Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 16
Ég átti leið framhjá Bónus áLaugavegi á dögunum og
veitti því athygli að nokkrar stelp-
ur hímdu þar í gjólunni undir
vegg og höfðu breitt dúk á stéttina
þar sem raðað hafði verið ýmsu
dóti sem þær hugðust freista veg-
farenda með á þessari helstu
verslunargötu höfuðborgarinnar.
Allt í einu sló það mig: væri ég út-
lendingur og ókunnugur staðhátt-
um hefði þessi litla mynd af glæ-
nepjulegum stúlkum undir hús-
vegg að selja einhentar barbí-
dúkkur og gráhærða póný-hesta
greypst í vitund mína sem átakan-
legur vitnisburður um fátækina í
Reykjavík þar sem börnin þyrftu
að betla á götum úti og draga
fram lífið með því að selja
ómerkilegt skran...
Fólk er almennt heldur gott
Ég ímynda mér að þessi tegund
barnakaupsýslu sé séríslensk –
eitt þessara indælu
einkenna íslensks
þjóðlífs sem við
tökum naumast eft-
ir. Þetta er dæmi
um það að við eig-
um ekki að dæma
siði annarra hópa
og þjóða fyrr en við
höfum kynnt okkur
þá og við eigum
ekki að ætla ævin-
lega hið versta þegar „hinir“ eiga
í hlut. Það er ágætt að vinna yfir-
leitt út frá þeirri tilgátu að fólk al-
mennt sé heldur gott.
Nýleg lög um útlendinga sem
dómsmálaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi virðast unnin út
frá þeirri tilgátu að fólk sé al-
mennt heldur vont – það er að
segja útlent fólk. Lagafrumvarpið
virðist undirlagt fjandsamlegum
hugsunarhætti, tortryggni og ótta
við heiminn: höfundar þess virð-
ast gruna alla þá um græsku sem
hingað vilja flytjast, ætla þeim
það versta fyrirfram og vilja láta
þá gangast undir ýmsar prófraun-
ir til að ganga úr skugga um að
heiðvirðar hvatir búi að baki um-
sókninni um landvist fremur en
útsmogin löngun til að leggjast
upp á hina duglegu Íslendinga
með leti og ómennsku. Samt er
mannfæð eitt helsta vandamál
þjóðarinnar. Hvar sem borið er
niður í íslensku þjóðlífi til sjávar
og sveita er það sama uppi á ten-
ingnum: það vantar fólk – það
vantar fullt af fólki – og leidd hafa
verið rök að því að eigi lífskjör að
haldast góð hér á landi þá verði að
flytja hingað fullt af hinum skelfi-
legu útlendingum. Á sama tíma
virðist her manna á Keflavíkur-
flugvelli í fullri vinnu við að
stugga burt hverjum þeim sem
hingað leitar án þess að vera
fyrirfram á vegum einhvers at-
vinnurekanda.
Bannað innan 24 ára?
Hlálegasta og alræmdasta
ákvæðið í þessu frumvarpi er
sennilega það sem kveður á um að
maki íslensks ríkisborgara skuli
hafa náð tuttugu og fjögurra ára
aldri til að fá að flytjast hingað.
Tuttugu og fjögurra ára? Eru ekki
íslenskar konur komnar langleið-
ina á ömmualdurinn þá? Margar
þeirra eru að minnsta kosti orðnar
margra barna mæður við miðjan
þrítugsaldurinn og það er rík hefð
fyrir því í íslensku þjóðlífi víða
um land að ungt fólk takist á
hendur nokkra ábyrgð, stofni
heimili, eignist börn, stundi erfiða
vinnu, jafnvel áður en það verður
tvítugt. Í þessu ljósi verður
ákvæði dómsmálaráðherrans ein-
staklega afkáralegt: við erum vön
því hér á landi að fólk viti hvað
það er að gera þótt það hafi ekki
náð tuttugu og fjögurra ára aldri.
