Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 9
Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna til fyrirmyndar Samstarf stjórnarandstöðuflokk- anna í baráttunni gegn fjölmiðla- frumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrum- varpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á máls- meðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjöl- miðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu rík- isstjórnarinnar í máli þessu. For- sætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarand- stöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórn- málamenn mættu ekki láta and- stöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðis- flokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráð- herra í andstöðu hans við Norður- ljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðu- flokkanna til þess að treysta sam- starf þeirra í framtíðinni og auð- velda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökkl- ast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðla- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráð- herrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Fram- sókn stól forsætisráðherra 15. sept- ember nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Odds- son láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og vald- níðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalög- um ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að for- seti Íslands neitaði að staðfesta fjöl- miðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðla- frumvarpinu. ■ 9SUNNUDAGUR 20. júní 2004 Ameríkuvætt menntakerfi Það vantar meiri umræðu í þjóðfélaginu um menntun og leiðir til að bæta menntakerfið. Skólagjöld eru staðreynd sem virðist vera að festa sig í sessi á Ís- landi, síaukin umræða hefur verið að færast nær ameríska kerfinu með hin- um miklu skólagjöldum sem sliga fjöl- skyldur sem hafa barn á skólaaldri og vilja veita þeim sem besta menntun, ef sú hugmyndafræði nær fram að ganga munu eingöngu hinir best stæðu í sam- félaginu geta sent börn sín í bestu skól- ana en hinir sem ekki eiga möguleika á slíku verða að sætta sig við aðra skóla sem eru oft ekki jafnmiklum kostum gæddir. Skólagjöld mega aldrei verða að veruleika hér á landi, niðurlagning LÍN og önnur slík umræða er fásinna. Ólafur Ingi Guðmundsson á politik.is. Hitamál í Kópavogi Eftir fundinn í félagsheimilinu þar sem kynnt var skipulagið á fyrirhuguðu bryggjuhverfi, stendur eftir að mikill hiti var í nokkrum fundarmönnum og létu þeir mikið til sín taka. Ég verð að viður- kenna að það kom mér töluvert á óvart eftir að fundur sem haldinn var í félags- heimilinu 13. október á síðasta ári var mjög friðsamur og lítið um athuga- semdir. Þeir gagnrýndu fyrst og fremst að fjölmargir myndu missa útsýni og að umferð um vesturbæinn yrði mikil. Það er alveg ljóst að umferð mun aukast töluvert í vesturbænum og verður brugðist við því. Hitt er öllu verra að eiga við með útsýnið, því það er sama hver- su lítil byggðin yrði það missa alltaf ein- hverjir útsýni. Tíminn til að skila athuga- semdum um skipulagið rennur út núna á næstu dögum. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skila eigin athuga- semdum því þar kemur oft betur fram hverju fólk er að mótmæla en á ein- hverjum stöðluðum undirskriftalistum. Ómar Stefánsson á www.xb.is/omar/. Að sigra í ósigri Ég hef sagt það áður og endurtek það, að vonandi skila allir auðu sem eru ó- ánægðir með forsetann og sætta sig ekki við Baldur og Ástþór sem fram- bjóðendur. Það yrði t.d. saga til næsta bæjar ef kjörsókn yrði í kringum 60% og 30% þeirra skiluðu auðu. Forsetinn hef- ur komið þeirri umræðu af stað að gera eigi embættið pólitískara og að hann verði virkari í þjóðmálaumræðunni. Hann greindi frá því þegar hann til- kynnti framboð sitt um miðjan mars að hann myndi „taka virkari þátt í umræð- um um þjóðfélagsmál“ yrði hann end- urkjörinn. Hann hefur hins vegar verið í þagnarbindindi eftir að hann synjaði fjölmiðlalögunum – og kemst upp með það. Hann er mjög virkur í þögninni. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, skrifar á www.heimur.is og veltir upp leið til að láta forseta tapa þótt hann vinni, rétt eins og forsætis- ráðherra vinnur, þótt hann tapi. Ætli verði vatn með matnum? Um helgina munu Eyjamenn grilla víða en það er ekki aðeins á Heimaey sem grillað verður því ÁTVR mun standa fyrir Jónsmessugrilli á laugardaginn. Frétt um fyrirhugað Jónsmessugrill ÁTVR í Vestmannaeyjum á www.eyjafrettir.is. AF NETINU BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM STJÓRNMÁL. Rétta útimálningin getur sparað þér tugi þúsunda króna Steinakrýl - mjög góð viðloðun, gott rakagegnstreymi og mikið veðrunarþol Kópal Steintex - frábært á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols Steinvari 2000 - besta mögulega vörn fyrir húsið - yfirburðamálning fyrir íslenskar aðstæður - verndar steypuna fyrir slagregni - flagnar ekki og hefur frábært veðrunarþol Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á steinsteypu og áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði hér innanlands. Á rannsóknarstofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað málningu frá okkur sérstöðu. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Byko Reyðarfirði • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík. UMRÆÐUR Á ALÞINGI Greinarhöfundur segir samstarf stjórnar- andstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjöl- miðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar hafa verið til mikillar fyrirmyndar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.