Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 14
19. apríl 2004 MÁNUDAGUR FJARSKIPTI Verð á millilanda- símtölum hefur lækkað veru- lega á síðustu tíu árum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Síman- um er lækkunin á bilinu 65 til 85 prósent. Mesta lækkunin er á símtölum til Ástralíu. Mínútu- verðið var 203 krónur mínútan árið 1993 á verðlagi dagsins í dag. Mínútugjaldið til Ástralíu er í dag 23 krónur mínútan. Árið 1993 kostaði hver töluð mínúta frá Íslandi til Japan 300 krónur. Síðan þá hefur verið lækkað um 75 prósent og er mínútugjaldið nú 49 krónur. Verð á símtölum til Bandaríkj- anna hefur einnig lækkað um- talsvert, úr 116 krónum í 21 krónu mínútan. Ef að líkum lætur hringja Ís- lendingar meira til Norðurland- anna en til Japan og Ástralíu. Fyrir tíu árum kostaði hver mínúta til Norðurlandanna 58 krónur á núverandi verðlagi. Nú er mínútugjaldið 20 krónur. Þetta gerir tæplega 66 prósenta lækkun. Samkvæmt Símanum er símakostnaður einstaklinga og fyrirtækja hérlendis með því lægsta sem þekkist í OECD- ríkjunum, þrátt fyrir strjálbýli landsins. ■ ÁGENGIR KETTIR Allmargir hafa haft samband við Fréttablaðið í kjölfar umfjöllunar þess nýlega um óþrifnað af völdum katta. Fólk segir gagnslaust að kvarta til stofnana borgarinnar, en vandinn fari sívaxandi. Skráningarskylda og sérstakt gjald á ketti Skráningarskylda og sérstakt gjald á ketti eru grunnur reglna um katta- hald í Reykjavík sem starfshópur vinnur nú að. Köttum í borginni hefur fjölgað gífurlega og kvartanir streyma inn en úrræði eru engin. HEILBRIGÐISMÁL Starfshópur sem endurskoðar gildandi samþykkt um kattahald í Reykjavík vinnur nú að nýjum reglum. Þar er gert ráð fyrir að kattaeigendum verði gert að skrá ketti sína og merkja þá með örmerkingu. Til að standa straum af þessu þurfi að koma til sérstakt gjald sem kattaeigendur greiði við skráninguna. Þá þurfi að vera í gildi ábyrgðartrygging vegna tjóns sem kettirnir kunni að valda. Vera þurfi jafnframt til staðar reglur um ormahreinsun þeirra. Samþykktin sem nú er í gildi er frá 1999 og þykir barn síns tíma. Þar er til að mynda ekkert ákvæði um ónæði og óþrif af völdum katta, né hvernig við því skuli brugðist. Frá þeim tíma sem þessi samþykkt tók gildi hefur köttum fjölgað gífurlega í borginni og er talið að þeir séu allt að tíu þúsund talsins, samkvæmt gögnum sem starfshópurinn hefur aflað sér. „Starfshópnum hefur verið til- kynnt að ekki sé pólitískur vilji fyrir að banna lausagöngu katta,“ sagði Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, sem sæti á í starfshópnum. „Það er greinilegt að kettir eru víða plága, sem menn skirrast við að taka á.“ Guðmundur Björnsson, mein- dýraeyðir borgarinnar, sagði að kvartanir vegna katta á síðasta ári hefðu verið á annað hundrað tals- ins og í ár væri þær orðnar á þriðja tug, en engin úrræði væru fyrir hendi. Sigurður Helgi taldi að þessar tölur gæfu ekki raunsanna mynd af ástandinu því fólk hefði gefist upp á að kvarta, þar sem það bæri engan árangur. „Því má bæta við,“ sagði hann, „að síaukinn fjöldi kvartana hefur borist til Húseigendafélagsins vegna ágangs katta. Vandamálið er hversu erfitt er að ná lagalegu gripi á köttum. Þeir eru ekki skráðir, fara víða og valda óskunda, en enginn veit hvar þeir eiga heima. Samkvæmt grenndar- reglum ber eiganda skylda til að sjá til þess að dýr sem hann held- ur valdi ekki grönnum óþægind- um eða ónæði. En það er hægara sagt en gert að sanna slíkt, því köttur sem gert hefur þarfir sínar í garði náungans er á næsta augnabliki aftur orðinn strokinn hefðarköttur heima hjá sér, sem enginn grunar um græsku. Það er brýnt að þessi starfshópur hraði vinnu sinni og að tekið verði af ábyrgð og festu á málinu.“ jss@frettabladid.is ÞRÓUN MÍNÚTUVERÐS TIL ANNARRA LANDA Á TÍU ÁRA TÍMABILI Danmörk -65,7% Svíþjóð -65,7% Noregur -65,7% Finnland -64,1% Bretland -69,3% Bandaríkin -75,7% Þýskaland -62,2% Ástralía -84,7% Japan -75,6% Þróun utanlandssímtala: Verulegt verðfall á síðustu tíu árum SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON Á sæti í starfshópnum og telur brýnt að vinnunni verði hraðað og tekið á málum af ábyrgð og festu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.