Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 1
● gaman að takast á við nýja hluti Gísli Vilhjálmsson: ▲ SÍÐA 30 Ósýnilegar tannréttingar ● einbeitir sér að chelsea Eiður Smári Guðjohnsen: ▲ SÍÐA 20 Fær frí gegn Lettum ● bíður spennt eftir gloriu karpinski Monika Abendroth: ▲ SÍÐA 24 Breytt lífsviðhorf FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í gær frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Lagt verður bann við því að fyrirtæki eigi bæði hlut í dagblaðaútgáfu og ljósvakamiðli ef lögin ná fram að ganga. Þá mega fyrirtæki með markaðsráð- andi stöðu í óskyldum rekstri ekki eiga í fjölmiðlafyrirtækjum. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði að fundinum loknum að lögin yrðu ekki afturvirk. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins fá fyrirtæki á markaði að minnsta kosti tvö ár til að laga rekstur sinn að nýjum lögum. „Fyrirtæki verða að laga sig að þeirri umgjörð sem þjóðþingið set- ur, við búum í lýðræðislegu þjóðfé- lagi,“ sagði Davíð. „Viðhorf ríkisstjórnarinnar að það gangi ekki upp fyrir lýðræðis- lega umræðu að eignarhald á fjöl- miðlum safnist á eina hendi,“ sagði Davíð þegar hann var spurður um rökin fyrir því að banna fyrirtækj- um að reka bæði dagblað og ljós- vakamiðil. Hann staðfesti að frumvarpið hafi breyst verulega frá fyrstu drögum. „Þetta er ekki það frumvarp sem ég lagði fram. Ég er afar sátt- ur við að frumvarp taki breyting- um þannig að um það sé sátt. Þá eru það breytingar til batnaðar,“ sagði Davíð. Eins og frumvarpið lítur nú út mun það aðeins hafa áhrif á rekst- ur eins fjölmiðlafyrirtækis, Norð- urljósa, sem eiga og reka Frétta- blaðið, DV, Stöð 2 og Bylgjuna. Þetta er mikil breyting frá vilja Davíðs sem fram kom í frum- varpsdrögum sem hann lagði fram í vikunni sem var. Þar var gert ráð fyrir að enginn sem ætti í öðrum rekstri en fjölmiðlun gæti átt í fjölmiðlafyrirtæki. Fram- sóknarmenn hafa því greinilega fengið í gegn nokkrar breytingar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að mjög góð sátt hafi náðst um frum- varpið á grundvelli skýrslu nefnd- ar um eignarhald á fjölmiðlum. „Ég tel að frumvarpið sé fylli- lega eðlilegt og það er mjög mikil- vægt að eyða þeirri óvissu sem hefur skapast vegna þessarar um- ræðu,“ sagði Halldór Ásgrímsson að loknum ríkisstjórnarfundi. sda@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR BLAÐAMANNAFÉLAGIÐ Aðalfund- ur Blaðamannafélags Íslands verður haldinn í dag í félagsheimili blaða- manna í Síðumúla 23. Hefst fundurinn kl. 20:00. Þar verður kosið í embætti á vegum félagsins. Núverandi formaður er Róbert Marshall. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG NOKKUÐ BJART en hætt við smá- skúrum víða um land, einkum síðdegis, síst þó við austurströndina. Sjá síðu 6. 26. apríl 2004 – 113. tölublað – 4. árgangur FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Davíð Oddsson sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að hann telji að frumvarpið um lög um eignarhald á fjölmiðlum sé mjög meðfæri- legt og sanngjarnt. Halldór Ásgrímsson sagði eftir ríkisstjórnarfund að mjög góð sátt væri um frumvarpið. Sjá síður 6 og 8. EIGNAUPPTAKA Stjórnarformaður Norðurljósa segir frumvarpið eignaupptöku og því alveg ljóst að fyrirtækið muni leita réttar síns í málinu. Sjá síðu 10 BÖRN FALLA Í ÍRAK Fjögur skólabörn létust af skotsárum í Bagdad í gær. Reuters-fréttastofan hefur það eftir vitnum að bandarískir hermenn hafi skotið á börn- in. Sjá síðu 2 LYFJAVERÐ Formaður Geðlæknafélags Íslands gagnrýnir viðmiðunarverðskrá lyfja. Sparnaður í heilbrigðiskerfinu kemur yfir- leitt verst niður á geðsjúkum. Sjá síðu 4 Ríkisstjórn samþykkti frumvarp á fjölmiðla Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Frumvarpið nær aðeins til Norðurljósa. Forsætisráðherra segir þetta ekki það frumvarp sem hann samdi. Anna Margrét Björnsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Heldur upp á Hnitbjörg ● hús ● fasteignir Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 VERÐLAUNAHÁTÍÐ Miklar líkur eru á því að evrópska MTV-tónlistarverð- launahátíðin verði haldin í Egilshöll í Grafarvogi árið 2006 samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hátíðin er á svipaðri stærðargráðu og Ósk- arsverðlaunin og er henni sjónvarp- að til um sjötíu landa. Búist er við um fimm þúsund gestum til lands- ins á vegum MTV vegna hátíðarinn- ar og er áætlað að hún muni hafa í för með sér viðskiptaaukningu upp á allt að tvo milljarða króna. Tónleikahaldarar, framleiðslu- fyrirtæki, auglýsingastofa og fleiri aðilar hafa unnið að undirbúningi verkefnisins hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins hafa æðstu yfirmenn MTV lýst yfir eindregnum áhuga á að halda hátíðina á Íslandi og er bú- ist við því að gengið verði frá samn- ingum á næstu mánuðum. Stefnt er að því að leigja skemmtiferðaskip til að hýsa hluta af þeim mikla fjölda tónlistar- manna, blaðamanna og annarra gesta sem væntanlegir eru hingað til lands vegna hátíðarinnar. Einnig verða fluttir inn um 200 bílaleigu- bílar, þar á meðal dýrar glæsikerr- ur fyrir stjörnurnar. Aðstandendur verkefnisins stefna að því að halda úti öflugri dagskrá með tónleikum og ýmsum uppákomum í tengslum við verð- launahátíðina. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R MTV-TÓNLISTARVERÐLAUNIN Koss poppsöngkvennanna Britney Spears og Madonnu á MTV-tónlistarverðlaunahá- tíðinni 2003 vakti mikla athygli. MTV-tónlistarverðlaunin á Íslandi 2006: Skemmiferðaskip og glæsi- kerrur fluttar til landsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.