Þetta ákvæði mun komið frá
Dönum eins og fleira í þessu
endemis frumvarpi, en Danir eru
sennilega sú þjóð sem við eigum
einna síst að taka okkur til fyrir-
myndar í umgengni við útlend-
inga og eigin þjóðarvitund. Þetta
ákvæði er gott dæmi um það
hversu fáránlegar lagagreinar
geta orðið þegar þær taka ekki
mið af aðstæðum og menningu í
viðkomandi landi. Lög af þessu
tagi ala einnig á ótta við útlend-
inga, hleypa illu blóði í þá sem
hingað koma og skapa almennt
leiðinlega stemningu í þjóðlífinu.
Og í fljótu bragði virðast þau
algjörlega óþörf. Í þessu ætti að
gilda hið fornkveðna: komi þeir
sem koma vilja, fari þeir sem
fara vilja, veri þeir sem vera
vilja, mér og mínum að meina-
lausu. Að meinalausu ætti að
vera lykilorðið hér. Fari innflytj-
endur almennt að stunda ein-
hver óhæfuverk ætti að vera nóg
af lögum í landinu yfir slíkt og
vösk lögregla til að framfylgja
þeim. Íslenskt þjóðlíf þarf á því
að halda að landið sé opið. ■
Ef marka má fréttir af niðurstöð-um nefndar um eignarhald á
fjölmiðlum, sem starfar á vegum
menntamálaráðherra, telur nefndin
það skyldu stjórnvalda samkvæmt
mannréttindaákvæðum að tryggja
fjölbreytileika í fjölmiðlum. Þetta
virðast vera rök nefndarinnar fyrir
afskiptum stjórnvalda af starfsum-
hverfi fjölmiðla og hugsanlegri
lagasetningu til að þrengja að
rekstrarforsendum þeirra. Og sam-
kvæmt fréttum bendir nefndin á
þrjá kosti. Að efla Ríkisútvarpið í
samkeppni við frjálsa fjölmiðla. Að
setja takmarkandi ákvæði um eign-
arhald á fjölmiðlum umfram fyrir-
tæki í öðrum atvinnurekstri. Og að
setja hamlandi reglur varðandi end-
urúthlutun útvarpsleyfa með það að
markmiði að taka leyfi af fyrirtækj-
um sem hafa þau í dag.
Vonandi eru fréttir af niðurstöðu
nefndarinnar rangar því þarna virð-
ist hún á alvarlegum villugötum.
Hvernig má það tryggja fjölbreytni
fjölmiðla að efla enn óeðlilega stöðu
Ríkisútvarpsins gagnvart samkeppn-
isaðilum þess? Ef horft er til þess
tíma sem liðinn er frá því að einokun
Ríkisútvarpsins var aflétt og við tók
tími skakkrar samkeppnisstöðu hafa
það verið einkafyrirtæki sem hafa
eflt fjölbreytni á ljósvakanum. Ís-
lenska útvarpsfélagið og síðar Ís-
lenska sjónvarpsfélagið hafa staðið
fyrir fjölgun sjónvarps- og útvarps-
stöðva, lengt útsendingartíma þeirra
og stóraukið val almennings. Í svo til
öllum þáttum útvarps- og sjónvarps-
rekstrar hefur Ríkisútvarpið lítið
gert þennan tíma annað en að elta
einkastöðvarnar og reyna að undir-
bjóða þjónustu þeirra í krafti skyldu-
áskriftar. Þrátt fyrir gríðarlegan að-
stöðumun er varla hægt að segja að
Ríkisútvarpið hafi staðið fyrir neinni
nýjung í útvarpi eða sjónvarpi á þess-
um eina og hálfa áratug.
Tillögur nefndarinnar virðast
flestar þjóna þeim tilgangi að leggja
stein í götu Norðurljósa, móðurfélags
Íslenska útvarpsfélagsins og Fréttar,
útgáfufélags Fréttablaðsins og DV.
