Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 26
18 20. júní 2004 SUNNUDAGUR „Ég hef lengi haft áhuga á íslensk- um þjóðmálum og hef fylgst vel með þeim sem og þjóðmálunum í Bretlandi,“ segir Baldur Ágústs- son forsetaframbjóðandi spurður því hann hafi ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta. Baldur segir að það hryggi sig að sjá hve virðingin fyrir forsetaembættinu hafi dalað. „Mér finnst virðingin hafa dalað undanfarin ár vegna þess að deilur forsetans og stjórn- málamanna hafa komið upp á yfir- borðið. Við erum að sjá hnútuköst á milli þessara manna sem við sáum aldrei hjá fyrri forsetum. Yfirbragð forsetaembættisins er orðið þannig að fólk ber minni virðingu fyrir því. Í fyrsta skipti í tíð núverandi forseta þykir orðið við hæfi að gera grín að honum. Hann birtist í Spaugstofunni og skrípateikningum. Ég vil sjá emb- ættið ópólitískt og afturhvarf til þeirra tíma þegar frú Vigdís og Kristján Eldjárn gegndu embætt- inu. Þá var forsetinn maður allrar þjóðarinnar og tilheyrði ekki póli- tískum flokki,“ segir Baldur. Mörgum finnst það til marks um breytta tíma að farið sé að gera grín að forsetanum og líta svo á að hann sé ekki yfir gagn- rýni hafinn. Baldur hefur hins vegar aðra skoðun. „Mér þætti viðeigandi ef forsetanum væri haldið utan við þetta grín. Að við hefðum einn fastan punkt í tilveru okkar sem við getum litið til með virðingu og fíflumst ekki með. Maður sem talar yfirvegað, leyfir Alþingi að sinna sínum störfum í friði og er ekki í þessu dægur- þrasi. Forsetinn getur hins vegar lagt fólki lið í mannúðarmálum.“ Missti móður sína ungur Baldur er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á ættir sínar að rekja til Borgarfjarðar og austur í Skaftafell. Faðir hans hét Ágúst Sigurðsson. Hann var skólastjóri og stofnaði Námsflokka Reykja- víkur. „Faðir minn var brautryðj- andi í fullorðinsfræðslu og það var honum heilagt mál að allir mættu mennta sig þó þeir væru orðnir fullorðnir og hefðu misst af því þegar þeir voru unglingar. Ég á margar góðar minningar um hann. Hann kenndi mér meðal annars að standa við orð mín, sitja hest, tjalda, tefla og fleira,“ segir Baldur þegar hann rifjar upp æskuárin. Móðir hans hét Magga Alda Ei- ríksdóttir en hún dó þegar hann var þriggja ára. „Ég á því miður engar minningar um hana. Hún var dóttir Eiríks Einarssonar og Sigrúnar konu hans í Réttarholti sem Réttarholtsvegur er nefndur eftir. Það er búið að rífa húsið sem þau bjuggu í en þar ráku þau heil- mikið hæsnabú. Þau hjónin áttu fimmtán dætur en engan son.“ Baldur ólst að mestu leyti upp í Hlíðunum í Reykjavík. Hann lærði til loftskeytamanns og starfaði sem slíkur á skipum í nokkra mánuði. Síðar hóf hann störf hjá Flugamálastjórn og vann þar í ein tuttugu ár og meðfram starfinu stofnaði hann öryggis- þjónustuna Vara sem hann rak í aldarfjórðung. Með viðskiptin í blóðinu Árið 1995 seldi Baldur Vara og fór til Bretlands þar sem hann hefur verið með annan fótinn og stundar fasteignaviðskipti, þó ekki í fullu starfi. Þar kynntist hann konu sinni Jean Plummer. „Þegar ég fór til Bretlands og kynntist þessari góðu konu, hélt ég að ég væri sestur í helgan stein. Einkadóttir mín var í London, ég var búinn að selja fyr- irtækið hér heima og sá fyrir mér