Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 18
Til að koma þér í mjúkinn hjá yfirmönnunum er mikilvægt að standa sig vel í vinnunni. Ekki koma of seint, gerðu það sem þú segist ætla að gera, hafðu skipulagið í lagi og gerðu þitt besta. [ HVERNIG VERÐUR MAÐUR ... ] Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Hún hef- ur starfað sem skála- og landvörður víðs vegar um landið í um tíu ár og má þar nefna Landmannalaugar, Herðubreiðar- lindir og Öskju. Þetta er þriðja sumar Þórunnar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hefur hún starfað þar sem landvörð- ur frá stofnun hans og líkar vel. „Störf landvarða eru margvísleg og geta verið ólík frá einu svæði til annars, allt eftir aðstæðum og náttúrufari. Almennt eiga landverðir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og náttúruvernd. Ég hef starfað bæði hér og á hálendinu og finnst bæði mjög skemmtilegt og gef- andi. Mér finnst bæði fróðlegt og lær- dómsríkt að taka þátt í þeirri þróunar- vinnu sem á sér stað hér í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur og felst starfið okkar að miklu leyti í uppbyggingu hans eins og að fræða fólk um svæðið, skipu- leggja göngustíga, ýmiss konar viðhald og að laga gönguleiðir. Það getur því berið breytilegt frá degi til dags. Með fræðslu og góðu aðgengi er fólki auð- velduð umgengni um náttúru landsins. Þann 19. júní hefst svo hefðbundin dag- skrá þjóðgarðsins. Þá verður ýmis fræðsla í boði fyrir gesti, gönguferðir verða fimm sinnum í viku og barna- stundir tvisvar í viku,“ segir Þórunn. Þórunn segir ferðamannastrauminn á svæðið hafa aukist verulega eftir stofn- un þjóðgarðsins. „Hér er ægifögur nátt- úra og margt að skoða. Það á að fara að opna gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og þar munu landverðir vera til staðar og veita upplýsingar,“ segir hún. Á vet- urna hefur Þórunn verið að læra ferða- málafræði við Háskólann á Hólum. halldora@frettabladid.is Kennarar- Íþróttakennarar Laus er til umsóknar kennarastaða og íþróttakennarastaða við Kirkjubæjarskóla á Síðu og staða æskulýðs- og íþróttafulltrúa Skaftárhrepps. Um er að ræða um 100 % starf við almenna kennslu, aðallega á unglingastigi, og 80 % starf við íþróttakennslu. Staða íþróttakennara fer vel með starfi æskulýðs- og íþróttafulltrúa Skaftárhrepps sem er áætlað um 20 - 30 % starf. Kirkjubæjarskóli er grunnskóli á Kirkjubæjar- klaustri með um 70 nemendur. Við skólann er nýtt og glæsilegt íþróttahús. Aðbúnaður nem- enda og starfsfólks er góður. Við skólann er m.a. vel búið tölvuver, sérlega vel búið bóka- safn, gott mötuneyti og þar er starfræktur tón- listarskóli. Við skólann starfar metnaðarfullur og samhentur hópur kennara, nemenda og starfsfólks. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s. heilsugæslustöð og leikskóla. Upplýsingar veitir Stella Á. Kristjánsdóttir, skólastjóri í síma 865-7440. Fyrirspurnir má senda á netfang skólans kbskoli@ismennt.is Flutningsstyrkur og húsaleigufríðindi eru í boði. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 1. JÚLÍ. Landvarðarstarfið: Fjölbreytt og skemmtilegt starf Þórunn Sigþórsdóttir, landvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. ATVINNA Hvað gerðu þær áður en þær urðu frægar? Leikkonan Calista Flockhart úr þáttunum Ally McBeal var leikfimi- kennari. Leikkonan Lucy Liu var ritari. Vinalega leikkonan Courtney Cox var að- stoðarkona á skrifstofu. Britney Spears var fyrst uppgötv- uð á matsölustað ömmu sinnar. Töffarinn og leik- konan Uma Thur- man vann við að vaska upp. Leikkonan Sandra Bull- ock vann sem barþjónn. Hin síhressa leikkona Whoopi Gold- berg var lík- snyrtir. Hin giftinga- óða söngkona Jennifer Lopez var íhlaupa- dansari. ... auglýsingateiknari? Í dag starfa um 120 manns sem grafískir hönnuðir á Íslandi. Starfið felst í að sjá um auglýsingagerð, hönnun umbúða, plakata, bæklinga, tímarita, dagblaða, bókakápa, vefsíðna og að búa til efni í leiknar auglýsingar í sjónvarpi. Flestir vinna á auglýsingastofum en einnig eru margir í föstu starfi við auglýsingagerð stórfyrirtækja. Til að verða auglýsingateiknari sækir maður nám í grafískri hönnun sem fer fram í Listaháskóla Íslands eða sambæri- legum skólum erlendis. Nám í grafískri hönnun er nám í framsetningu á upplýs- ingum á myndrænan hátt fyrir fjölmiðla- greinar. Umsækjendur verða að velja á milli þess hvort þeir leggja áherslu á prent eða skjámiðla. Eftir BA-gráðu er greið leið út á vinnumarkaðinn, en einnig eru víðtækir möguleikar á að auka þekk- ingu og sérhæfingu með framhaldsnámi á háskólastigi, t.d. í hreyfimyndagerð, stjórnun hönnunarverkefna eða bóka- hönnun. Námið tekur þrjú ár og skóla- gjöld fyrir skólaárið 2004-2005 eru 165.000 krónur. Rétt til að sækja um nám hafa þeir sem lokið hafa stúdentsprófi, sambærilegu námi eða námi af listnámsbrautum framhaldsskólanna. Þeir sem sækja um eftir að hafa lokið námi af listnámsbraut- um verða að auki að hafa lokið sex ein- ingum í íslensku og 12 einingum í er- lendum tungumálum eða samtals 123 einingum. Umsækjendur þurfa að vera hæfileikamiklir og hugmyndaríkir. Þeir sem ekki uppfylla þessar kröfur koma þá aðeins til greina, að þeir geti sýnt fram á einstaka, óvenjulega hæfileika á því sviði sem þeir sækja um og hafi að baki ann- að nám eða störf sem að mati viðkom- andi deildar getur talist jafngildi þess náms sem á vantar. Vinna í auglýsingageiranum er afar næm á breytingar í þjóðfélaginu. Þegar góðæri er ríkur starfsmannafjöldi auglýsingastof- anna upp, en um leið og samdráttar er vart fækkar starfsfólkinu. Fjöldi auglýs- ingastofa hefur farið minnkandi með ár- unum og æ fleiri grafískir hönnuðir hafa ráðið sig til stærri fyrirtækja í auglýsinga- gerð. Þá er talsvert um einyrkja í faginu. Vinna á auglýsingastofum er oftast nær dagvinna. Byrjunarlaun eru frá 250 þús- undum en auglýsingateiknarar með víð- tæka þekkingu og reynslu fá allt upp í 600 þúsund í mánaðarlaun. Stéttarfélag grafískra hönnuða er Félag grafískra teiknara sem er sameinað Félagi bóka- gerðarmanna. ■ SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.