Að gera slíkt í nafni fjölbreytileika á
fjölmiðlamarkaði er í besta falli
hlægilegt. Þessi félög standa fyrir
óvenjulega fjölbreyttri fjölmiðlun;
fjórum sjónvarpsstöðvum, fimm út-
varpsstöðvum, tveimur dagblöðum,
tímariti og fleiru. Á undanförnum
tæpum tveimur árum hafa eigendur
Norðurljósa endurreist marga fjöl-
miðla og bjargað öðrum frá hruni. Ef
ekki hefði verið ráðist í þetta verk
sætum við uppi með Morgunblaðið á
dagblaðamarkaði og Ríkisútvarpið á
útvarps- og sjónvarpsmarkaði í bland
við fjölmiðla hálflamaða af fjár-
hagskreppu. Ef markmiðið er fjöl-
breytni á fjölmiðlamarkaði hefði
nefndin átt að fagna tilkomu Norður-
ljósa í stað þess að láta í það skína að
fjölbreytni og framþróun fjölmiðla sé
háð góðri heilsu Ríkisútvarpsins eða
reglugerðafargani til að tefja Norður-
ljós á leið sinni til að fjölga og bæta
fjölmiðla. ■
Eftirminnilegustu ummæli lið-innar viku voru að mínu mati
þegar forseti Alþingis opinberaði
skoðun sína á því hvenær fólk
væri orðið óhæft á vinnumarkaði.
Hann gaf konu sem er á besta
aldri með mikla reynslu og viður-
kennda hæfni í starfi þann dóm að
hún væri of gömul til þess að fá
starf í Hæstarétti.
Nokkrar af mínum erfiðustu
stundum í starfi eru tengdar svip-
uðum skoðunum og forseti Al-
þingis setti fram. Fyrir nokkru
kom inn á skrifstofu RSÍ
fyrrverandi bekkjarfélagi minn
sem hefur unnið hjá opinberu
fyrirtæki allan sinn starfsaldur,
hann er með örlítið skerta starfs-
orku en hefur með góðu móti sinnt
ákveðnum störfum
undanfarin ár hjá
fyrirtækinu. Hann
fékk nýverið símtal
þar sem honum var
tilkynnt að þeir
treystu honum ekki
lengur til þess að
vinna við rafmagn,
en það var reyndar
ekki það sem hann
starfaði við. Hann fékk liðlegan
starfslokasamning, en það var í
raun ekki vandamálið. Það var
niðurlægingin og það tilgangs-
leysi sem blasti við manninum,
sem hefur í raun fullt starfsþrek
og er á góðum aldri. Ekkert til
þess að vakna til, eins og hann
sagði. Kona hans er vitanlega enn
að vinna og mun gera það næstu
árin. Ekki fer hann einn í orlof og
tæpast fær hann annað starf.
Hagræðing?
Í þeirri hagræðingu sem
hefur gengið yfir vinnumarkað-
inn undanfarið höfum við ítrek-
að þurft að horfa upp á að það er
verið að segja upp fólki sem er
um og yfir 50 ára. Stundum er
reynt að milda áhrifin með leng-
ingu uppsagnarfrests um einn
til tvo mánuði og að greiða hann
út, þó svo að vinnuframlagi sé
ekki skilað. Í sjálfu sér eru for-
svarsmenn fyrirtækisins að
kaupa sér sálarfrið með
nokkrum tugum þúsunda. Það er
ekki lausnin og málið snýst ekki
um það. Eigum við að sætta okk-
ur við að einstaklingi sem hefur
varið öllum sínum bestu starfs-
árum fyrir ákveðið fyrir-
tæki/stofnun, oft sætt sig við
lakari kjör þegar viðkomandi
fyrirtæki hefur gengið í gegn-
um erfiðleika og hefur lagt sig
sérstaklega fram um að leggja
sitt á vogarskálarnar og sýnt
vinnuveitanda sínum tryggð, sé
hiklaust sparkað á dyr og ung-
um óreyndum kippt inn þegar að
því kemur að farið er að halla
hjá starfsmanninum? Það er
kallað hagræðing.
Maður spyr, hvar væri við-
komandi fyrirtæki statt ef það
hefði ekki haft gott starfsfólk
sem byggði fyrirtækið upp? Á
þetta starfsfólk engan rétt? Því
er hent á dyr, sem endar oft á tíð-
um með harmleik sem kostar
samfélagið og fjölskyldu viðkom-
andi mikil útgjöld. Við hljótum að
velta fyrir okkur hvort ekki eigi
að líta á starfsaldur sem heild,
ekki sé hægt að kippa út bestu
bitunum og henda svo leifunum.