að ég myndi rölta á ströndinni og sitja við arininn það sem eftir var. Ég fann hins vegar að það var eitt- hvað eftir af viðskiptamanninum í blóðinu. Ég tók eftir stöku hús- eignum sem mætti lappa uppá eða breyta í tvær íbúðir í stað einnar. Ég hef gert örlítið af þessu en þetta eru fáar eignir og ég hef haft gaman af og gengið vel pen- ingalega séð,“ segir Baldur sem býr skammt utan við bæinn Dover á suðausturhorni Englands. „Á góðviðrisdögum get ég séð yfir til Frakklands. Mér er sagt að með sterkum sjónauka geti maður séð hvað klukkan er á ráðhúsinu hinu megin við sundin. Hún er alltaf klukkutíma á undan.“ Forsetinn á ekki að blanda sér í dægurþras Baldur segist hvorki hafa tekið þátt í pólitísku starfi né verið flokksbundinn og vill ekki svara því hvort hann sé ánægður með ríkisstjórnina. „Ég held að forseti eigi ekki að blanda sér í dægur- þras og það á líka ágætlega við forsetaefni,“ segir Baldur sem hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig forsetinn eigi að bera sig að. „Forsetinn á að vera samein- ingartákn hvernig sem allt veltur í stjórnmálunum. Hann á að vera fulltrúi þjóðarinnar út á við, rækta tengsl við vinaþjóðir, taka á móti þeim af íslenskri gestrisni og hann á að vera meðal þjóðarinnar. Góður forseti heyrir hjartslátt þjóðar sinnar og vinnur með henni en kannski sem mest í kyrr- þey,“ segir Baldur og vill að emb- ættið sé rekið innan fjárlagara- mmans. „Hluti af því að öðlast virðingu er að hafa unnið sér hana inn. Ég þurfti að reka mitt einka- fyrirtæki, standa á eigin fótum og láta enda ná saman. Ég gerði það í Baldur Ágústsson hefur boðið sig fram til forseta Íslands. Hann vill hefja embættið til virðingar á ný og halda í málskotsréttinn. Hann hefði skrifað undir fjölmiðlalögin en líklega látið þjóðina kjósa um inngönguna í Atlantshafsbandalagið. Forseti getur vakið athygli á málum en ákvörðunarvaldið er ekki hjá honum. Ég vil draga línu þarna á milli og ætla ekki að reyna að skipa Alþingi fyrir. En ég get kallað saman menn sem bera mál þessa fólks fyrir brjósti, rætt við þá um áhyggjur þeirra, áhuga og áhugamál. Svo get ég komið þeim málum á framfæri við ríkisstjórn. ,, Góður forseti heyrir hjartslátt þjóðarinnar Fæddur: Í Reykjavík árið 1944. Nám: Eftir landspróf lærði hann til loftskeyta- manns í Loftskeytaskólanum og síðar flugumferðarstjórn hjá Flugmálastjórn Íslands. Að auki nam hann öryggis- fræði. Starfsferill: Hann hóf starfsferil sinn sem loftskeyta- maður á skipum en gerðist síðar flug- umferðarstjóri. Seinna stofnaði hann og starfrækti öryggisþjónustuna Vara. Síð- ustu ár hefur hann stundað fasteigna- viðskipti í Bretlandi. Maki: Jean Plummer, frá Englandi, fædd 1952. Hún lærði mannauðsstjórnun og vann við slíkt innan breska heilbrigðis- kerfisins. Síðari ár hefur hún lært sál- fræði og lagt stund á listmálun og skriftir. Ólafur Ragnar vill: - endurvekja virðinguna fyrir embætti forseta Íslands og vera sameiningar- tákn þjóðarinnar allrar. - styðja við markaðssókn Íslendinga er- lendis og efla vináttutengsl við erlend- ar þjóðir. - vekja athygli á skuldasöfnun ungs fólks og styðja við baráttuna gegn fíkniefnum og glæpum. Forsetakosningar 2004 Baldur Ágústsson í hnotskurn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.