Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 47
SUNNUDAGUR 6. júní 2004 ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON „Ég á fáa frídaga en á fullkomnum frídegi byrja ég á því að fara í sund. Síðan fer ég og planta trjám í landinu mínu og að því loknu leggst ég milli þúfna og sofna,“ Ég á fáa frídaga en á fullkomnumfrídegi byrja ég á því að fara í sund. Síðan fer ég og planta trjám í landinu mínu og að því loknu leggst ég milli þúfna og sofna,“ segir Ísólf- ur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknarflokksins, spurður um það hvernig hinn fullkomni frídagur sé í hans lífi. „Þegar ég vakna eftir blundinn á ég til að fara í bíltúr og hlusta á góða tónlist, gjarnan lög með Chicago sem er mín uppáhalds- hljómsveit. Ég á ekki marga svona frídaga en ég nýti þá til fullnustu svo sjaldan sem þeir koma,“ segir Ísólfur Gylfi. „En þetta á við um sumarið. Á vetrum nýti ég frídagana í lestur. Halldór Laxness er mikill uppáhaldshöfundur og Sjálfstætt fólk finnst mér besta bók hans,“ seg- ir Ísólfur Gylfi sem segist lesa of lít- ið af nútímaskáldskap. ■ Planta trjám á frídögum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.