Ég verð reyndar að segja að
besta þjónusta sem ég fæ þegar
inn í fyrirtæki og stofnanir er
komið er hjá starfsfólki sem er
fyrir ofan miðjan aldur. Það
starfsfólk skilar öruggri þjón-
ustu og er til staðar. Þetta er hlut-
ur sem við hljótum að velta fyrir
okkur í vaxandi mæli. Sú stað-
reynd blasir við að fólk hefur
fulla starfsorku mun lengur nú á
dögum og gráhærðu kynslóðirn-
ar verða sífellt fjölmennari. Þær
eiga fullan rétt, það eru þær sem
hafa byggt upp það þjóðfélag
sem við búum í. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um fjölbreytni í fjölmiðlum.
16 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir
og Jón Kaldal
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
■ Bréf til blaðsins
Nefnd á villigötum
Die Hard-
draumar
Jón Þór Ólafsson skrifar:
Björn „Willis“ Bjarnason ernúna búinn að sitja eitt ár sem
dómsmálaráðherra. Á þessum
stutta tíma hefur hann látið Die
Hard-draum sinn um íslenskan
„her“ (sérsveit) verða að veru-
leika og stefna hans fyrir næstu
þrjú árin er að taka á sig mynd.
Næst á dagskrá er stríðið gegn
mannréttindum og friðhelgi
einkalífsins sem eru hin raun-
verulegu fórnarlömb „stríðsins
gegn hryðjuverkum“.
„Þið verðið að fórna réttindum
ykkar svo við getum tryggt öryggi
ykkar,“ hefur ávallt verið réttlæt-
ing þeirra sem skerða vilja mann-
réttindi. Fyrstu réttindin sem
Björn hyggst taka af okkur, til að
tryggja öryggi okkar, eru friðhelgi
einkalífsins. Hann hefur lagt fram
lagafrumvarp sem heimilar lög-
reglunni að hefja hlerun án dóms-
úrskurðar, sem þýðir í raun að eft-
irlit með hlerunum lögreglunnar
minnkar til muna.
En erum við öruggari ef við
minnkum eftirlit með hlerunum lög-
reglunnar? Á Alþingi síðasta haust
kom fram að norska leyniþjónustan
hefur njósnað um pólitíska and-
stæðinga stjórnvalda. Hvað verður
um lýðræðið ef stjórnvöldum er
auðveldað að njósna um pólitíska
andstæðinga sína? Hvað verður um
öryggi borgaranna þegar lýðræðið
veikist?
Stjórnvöld í Ísrael hafa sýnt
okkur að borgararnir verða ekki
öruggari við að svipta þá réttind-
um sínum og styrkja fram-
kvæmdavaldið eins og Björn vill
gera. Til að tryggja öryggi borgar-
anna, væri þá ekki vænlegra að
styrkja lýðræði og mannréttindi
og stunda friðsamlega utanríkis-
stefnu?
Væri það ekki lýðræðislegt ef
við borgararnir gætum með þjóð-
aratkvæðagreiðslu rekið svona
menn sem gefa skít í jafnrétt-
islögin og vilja svipta okkur
mannréttindum? ■
Umræðan
GUÐMUNDUR
GUNNARSSON
■
formaður Rafiðnað-
arsambandsins skrif-
ar um ótímabær
starfslok.
■
Sú staðreynd
blasir við að
fólk hefur fulla
starfsorku mun
lengur nú á
dögum og grá-
hærðu kynslóð-
irnar verða sí-
fellt fjölmenn-
ari.
ALDRAÐIR OG VINNUMARKAÐURINN
Gráhærðu kynslóðirnar verða sífellt fjölmennari.
Æskudýrkun
■
Lög af þessu
tagi ala einnig
á ótta við út-
lendinga, hley-
pa illu blóði í
þá sem hingað
koma og skapa
almennt leiðin-
lega stemmn-
ingu í þjóðlíf-
inu.
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
■
skrifar um útlend-
ingafrumvarpið.
Um daginnog veginn
BÖRN MEÐ TOMBÓLU
„ Eitt þessara indælu einkenna íslensks
þjóðlífs.“
Komi þeir sem
koma vilja...