Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 4
4 26. apríl 2004 MÁNUDAGUR Á að banna fyrirtækjum að eiga í fjölmiðlum? Spurning dagsins í dag: Bera stjórnmálamenn alltaf hag borgaranna fyrir brjósti? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 65% 35% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ■ Evrópa Átján ár í fangelsi í Ísrael: Las Biblíuna og hlustaði á Wagner LONDON, AP „Ég stundaði æfingar og neitaði að borða ruslfæði,“ sagði Mordechai Vanunu, fyrrver- andi starfsmaður í ísraelsku kjarnorkuveri, sem sat í átján ár í fangelsi fyrir að veita fjölmiðlum upplýsingar um kjarnorkuáætlun Ísraels árið 1986. Bandaríski friðarbaráttumað- urinn Nick Eoloff, sem tók að sér að ábyrgjast Vanunu þegar hann var látinn laus nýverið, segir hann hafa hlustað mikið á tónlist meðan hann dvaldi í fangelsinu, þar á meðal tónlist eftir Richard Wagner, sem reyndar er ekki vel liðið tónskáld í Ísrael vegna þess hve Adolf Hitler og aðrir þýskir nasistar voru hrifnir af tónlist hans. Frá þessu er skýrt í breska blaðinu Sunday Times. Þar er því einnig haldið fram að Vanunu hafi lesið mikið í Biblíunni fyrstu árin í fangavistinni. Hann hafði snúist frá gyðingdómi til kristindóms skömmu áður en hann var hand- tekinn. Blaðið heldur því einnig fram að Vanunu hafi óttast frá fyrstu tíð að fangaverðirnir myndu reyna að „heilaþvo“ sig. Þótt Vanunu sé laus úr fangelsi má hann ekki ferðast úr landi, ræða við útlendinga né koma nálægt Ísra- el í eitt ár hið minnsta. ■ Kerfið býður upp á mismunun Formaður Geðlæknafélags Íslands gagnrýnir viðmiðunarverðskrá á lyfjum. Sparnaðurinn kemur yfirleitt verst niður á geðsjúkum. HEILBRIGÐISMÁL „Sparnaður í heil- brigðiskerfinu kemur yfirleitt einna verst niður á geðsjúkum og þetta er enn ein viðbótin,“ segir Guðlaug Þorsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Geðlæknafélags Íslands, um þá ákvörðun heilbrigðisráðu- neytisins að taka upp viðmiðunar- verðskrá á lyfjum. „Þetta fyrirkomulag um viðmið- unarreglu á lyfjaverði hefur verið reynt í Noregi og Danmörku og gafst illa þar. Það var reynt í sjö ár í Noregi og var lagt af árið 2000. Í Danmörku var þetta reynt í nokkur ár en síðan gáfust menn upp á því. Kostnaðurinn við þetta kerfi reynd- ist einfaldlega of mikill. Sparnaður- inn varð enginn þegar upp var stað- ið og óhagræðið var mikið fyrir sjúklinga,“ segir Guðlaug. Hún segir að þunglyndislyf séu fjölmörg á markaði og niður- greiðsluleiðin miðist við ódýrasta lyfið. „Það er hætt við því að klínískt mat ráði ekki vali á meðferð heldur fjárráð sjúklingana. Það er verið að hvetja lækna til að skrifa upp á ódýrasta þunglyndislyfið þá stundina. Ef það lyf virkar ekki þarf sjúklingur að skipta um lyf og fá dýrara lyf og hann greiðir mismun- inn. Þetta er kerfi sem býður upp mismunun eftir efnahag fólks.“ Guðlaug bendir á að þunglyndi sé mun útbreiddara meðal kvenna en karla. „Það er því einnig ákveð- in kynjamismunun í þessu kerfi,“ segir hún. „Þær nota þunglyndis- lyf í mun meira mæli en karlmenn og útgjöld þeirra verða því meiri. Konur eru oft með lægri laun en karlarnir og staða þeirra er al- mennt verri. Þannig að það eru ýmsar slæmar hliðar á þessu máli. Læknar eru almennt ósáttir við hvernig að þessu máli hefur verið staðið. Ráðuneytið sendir frá sér einhliða tilkynningu án þess að hafa samráð við lækna um það hvort þetta sé rétta leiðin.“ ■ VILL EKKI BÍÐA EFTIR ÖLLUM Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, segist telja nauðsyn- legt að væntanleg stjórnarskrá Evrópusambandsins taki gildi jafnvel þótt öll aðildarríkin hafi ekki samþykkt hana. