Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR 8-10 mínútna símtal SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Reiðskólinn Hrauni Fyrir 10-15 ára. Grímsnesi S: 897-1992 www.mmedia.is/hrauni -Halló! -Já, halló, loksins loksins. Mikið var að maður nær sambandi. Ég ætla að fá tvö- faldan ostborgara með beikoni, og sleppa grænmetinu, stóran skammt af frönskum, laukhringi og þrjár litlar kók í gleri. Og klaka... -Ha??? -Ég ætla að fá tvöfaldan ostborgara með beikoni... -Heyrðu, þá verðurðu að tala við room service. -Er ég ekki að því? Ég hringdi í resef- sjónina og bað um samband. Hvers kon- ar hótel er þetta eiginlega? Hvað heitir þú, væna mín? -Ég heiti Kondólessa og er að hringja úr Hvíta húsinu. Það er hérna maður sem vill tala við þig. -Mig? -Hæ, gæ. -Hver er þetta? -Þetta er ég. Bússi vinur. Ding dong! Manstu ekki? Bússi! Forseti! -Vá, maður, Bússi! Gaman að heyra í þér. Hvað er að frétta? -Bara fínt, maður. Allir í góðu stuði og svona. Ég hitti Sharon um daginn. -Hvaða Sharon? Sharon Stone? -Nei. Sharon þarna frá Ísrael, þú hlýtur að hafa heyrt minnst á hann. Þybbinn náungi, gráhærður. Fínn gæi þótt hann heiti kvenmannsnafni. Við Rumsfeld vorum að leiðbeina honum í friðarmál- unum. Láta bara herinn sjá um þetta. Ekki til neins að hafa her ef maður not- ar hann ekki. „Use it or lose it,“ eins og Dónald segir. Þú þarft endilega að fara að koma þér upp smáher. -Já, það er nú í athugun. -Annars rokkar þetta bara feitt. Jú, heyrðu. Þessi gæi þarna í Írak, við náð- um honum. -Já, ég frétti það. -Heyrðu, bara okkar á milli, þá er eitt- hvað pikkles í þessu. Þetta er einhver eldri borgari sem er alveg steiktur og segist heita Saddam og kannast ekki við að hafa átt nein heimsendavopn. Ég ætl- aði að grípa allt annan náunga sem heit- ir Satan og hefur alls staðar verið til vandræða. -Það gengur kannski betur næst. -Leiðinlegt að geta ekki boðið þér að gista, en Tóní er í gestaherberginu. Hann er frá Skotlandi og vildi ekki vera á hóteli. -Já, ég skil. -Nú verð ég víst að segja bæ. Ég má ekki tala við þíg nema í 8 mínútur af því að þið hafið ekki neinn her. En ef þú værir búinn að stofna her mætti ég tala við þig í korter. -Ég skil. -Ókei, 8 mínútur komnar. Drottinn blessi Ísland. Bæbæ. -Bíddu, hei, hvernig hringir maður í room service? ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.