Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 26
■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Burtfarartónleikar Ívars Guðmundssonar trompetleikara frá jazz- og rokkbraut Tónlistar- skóla FÍH verða haldnir í sal FÍH, Rauðagerði 17. Meðleikarar Ívars eru Eyþór Gunnarsson píanó, Krist- inn Snær Agnarsson trommur, Sig- urdór Guðmundsson bassi, Sigurð- ur Þór Rögnvaldsson gítar og Steinar Sigurðsson saxófónn. Upplýsingar um viðburði og sýn- ingar sendist á hvar@frettablad- id.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR26 hvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 APRÍL Mánudagur PASSION OF THE ... kl. 5.20 og 10.40 B.i. 16 PASSION LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 BJÖRN BRÓÐIR STARSKY & HUTCH kl. 4, 6, 8 og 10.15 B.i. 12 kl. 4 M. ÍSL. TALI SCOOBY DOO 2 kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI KÖTTURINN MEÐ HATTINN kl. 4 kl. 6 og 10TAKING LIVES DAWN OF THE DEAD kl. 8 og 10,45 B.i. 16 kl. 10 B.i. 16 áraCOLD MOUNTAIN kl. 6 og 8LES INV. BARBARES kl. 10 B.i. 12STARSKY & HUTCH kl. 6 og 8WHALE RIDER kl. 6 Ísl. talSCOOBY DOO 2 SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 5.40 og 8 Pétur Pan kl. 3.20 og 5.40 M/ÍSL. TALI Pétur Pan kl. 3 M/ENSKU TALI SÝND kl. 8 og 10.15 B.i. 16 Hann mun gera allt til að verða þú Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki SÝND kl. 5.30, 8.15 og 10 B.i. 12 Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! SÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 6 og 10 Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! SÝND kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 Til að tryggja réttan dóm réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing. En það var einn sem sá við þeim... Það vilja allir vera hún, en hún vil vera “frjáls” eins og allir aðrir. Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um forsetadóttur í ævintýraleit! Hvernig er hægt að verða ástfangin með augu alheimsins á þér? Eftir metsölubók JOHN GRISHAM Með stórleikurunum, John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz HHH kvikmyndir.com HHH kvikmyndir.com HHH1/2 kvikmyndir.com Ívar Guðmundsson kveður með djassi TÓNLEIKAR Trompetleikarinn Ívar Guð- mundsson heldur burtfararprófstón- leika sína frá jazzdeild Tónlistar- skóla FÍH í kvöld. Hann hóf tónlistar- nám við Tónmenntaskóla Reykjavík- ur 1989 þegar hann var sex ára. Við átta ára aldur byrjaði hann á trompet og lærði hjá Vilborgu Jónsdóttur. Árið 1999 hóf hann nám í MH, en það- an útskrifaðist hann um jólin 2002. Samhliða menntaskólanum fór hann í Tónlistarskóla FÍH þar sem hann hefur sótt nám meðal annarra hjá Ei- ríki Erni Pálssyni, Sigurði Flosasyni og Ólafi Jónssyni og einnig hefur hann undanfarinn vetur lært í kenn- aradeild skólans. Nýverið hefur hann spilað m.a. með jassbandinu Angur- gapa, Tómasi R. Einarssyni og Stór- sveit Reykjavíkur. Á efnisskrá tónleikanna verður bæði frumsaminn og ófrumsaminn jazz og mun einvalalið tónlistar- manna ljá Ívari aðstoð sína. Þeir eru Eyþór Gunnarsson á píanó, Kristinn Snær Agnarsson á trommur, Sigur- dór Guðmundsson á bassa, Sigurður Þór Rögnvaldsson á gítar og Steinar Sigurðarson á saxófón. Tónleikarnir verða í sal skólans Rauðagerði 27 og hefjast kl 20.30. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. ■ Viljum góðar teiknimyndir Markið fyrirtækisins er að aflaréttinda á gæðateiknimynd- um, talsetja þær á íslensku og sýna sumar þeirra í bíó,“ segir Jón Sig- urðsson hjá Thorfilm ehf. sem er nýr aðili á íslenska myndbanda- og kvikmyndamarkaðnum. Fyrsta teiknimyndin sem Thorfilm mun sýna í bíó er spænska myndin „La Colina Del Dragon“ eða Drekafjöll, sem verður frumsýnd í lok mánað- ar. „Ég hef alltaf verið mikill kvik- myndaáhugamaður og fór með fé- laga mínum til Cannes á kvik- myndahátíðina í ár og þar ræddum við mikið saman um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Við erum báðir feður og fannst vanta breiðari flóru í myndefni fyrir börn. Þannig þró- aðist þetta í að Thorfilm væri stofnað.“ Drekafjöll sló í gegn á Spáni árið 2002 og hlaut Goya-verðlaunin það árið sem besta teiknimyndin. Síðan hefur hún verið til sýningar í bíósöl- um Bandaríkjanna, Rússlands, Portú- gals og Hollands. Jón segir að það hafi ekki verið erfitt að finna íslenska leikara til að talsetja myndina, þó svo að ekki hafi allir sem haft var sam- band við haft tíma. „Það er samt gott fólk í öllum stöðum,“ segir hann. Sjálfur tók hann stöðu hrappsins í þessari mynd, enda lærður í leiklist þótt lítið hafi sést til hans á sviði að undanförnu. „Ég reyndi fyrir mér til 1985 en fékk heldur lítið að gera. Árið 1983 tók ég þátt í að endurreisa Leik- félag Hafnarfjarðar með Bubba kóng og var sjálfur í hlutverki Bubba.“ Jón og Thorfilm ætla að sjá hvernig þetta dæmi plumar sig, áður en ákvörðun er tekin um næstu erlendu teiknimyndina. „Ég hef verið að skoða svolítið á vefn- um hvaða möguleikar eru fyrir hendi og er kominn með aðra í huga frá Spáni sem hefur notið gríðar- legra vinsælda þar,“ segir Jón og bætir við að Spánn virðist vera mjög framarlega í teiknimynda- gerð. „Fyrirtækið sem gerir Dreka- fjöll hefur til dæmis verið starf- andi í 25 ár sem verktaki fyrir bandaríska framleiðendur eins og Hanna-Barbera. Drekafjöll er fyrsta framleiðslan sem er algjör- lega þeirra. En áður en við tökum ákvörðun um næstu mynd ætlum við að athuga hvort fólk vilji sjá teiknimyndir frá öðru menningar- svæði.“ Hann bætir því þó við að enginn ætti að fúlsa við þessu þar sem drekar koma við sögu og í ati hins góða og illa sigri hið góða að lokum. ■ JÓN SIGURÐSSON ÁSAMT SYNI SÍNUM Markmið nýja fyrirtækisins er að talsetja og sýna góðar teiknimyndir á Íslandi. Teiknimyndir DREKAFJÖLL ■ Verður frumsýnd í lok apríl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ÍVAR GUÐMUNDSSON Treður upp ásamt fríðu föruneyti í sal Tón- listarskóla FÍH í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.