Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 20
20 26. apríl 2004 MÁNUDAGUR SKUGGAR Keppendur í Maraþonhlaupinu í Madríd hlaupa eftir Paseo la Castellana. Maraþon FÓTBOLTI Barcelona sigraði Real Madrid 2-1 í Madríd í gærkvöld. Barcelona, sem hefur ekki unnið Real í Madríd síðan 1997, er ósigr- að í síðustu fjórtán deildarleikjum á Spáni. Real Madrid var mun aðgangs- harðari í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta nokkur mjög góð færi. Liðið virtist sakna Ronaldos sem gat ekki leikið vegna meiðsla. Víctor Valdés, markvörður Barcelona, átti frábæran leik og varði nokkrum sinnum glæsilega undir lok fyrri hálfleiks og í byrj- un þess seinni. Valdés kom hins vegar engum vörnum á 54. mín- útu. Santiago Solari fékk boltann frá Roberto Carlos í miðjum víta- teignum og sendi hann með föstu skoti neðst í hægra hornið. Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, brást við með því að senda Patrick Kluivert á vettvang og hann skoraði aðeins mínútu eftir að hann tók stöðu Javiers Saviola. Jöfnunarmarkið sló Real út af laginu og það bætti ekki stöðu liðsins þegar Luis Figo var rekinn af velli á 69. mínútu. Fjór- um mínútum fyrir leikslok tryggði Xavi Hernández Barcelona sigurinn eftir frábæra sendingu frá Ronaldinho. Real er enn í öðru sæti og Barcelona í því þriðja en nú mun- ar aðeins fjórum stigum á félög- unum og fjórar umferðir eru eftir. Barcelona leikur næst á heima- velli við nágranna sína í Espanyol, þá gegn Celta de Vigo á útivelli, Racing Santander á heimavelli en leiktíðinni lýkur með útileik gegn Real Zaragoza. Real Madrid á eft- ir útileiki gegn Deportivo La Coruña og Real Murcia og heima- leiki gegn Real Mallorca og Real Sociedad. ■ FALUR HARÐARSON Ekki sáttur við að fá ekki að þjálfa Kefla- víkurliðið áfram. Falur Harðarson: Ekki sáttur KÖRFUBOLTI Falur Harðarson, fyrr- um þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfuboltanum, átti erfitt með að dylja vonbrigði sín með að gengið hafi verið framhjá honum sem næsta þjálfara Keflavíkurliðsins þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Sigurður Ingi- mundarson var sem kunnugt er ráðinn þjálfari liðsins í gær og sagði Falur að hann væri ekki sáttur. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki sáttur við að hafa ekki verið boðin staðan aftur. Við Guð- jón sóttumst eftir þessu í sitt hvoru lagi eftir að hafa rætt sam- an eftir tímabilið og farið yfir málin. Það gekk vel hjá okkur í vetur, það er ekki nokkur spurn- ing, en þetta var ekki eitthvað sem við ætluðum okkur að gera til frambúðar. Við höfum báðir mik- inn metnað og það var oft sem það kom upp ágreiningur á milli okk- ar hvaða leið ætti að fara. Það er ekkert óeðlilegt við það en við tókum okkur saman fyrst og fremst til þess að redda félaginu þegar vandamálið með Sigga kom upp í fyrrahaust. Ég ætlaði mér að spila allan veturinn en var meira og minna frá og því reyndi kannski meira á samstarfið en annars hefði gert en ég held samt að það sé erfitt að þjálfa við ann- an mann í lengri tíma. Falur sagðist aðspurður hafa fullan hug á því að þjálfa á næsta tímabili og sagði að eitt lið hefði þegar haft samband við sig. ■ Hrannar Hólm: Ferillinn talar sínu máli KÖRFUBOLTI Hrannar Hólm, for- maður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið mjög erfið ákvörðun að ráða ekki annað hvort Guðjón Skúlason eða Fal Harðarson sem þjálfara liðsins á næsta tímabili. „Þeir ákváðu að gefa kost á sér í starfið áfram í sitt hvoru lagi og þá var ný staða á borðinu. Síðan kom Sigurður Ingimundarson inn í myndina og þá fór stjórnin ein- faldlega yfir stöðuna og komst að þeirri niðurstöðu að Sigurður væri besti kosturinn. Ferillinn tal- ar sínum máli hjá honum en ég er líka sannfærður um að Guðjón og Falur eru frábærir þjálfarar.