Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 65 stk. Keypt & selt 21 stk. Þjónusta 20 stk. Heilsa 4 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 15 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 15 stk. Atvinna 13 stk. Tilkynningar 1 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Hvernig verður maður auglýsingateiknari? BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 20 júní, 172. dagur ársins 2004. Reykjavík 2.54 13.29 00.04 Akureyri 1.26 13.14 01.03 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Sem átján ára unglingur var dálítið hallærislegt að segj- ast vilja verða prestur,“ hlær Lena Rós Matthíasdóttir, en hún var sett inn í embætti prests við Grafarvogskirkju ekki alls fyrir löngu. „Ég varð snemma trú- hneigð og þegar ég fermdist fann ég fyrir sterkri trúar- þörf. Eflaust er þetta mér mjög eðlislægt því ég hef alltaf séð guð í öllu. Þegar ég var barn og sá fallegt tré hugsaði ég um hvað guð væri góður. Í menntaskóla las ég mikið í biblíunni og langaði til að verða prestur en það var erfitt að viðurkenna það fyrir samfélaginu. Ég reyndi fyrir mér á hinum ýmsu brautum í skólanum og var mjög leit- andi. Ég var mikið í keppnis- íþróttum og lengst af ætlaði ég mér að verða íþróttakenn- ari. Á endanum lét ég undan sjálfri mér, skellti mér í guð- fræðideild Háskóla Íslands og fann um leið að það var það sem ég vildi.“ Hún þurfti þó ekki að gefa íþróttirnar upp á bátinn og hefur starfað aukalega sem íþróttaleiðbeinandi. Í dag kennir hún sundleikfimi og hefur m.a. tekið að sér kennslu á Grafarvogsdegin- um. Lena Rós ólst upp í Ólafs- firði með annan fótinn innan kirkjunnar. Móðir hennar var mjög virk í barnastarfi kirkjunnar og faðir hennar í unglingastarfi. „Þar var líka mjög öflugt æskulýðsstarf og uppeldi mitt hefur líklega gert mig meðtækilegri fyrir trúnni.“ Nú er Lena sjálf að ala upp börnin sín þrjú og í kirkjunni sinnir hún m.a. æskulýðsstarfi. Hún er ekki í vafa um hvað er ánægjuleg- ast í starfinu sem prestur. „Ég get leyft mér að segja fólki frá guði og Jesú og þess- um gleðiboðskap. Hjálpað fólki að opna augun. Á meðan ég var í námi vann ég sem tómstundafulltrúi í Vogum og var í fyrsta sinn á ævi minni utan kirkjunnar. Ég gat auð- vitað ekki predikað og talað blátt áfram um guð í slíku starfi. Nú fæ ég svalað þess- ari þörf fyrir að boða guð og get notað tækifærið þar sem fólk er. Hér í Grafarvogs- kirkju er alveg ótrúlega gott að vera og frábær starfsandi. Mér þykir mjög sérstakt að koma ný inn á svona stofnun þar sem fólkið algjörlega ber mann á örmum sér. Ég þarf að keyra langa leið til að komast í vinnuna á morgnana en ég brosi bara alla leið, það er svo gott að koma í vinnuna.“ Lena hyggst nú flytja frá Suður- nesjum og setjast að nær starfsumhverfi sínu í Grafar- voginum ásamt fjölskyldunni. thora@frettabladid.is Starfið mitt: Góður andi í Grafarvogskirkju atvinna@frettabladid.is Atvinnuleysi Samkvæmt Vinnu- málastofnun voru í marsmánuði síðastliðnum skráðir 114.789 at- vinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 4.991 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Hjá körlum var atvinnuleysið mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,4% og á Suðurnesjum 3,2%. Hjá konum var það mest á Suð- urnesjum, 5,2%. Auglýst störf Talið er að ein- ungis um 35% starfa séu auglýst opinberlega, þ.e. í dagblöðum og tímaritum, en 65% starfa séu ekki auglýst. Það er því atvinnu- leitandans að vera duglegur að finna þessi störf. Ólöglegar uppsagnir Óheimilt er að segja manni upp störfum eingöngu vegna fjölskylduábyrgð- ar sem hann ber. Með fjölskyldu- ábyrgð er átt við skyldur starfs- manns gangvart börnum, maka eða nánum skyldmennum sem búa á heimili hans og greinilega þarfnast umönnunar hans eða forsjár, s.s. vegna veikinda eða fötlunar. Atvinnusköpun Atvinnu- þróunarsjóður Suðurlands veitti samtals 4,2 miljónir króna í styrki til atvinnusköpunar á starfssvæði sínu í maílok. Alls bárust 30 umsóknir um styrki að upphæð samtals 31 milljón króna. Að þessu sinni varð 21 umsækjandi fyrir valinu. Verðlaun Starfsmenntaverð- launin 2004 verða afhent í sept- ember næstkomandi en þau eru veitt þeim aðilum sem vinna framúrskarandi starf í starfs- menntun. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; fyrirtæki og fé- lagasamtök, skólar og fræðsluað- ilar, og opinn flokkur fyrir einstak- linga, einstök verkefni og frum- kvöðlastarf. Tilnefningar eru send- ar á sérstökum eyðublöðum fyrir 17. ágúst. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Menntar eða á mennt.is. Lena Rós segir samstarfsfólkið í Grafar- vogskirkju hafa tekið sér opnum örmum. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU Fisflugvél til sölu. Kolb. Firestar II, smíð- uð 1997. Uppl. í síma 699 1180 eða tölvupósti johann-g@talnet.is Ókeypis beita! Fyrir viðskiptavini Veiði- portsins. Makríll síld og fl. Allir maðkar á 25 kr. stk. í allt sumar. VEIÐIPORTIÐ, Grandagarði 3. Sími 898 3946. Ford Ranger ‘91 4l V6, er á 35” en 38” á felgum fylgir. Loftlæstur að framan og aftan, aukatankur, GPS, CP, CD. Allt nýtt í gírkassa. Tilboð óskast. Ath. öll skipti. S. 861 6749. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.