur hefur verið sagt að við græðum ekkert á að lögsækja þessa stofnun en við eyddum töluverðum tíma og fjár- munum í þetta og finnst sjálfsagt að gera tilraun til að fá það endur- greitt.“ Lokað! Lokað verður föstudaginn 23 apríl n.k. vegna árshátíðar starfsfólks. Daníel Ólafsson ehf Skútuvogi 3 104 Reykjavík BBC, BRETLAND Roman Abramo- vich, eigandi Chelsea fót- boltaliðsins, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja sam- kvæmt könnun sem dagblaðið Sunday Times lét gera. Eigur hans eru metnar upp á 7,5 millj- arða sterlingspunda og er hann því talinn verðmætari en jarlinn af Westminister sem hefur verið ríkasti maður Bretlands um ára- bil. Samkvæmt könnuninni er Abramovich, sem er 37 ára gam- all, sjötti ríkasti maður Evrópu. Á listanum yfir ríkustu menn heims hafnar hann í 22. sæti. Abramovish keypti Chelsea í júlí síðastliðnum en stærstan hluta auðæva sinna eignaðist hann eftir að hafa keypt rúss- neska olíufélagið Sibneft af olíu- baróninum Boris Berezovsky árið 1995. ■ Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins: Flaggstöng olli hættu SLYSAHÆTTA Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað til hjálpar þar sem slysahætta var talin vera af flaggstöng á húsþaki veitingastað- arins Apóteksins við Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Nokkurt hvassviðri var og vagg- aði flaggstöngin á þaki hússins. Slökkviliðið notaði körfubíl til að komast að stönginni en ekki var hægt að ná henni í heilu lagi sökum vinds. Stöngin var söguð niður í búta og flutt á brott. ■ Evrópa ÓÞARFI AÐ BANNA SLÆÐUR Francois Fillon, menntamálaráð- herra Frakklands, sagði í út- varpsviðtali að engin þörf væri á að banna notkun slæða meðal múslima í skólum landsins, svo framarlega að þær væru ekki mikillátar eða mjög áberandi. Bann við hvers konar trúarlegum skýluklútum og höfuðfötum í frönskum skólum tekur gildi næsta haust. BANDARÍSKUR UNGLINGUR FERST Í UMFERÐARSLYSI Í FRAKK- LANDI Rúta með bandaríska ferðamenn fór út af þjóðveginum nærri Mitry-Mory í Frakklandi, í gær. Sextán ára unglingur fórst í slysinu og að minnsta kosti tólf farþegar eru slasaðir. Tildrög slyssins eru ókunn, en rútan var á leið frá Nantes til Parísar þar sem fólkið ætlaði að ná flugi heim til Bandaríkjanna. INNFLYTJENDUR DRUKKNA Að minnsta kosti fjórtán ólöglegir innflytjendur drukknuðu úti fyrir ströndum Kanaríeyja á laugar- dag. Fólkið, sem talið er vera frá Afríku ferðaðist um á björgunar- bát sem lenti í árekstri við annan bát innflytjenda sem náði landi á eyjunni Fuerteventura. Þúsundir hafa látist á þessari varasömu leið. ROMAN ABRAMOVICH Hefur næga ástæðu til þess að brosa. BRAGGABLÚS Þeir félagar, Róbert og Einar, segjast ekki fyrstu Íslendingarnir sem boðið er upp á slíkt. ■ Þykkir myglu- blettir voru í loftinu fyrir ofan sturturnar og miður geðs- legt að þrífa sig þar. Íhuga að fara í mál við atvinnumiðlun Tveir ungir Íslendingar héldu til Hollands í mars og var ætlunin að hefja störf hjá þarlendu garðyrkjufyrirtæki. Ekkert varð úr því þegar þeim var sýnd sú aðstaða sem fyrirtækið bauð uppá. Lögsókn er fyrirhuguð. HÍBÝLI STARFSMANNA Deila þurfti herbergi með fimm öðrum og hvergi hægt að geyma eigur sínar. ELDHÚSIÐ Flest þar inni var haugmyglað og lyktin eftir því. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T B AL D U R S- SO N Eigandi Chelsea: Orðinn ríkasti maður Bretlands ÞÝSKIR SPORVAGNAR Þar í landi hefur sporvagnakerfi fjölgað til muna þeim sem ferðast með almenningsfarartækjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.