“ ■ KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild Keflavíkur gekk í gær frá sam- komulagi við Sigurð Ingimundar- son landsliðsþjálfara um að þjálfa karlalið félagsins á næsta tímabili í Intersport-deildinni. Sigurður gerði eins árs samning við félagið en hann stýrði liðinu síðast tíma- bilið 2002-2003. Sigurður sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta hefði komið mjög óvænt upp á en tilboðið var það freistandi að ekki var annað hægt en að taka því. „Á þessum tímapunkti hentaði það mér best að taka við Keflavík- urliðinu. Ég þekki vel til liðsins en ég verð að viðurkenna að þetta bar brátt að og kom mér á óvart,“ sagði Sigurður. Hann sagðist ekki geta sagt neitt til um það hvert markmiðið væri á næsta tímabili en sagði þó ljóst að andinn væri alltaf eins í Keflavík. „Við erum aldir upp við að sigra og það kemst í sjálfu sér ekkert annað að. Við erum með góða leikmenn og sé svo sem ekki annað í myndinni en að berjast á toppnum og verja þá titla sem lið- ið vann á síðustu leiktíð.“ Aðspurður sagðist Sigurður halda að stærstur hluti liðsins yrði áfram. „Þetta er sterkur hóp- ur sem ég treysti fullkomlega fyrir verkefnum næsta árs. Það er að vísu spurning með Fannar Ólafsson en hann vill komast til Evrópu. Hann er gífurlega öflug- ur leikmaður sem ég tel að eigi góða möguleika á því að komast út en það væri að sjálfsögðu frábært að hafa hann áfram í Keflavík,“ sagði Sigurður. ■ Sigurður Ingimundarson þjálfar Keflavík á nýjan leik: Hentaði mér vel á þessum tímapunkti SIGURÐUR INGIMUNDARSON Tekur við Keflavíkurliðinu eftir eins árs hlé vegna anna í vinnu. Ásgeir og Logi gáfu Eiði Smára frí gegn Lettum Mikilvægari leikir en þessi eftir fram að undankeppni HM, segir Ásgeir Sigurvinsson EIÐUR SMÁRI FÉKK FRÍ GEGN LETTUM Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson ákváðu að gefa Eiði Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins, frí í leiknum gegn Lettum í Riga á miðvikudaginn vegna mikilvægs leiks hjá Chelsea gegn Mónakó viku seinna. FÓTBOLTI Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólaf- sson þurfa ekki að hafa mikið fyrir því að velja átján manna hóp úr þeim 22 leikmönnum sem þeir völdu á dögunum fyrir vináttu- landsleikinn gegn Lettum í Riga á miðvikudaginn. Fjórir leikmenn, Veigar Páll Gunnarsson í Stabæk í Noregi, Hjálmar Jónsson frá IFK Gautaborg og Heiðar Helguson, leikmaður Watford, eru allir meiddir og þurftu að boða forföll auk þess sem fyrirliði land- sliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen, fékk frí hjá þjálfurunum þar sem hann leikur mikilvæga leiki með félagi sínu Chelsea á næstu vikum. Ásgeir Sigurvinsson sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann og Logi hefðu talað lengi við Eið Smára fyrir skömmu og komist að þeirri niðurstöðu að réttast væri að gefa honum frí í þessum leik. Hann neitaði því alfarið að Eiður Smári hefði beðið um að fá að sleppa við leikinn heldur hefði þetta verið ákvörðun hans og Loga í samráði við Eið. Skiptir ekki öllu máli „Hann er að fara að spila mik- ilvægasta leik í sögu Chelsea gegn Mónakó og við vildum gefa honum tækifæri til að einbeita sér að þeim leik. Hann hefur verið veikur og meiddur á nára að undanförnu og því vildum við ekki láta hann spila þennan lands- leik sem skiptir, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki miklu máli fyrir okkur. Ég lít á þennan leik, líkt og leikinn gegn Albönum, sem eins konar tilraunaleiki þar sem við höfum tækifæri til að skoða leikmenn og prófa okkur áfram. Það er auðvitað alltaf slæmt að vera án Eiðs Smára en það koma mikilvægari landsleikir í kjölfar- ið á þessum.“ Verður að taka tillit Ásgeir sagði aðspurður að hann teldi ekki að hann væri of linur við sína menn. „Það verður hreinlega að taka tillit til aðstæðna hjá mönnum og það hefði verið rangt af okkur að krefjast þess að Eiður Smári yrði með okkur gegn Lettum. Það hefði getað haft áhrif á það hvort hann væri í liðinu hjá Chelsea og það hefði einfaldlega ekki verið sanngjarnt gagnvart honum. Við reynum að öðru leyti að vera harðir og ég held að leikmenn viti alveg að hverju þeir ganga.“ Ásgeir sagði að raunverulegur undirbúningur fyrir undankeppni HM í haust hæfist í Englandi í lok maí. „Við fáum þrjá leiki áður en alvaran hefst og ég held að það sé nóg fyrir okkur. Ég á ekki von á öðru en að við verðum með okkar sterkasta lið gegn Englendingum, Japönum og Ítölum og þá hefst raunverulegur undirbúningur. Ég hefði haft meiri áhyggjur ef Eiður Smári hefði boðað forföll í leikinn gegn Ítölum í ágúst.“ ■ BARCELONA Leikmenn Barcelona fagna fyrsta sigri félagsins í Madríd síðan 1997. Barcelona vann Real Madrid: Fyrsti sigurinn í sjö ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.