Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 30
ÍÞRÓTTIR Þeir Tiger Woods og Michael Schumacher voru lang- tekjuhæstu íþróttamennirnir á árinu 2003, samkvæmt nýút- gefnum lista Forbes. Voru þeir með tæpa sex milljarða í árstekjur, næstum tvisvar sinnum meira en næsti maður á listanum. Athygli vekur að Michael Jordan er í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera löngu hættur að stunda körfuknattleik, en gríðarlegar auglýsingatekjur koma honum þetta ofarlega á listann. David Beckham, sem er langtekjuhæsti knattspyrnumaður í heimi, nær ekki nema 8. sæti með tvo milljarða króna í tekjur. Listinn sýnir einnig hvar mestu peningana er að fá því alls á NBA- deildin í körfuknattleik fjóra full- trúa á topp 10 listanum. Aðrar íþróttagreinar ná ekki nema einum fulltrúa hver. ■ 22 20. júní 2004 SUNNUDAGUR Frábær fyrri dagur FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Íslenska lands- liðið í frjálsum íþróttum náði frábærum árangri á fyrri degi Evrópubikarmótsins sem fer fram á Laugardalsvellinum um helgina. Silja Úlfarsdóttir, Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir sigruðu öll í sínum greinum og fjölmörg persónuleg met íslensku keppendanna féllu. Silja hljóp 400 metra grindahlaup á 59,24 sekúndum í töluverðum mótvindi, en Þórey Edda var sú eina sem náði að fara yfir 4,20 metra í stangarstökkinu. Eftir það lét Þórey hækka ránna í 4,42 metra en felldi hún þá hæð í þrígang. Jón Arnar sigraði í langstökki með góðu stökki upp á 7,70 metra. Af árangri annarra einstakra keppenda bar hæst frábær tími Sunnu Gestsdóttur í 100 m hlaupi kvenna þar hún hljóp á 11,75 sekúndum, sem er undir gildandi Íslandsmeti, en því miður var með- vindur yfir leyfilegum mörkum og fæst metið því ekki staðfest. Bergur Ingi Pétursson kastaði 61,36 metra í sleggjukasti og bætti sinn persónulega árangur um tæpa þrjá metra. Með kastinu tryggði Bergur sér þátttökurétt á HM 19 ára og yngri. Guðmundur Karlsson land- sliðsþjálfari segir árangur íslens- ka liðsins fara fram úr sínum björ- tustu vonum, sérstaklega þegar horft til þess að marga lykilmenn vantar í hópinn vegna meiðsla. „Þetta var glimrandi dagur og fólk að standa sig alveg frábærlega. Við erum að fá mun fleiri stig en ég gerði ráð fyrir, og þá sérstak- lega karlarnir. Ég er mjög sáttur,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær. Karlalandsliðið er í fimmta sæti af átta liðum eftir þennan fyrri dag og hefur hlotið 43 stig. Þetta er mun betri árangur en á síðasta ári, þegar liðið var í sjöunda sæti eftir fyrri daginn. Konurnar standa í stað; eru í 6. sæti með 40 stig. Guðmundur segir Þóreyju Eddu líta gríðarlega vel út þessa dagana og voru tilraunir hennar við 4,42 metra mjög góðar. „Ég held að það megi segja að hún hafi aldrei verið í betra formi,“ segir Guðmundur og er það góðs viti fyrir Ólym- píuleikana í Aþenu sem haldnir verða í ágúst. Keppnin heldur áfram á Laugar- dalsvellinum í dag og þá munu Jón Arnar Magnússon og Einar Karl Hjartarsson verða í eldlínunni á meðal fjölda annarra, en mótið er það sterkasta sem nokkurn tíma hefur verið haldið á Íslandi. ■ Á LEIÐ TIL CHELSA? Steven Gerrard fagnar marki sínu gegn Sviss. Benitez ræðir við Gerrard EM Í PORTÚGAL Rafael Benitez, nýráðinn knattspyrnustjóri Liver- pool, flaug í gær til Portúgals þar sem hann ætlar að hitta Steven Gerrard, miðjumann liðsins, og reyna að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool. Gerrard er búinn að fá sig full- saddan af slökum árangri Liver- pool síðustu ár og hefur kappinn verið ítrekað orðaður við Chelsea, sem er sagt vera reiðubúið til að punga út allt að fimm milljörðum fyrir leikmanninn. Benitez er sagður ætla að byggja lið Liverpool í kringum Gerrard og vill alls ekki missa hann. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins, segist munu taka Gerrard fagnan- di, kæmi hann til Chelsea. „Hann er stórkostlegur leikmaður og ég held að við náum mjög vel saman. Hann myndi styrkja hóp Chelsea til mikilla muna,“ sagði Lampard í gær. ■ Sven-Göran Eriksson: Rooney sá allra besti EM Í FÓTBOLTA Sven-Göran Eriks- son, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Wayne Rooney sé besti og hæfi- leikaríkasti ungi leikmaður sem hann hafi nokkurn tíma þjálfað. Það hefur sennilega ekki vafist fyrir mörgum að Rooney er helsta stjarna EM það sem af er, og segir Eriksson það ekki koma sér á óvart. „Það að hann skuli vera að spila eins og hann gerir er ótrú- legt, 18 ára gamall skorandi mörk á lokakeppni EM. Það er ekkert skrítið að hann skuli vekja at- hygli,“ segir Eriksson. „Ég hef haft marga unglinga undir mínum verndarvæng í geg- num tíðina; Rui Costa, Roberto Baggio, Paulo Sousa og fleiri, en mér finnst Rooney slá þeim öllum við. Hann er mjög sérstakur. Hann er ótrúlegt efni,“ segir Eriksson og sparar ekki hrós- yrðin. „Ég held að hann eigi eftir að verða mun betri. Hann er ekki nema 18 ára og getur bætt sig á mörgum sviðum.