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hef- ur ákveðið að láta fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu í Bretlandi um stjórnarskrána, en Schröder telur þess ekki þörf í Þýskalandi. SPÁNVERJAR VILJA HERINN HEIM Nærri þrír af hverjum fjórum Spánverjum styðja ákvörðun nýs forsætisráðherra landsins, Jose Luis Rodriguez, um að kalla spænskar hersveitir heim frá Írak. Þetta kemur fram í skoð- anakönnun sem Vox Publica gerði og birt var í gær. Í sömu skoðanakönnun sögðust 85 pró- sent Spánverja telja að árásirnar á Madrid 11. mars hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna. HÆTTU BEINT FRÁ LEIÐTOGUM Lögreglan í Varsjá í Póllandi ætl- ar að beina umferð flutningabif- reiða, sem flytja hættuleg efni á borð við gastegundir eða geisla- virk efni, framhjá höfuðborginni meðan á fundi evrópskra ríkja- leiðtoga stendur. Fundurinn hefst á þriðjudag og stendur fram á sunnudag. S24 er sjálfstæð rekstrareining innan Sparisjóðs Hafnarfjarðar Viltu minnka greiðslub yrðina? Sæktu um... WWW.s24.is Sími 533 2424 – Kringlan E in n t v e ir o g þ r ír 3 12 .0 16 Lán til al lt að 15 á ra • Betri vex tir • Lægra lá ntökugjald • Allt að 8 0% veðhlu tfall Barátta gegn hryðjuverkum: Borgararnir hafi skilríki BRETLAND Innanríkisráðherra Breta segir að áætlun sín um að gera þegnum landsins skylt að hafa undir höndum persónuskil- ríki hjálpi í baráttunni gegn hryðjuverkum. Drög að frumvarpi um laga- breytingu þess eðlis verða birt í dag og verða gerðar tilraunir með ný skírteini í vikunni. Í Bretlandi hefur hingað til ekki verið krafist þess að fólk noti persónuskilríki. ■ Fjármálaleiðtogar helstu iðnríkja: Bjartsýnir á hagvöxt WASHINGTON, AP Fjármálaleiðtogar helstu iðnríkja heims komust að þeirri niðurstöðu í Washington nú um helgina að búast megi við miklum hagvexti í heiminum á þessu ári og því næsta, jafnvel þótt þeir hafi einhverjar áhyggjur af hækkandi olíuverði og áfram- haldandi átökum í Mið-Austur- löndum. Í Washington voru saman- komnir fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar frá aðildarríkj- um Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. James Wolfensohn, forseti Al- þjóðabankans, segir hins vegar að nú sé „stund sannleikans“ komin fyrir leiðtoga ríku landanna, sem þurfi að auka fjárstreymi til fá- tækari landa. ■ JAMES WOLFENSOHN Forseti Alþjóðabankans segir „stund sannleikans“ að renna upp fyrir ríku þjóðirnar. TORFÆRUHJÓL VALDA GRÓÐUR- SKEMMDUM Lögreglan í Reykjanesbæ hafði afskipti af á annan tug manna á torfæruhjól- um á Krísuvíkursvæðinu um helgina. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að aka vélhjólun- um utan vegar eða á þjóðvegi en nokkrir komust undan. Að sögn lögreglu hafa vélhjólin valdið umtalsverðum gróður- skemmdum á svæðinu. ERILSAMT Í HAFNARFIRÐI Mikill erill var hjá lögreglunni í Hafn- arfirði aðfaranótt sunnudags. Mikið var um samkvæmi í heimahúsum og hafði fjöldi fólks samband við lögreglu til að kvarta undan hávaða. Sextán voru teknir fyrir of hraðan akstur um helgina, flestir þeir- ra á Reykjavíkurvegi. AMFETAMÍN OG HASS FANNST Í BÍLUM Tvö fíkniefnamál komu upp í Hafnarfirði um helgina. Hass og amfetamín fannst í tveimur bílum sem stöðvaðir voru í reglubundnu eftirliti lög- reglu. Ökumönnum og farþeg- um var sleppt að loknum yfir- heyrslum. ■ Lögreglufréttir Hubble sjónaukinn Bjartsýni um viðgerð BANDARÍKIN Bandaríska geim- ferðastofnunin, NASA, telur að hugsanlega megi senda vél- menni út í geim til þess að gera við og uppfæra Hubble geim- sjónaukann. Stofnunin skýrði frá því í janúar að ekki yrðu fleiri geim- farar sendir í áhættusamar ferðir á vegum stofnunarinnar til þess að reyna að gera við sjónaukann. Talið er að það verði til þess að sjónaukinn dugi einungis í örfá ár í viðbót. ■ MORDECHAI VANUNU Óttaðist að verða heilaþveginn í fangelsi í Ísrael. GUÐLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR „Sparnaður í heilbrigðiskerfinu kemur yfirleitt einna verst niður á geðsjúkum og þetta er enn ein viðbótin.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.