Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 30
30 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR Mjódd - Sími 557 5900 MIKIÐ ÚRVAL AF GALLA- OG HÖRFATNAÐI Hörjakkar í turkish, bleiku, rauðu, beige og hvítu VERIÐ VELKOMNAR w w w. l e t t o g l a ggo t t . i s w ww. l e t t og l a ggo t t . i s w ww. l e t tog l a g got t . i s ww w. l e t t o g l a g go t t . i s ww w. le tt o g la gg ot t. is ww w. let tog lagg ott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is VILTU VINNA FERÐ TIL ÍTALÍU? HAMINGJA hamingja að vera 10 ára liggja íklæddur kraft-galla í óendanlegri snjóbreiðu með ekkert fyrir augunum nema endalausa himinsléttuna; bleiklitaða af götuljósum borgarinnar. engar áhyggjur því það er ennþá klukkutími í mat. við hliðina á mér er besti vinurinn, en hvorugur segir nokkuð. við erum einir í heiminum í smástund. bestu smástund sem ég hef átt. Leitin að sigurskáldinu HUGFRÓUN Í MORGUNSÁRIÐ kannski dó ég í gær og kannski kemur vorið ekki aftur og kannski læri ég aldrei að skipta um dekk ég veit ekki margt þó veit ég fyrir víst að það er snemma morguns núna og ég ligg í rúminu mínu með köttinn til fóta og hugsa um þig það sem verða að teljast heldur saurugar hugsanir HVERNIG VELUR ÞÚ LJÓÐ? Til að kjósa þitt ljóð sendir þú einfaldlega SMS-skeyti, eitt eða fleiri Ef þú kýst ljóð Atla sendir þú SMS-skeytið JA L8 í númerið 1900* Ef þú kýst ljóð Hildar sendir þú SMS-skeytið JA L9 í númerið 1900* Dregið verður úr innsendum SMS- skeytum á hverjum degi. Vinningshafi dagsins fær bókina Oddaflug eftir Guð- rúnu Helgadóttur. * Hvert skeyti kostar 99 kr. Þorvaldur Þorsteinsson: Kannski ekki splunkuný hugsun en ein- lægni og afslappað tungutak bætir vel upp. Kristján B. Jónasson: Hér er bernskan öll komin í fáum línum. Krúttlegt en fyrst og fremst satt. Kolbrún Bergþórsdóttir: Yndislegt ljóð sem vekur hjá manni ljúfar tilfinningar og þrá eftir glataðri bernsku. Þorvaldur Þorsteinsson: Skemmtilega hversdagslegt, maður heyrir næstum því röddina við eyrað, skarpa og ertandi. Kristján B. Jónasson: Væmnislaus hlýja. Ekkert er erfiðara að ná en því. Kolbrún Bergþórsdóttir: Vel gert og skemmtilega blátt áfram. HILDUR LILLIENDAHL VIGGÓSDÓTTIR Íslenskunemi í HÍ, fædd 1981. ATLI BOLLASON Nemi í MH, fæddur 1985. Í dag birtast ljóð númer sjö ogátta í ljóðakeppni Fréttablaðs- ins og Eddu útgáfu og lýkur þar með fyrstu umferð. Þjóðin fær nú tækifæri til að velja annað þess- ara ljóða áfram í undanúrslit keppninnar um Sigurskáldið. Þó svo að ummæli dómnefndar fylg- ja með, er það á ykkar valdi, les- endur góðir að velja það ljóð sem ykkur þykir skara fram úr. Í kvöld standa eftir fjögur ljóð sem keppa í undanúrslitum á morgun og miðvikudag. Úrslita- slagurinn fer fram næsta fimmtu- dag og sjálft Sigurskáldið verður krýnt föstudaginn 23. apríl sem er dagur bókarinnar. ■ Rocky Ætlarðu svo að fá þér vinnu þarna í New York? Kannski, en ég á smá pening og svo held ég áfram að teikna fyrir karlablaðið Splúff! Hvernig geturðu unnið fyrir þennan kvenfyrirlitningar- snepil? Byrjar það aftur! Ég man ekki eftir að þú hafir kvartað þegar klámpeningarn- ir fóru allir í gjafir handa þér! Ég vona að þú munir eftir konun- um sem þurfa að fara úr fötunum til að eiga fyrir leigunni! Engar áhyggjur! Ég sendi þér kort! Ræktar góða anda MYNDLISTARSÝNING „Ég reyni að rækta það góða í málverkinu, og léttleikann,“ segir Hulda Vil- hjálmsdóttir myndlistarkona, sem nú sýnir verk sín á Mokka- kaffi í Reykjavík. „Ég vil að það sé léttleiki í verkunum, einhver andi og mað- ur geti andað að sér einhverjum frumkrafti úr þeim.“ Hulda opnaði sýningu sína á Mokka þann 28. mars síðastlið- inn, á boðunardegi Maríu, „af því að það er svo mikill kraftur í Guði“. Hún lauk námi í Listaháskóla Íslands árið 2000 og hefur hald- ið nokkrar einkasýningar síðan þá, tekið þátt í samsýningum og framið ýmsa gjörninga. Yfirskrift sýningarinnar er „Að búa til“. Á henni eru sextán málverk, sem Hulda hefur búið til með blandaðri tækni. „Ég nota bæði olíu og fín- spartl, og bara það sem ég hef við hendina hverju sinni. En til þess að búa til þarf maður anda. Einhvers konar anda. Það geta verið sólargeislar eða andi Guðs.“ ■ HORFIR TIL HIMINS Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir málverk á Mokka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.