“ Eriksson segir auk þess að Rooney sé mun fyrirferðaminni en margir vilja halda og sé algjör- lega með fæturna á jörðinni. „Hann gerir bara það sem honum er sagt að gera. Það er eins og hann sé að leika sér í fótbolta í skólanum og segir öðrum að gefa á sig.“ ■ EM Í PORTÚGAL ÞEIR 10 TEKJUHÆSTU* 1. Tiger Woods, golf 5,8 2. Michael Schumacher, formúla 5,7 3. Payton Manning, amerískur fótbolti 3,0 4. Michael Jordan, körfubolti 2,5 5. Shaquille O´Neal, körfubolti 2,3 6. Kevin Garnett, körfubolti 2,15 7. Andre Agassi, tennis 2,1 8. David Beckham, knattspyrna 2,0 9. Alex Rodrigues, hafnabolti 1,85 10. Kobe Bryant, körfubolti 1,8 * Tekjurnar eru reiknaðar í milljörðum íslenskra króna ALDREI VERIÐ BETRI Þórey Edda Elísdóttir sést hér vippa sér hátt yfir 4,20 metra í Laugardalnum í gær. Þórey Edda er í feiknaformi þessa dagana og er að toppa á hárréttum tíma fyrir Ólympíuleikana. AÐALMAÐURINN Wayne Rooney hefur verið einn af örfáum ljósum punktum enska landsliðsins á EM. ÁGÆTIS DAGPENINGAR Tiger Woods var tekjuhæsti íþróttamaður heims í fyrra með litla 5,8 milljarða í heild- artekjur. Tekjuhæstu íþróttamenn heims: Woods og Shumacher með mikla yfirburði Þorlákur Árnason er bjartsýnn fyrir leik Fylkis gegn Gent í Intertoto-keppninni: Förum í leikinn til að sigra FÓTBOLTI Fylkismenn mæta Bel- gíska liðinu Gent í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í knatt- spyrnu í kvöld ytra. Að sögn Þorláks Árnasonar, þjálfara liðsins, fóru allir leikmenn liðsins með til Belgíu, að undanskildum Þorbirni Atla Sveinssyni sem á við meiðsli að stríða. „Það er síðan spurning með Björgólf Takefusa. Hann getur ekki spilað heilan leik en vonandi getum við notað hann eitthvað,“ sagði Þorlákur í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Það er fín stemning í liðinu og ég tel okkur eiga þokkalega góða möguleika í þes- sum leik. Við förum í hann til að sigra en til þess að það gerist þur- fum við að spila betur en við höfum verið að gera í deildinni. Það er líka mikilvægt að skora á útivelli og við stefnum á það,“ segir Þorlákur. Búist er við að á milli 4-5.000 manns mæti á leikinn, en Gent hafnaði í 9. sæti belgísku deild- arinnar á síðustu leiktíð. ■ AÐ DUGA EÐA DREPAST Fylkismenn hafa átt góðu láni að fagna það sem af er sumars en þurfa á toppleik að halda til að ná góðum úrslitum í Belgíu. ÚRSLITIN Í GÆR Þór Ak. – Stjarnan 2–0 Valur – Þróttur 2–1 Fjölnir – Breiðablik 1–2 HK – Völsungur 2–1 STAÐAN Valur 6 5 1 0 12–4 16 HK 6 4 1 1 6–6 13 Breiðablik 6 4 0 2 10–9 12 Njarðvík 5 3 0 2 8–4 9 Þór 6 2 3 1 7–4 9 Þróttur 6 2 2 2 8–9 8 Haukar 5 1 1 3 6–7 4 Völsungur 6 1 1 4 8–10 4 Stjarnan 6 1 1 4 8–17 4 Fjölnir 6 1 0 5 9–15 3 NÆSTU LEIKIR Haukar – Njarðvík sun 20. júní kl. 20 Völsungur – Haukar lau. 26. júní kl. 14 Stjarnan – Fjölnir lau. 26. júní kl. 14 Njarðvík – Þór lau. 26. júní kl. 16 Breiðablik – Valur lau. 26. júní kl. 16 Þróttur – HK lau. 26. júní kl. 16 ■ 1. DEILD KARLA Allt í upplausn hjá Lakers: Jackson hættur og Shaq vill fara KÖRFUBOLTI Phil Jackson hefur sagt upp störfum sem þjálfari LA Lakers í NBA-deildinni. Kemur afsögn Jacksons í kjölfarið á háðulegri útreið Lakers í nýaf- stöðnu úrsli- taeinvígi gegn Detroit þar sem liðið tapaði 4–1. Þá á Shaquille O´Neal, helsta stjarna liðsins undanfarin ár, að hafa farið fram á sölu hjá félaginu þar sem hann telur Lakers vera að stefna í ranga átt. Þó er talið víst að Lakers láti O´Neal ekki ganga út svo auðveldlega heldur reyni að sannfæra hann um að vera um kyrrt. Þá eru Kobe Bryant og Karl Malone orðnir samningslausir og óvíst hvað þeir vilji gera, en sögusagnir eru um að Jackson hafi verið látinn fara að ósk Bryants, en þeim var aldrei neitt sérlega vel til vina. Með nýjan þjálfara vilji Bryant hugsanlega vera áfram hjá félaginu. ■ PHIL JACKSON Ætlar að taka sér pásu frá þjálfun í ein- hvern tíma. Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum náði frábærum árangri á fyrri degi Evrópubikarmótsins í Laugardal. Fjölmörg persónuleg met féllu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.