Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 14
Kaup KB banka á danska bankan- um FIH fyrir 84 milljarða króna verða að teljast til stórtíðinda í ís- lensku viðskiptalífi. Með kaupun- um gleypti KB banki vel rekinn banka sem er stærri en þeir sjálf- ir. Miðað við sögu Kaupþings ættu kaupin ekki að koma á óvart. Undanfarin ár hafa Sigurð- ur Einarsson, stjórnarformaður KB banka og Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri gert það að leiðarljósi sínu að tvöfalda bank- ann árvisst. Margir hafa velt vöngum yfir því hversu lengi þeim tækist að halda þessum dampi. Sigurður Einarsson hefur ávallt bent á það að þótt KB banki sé stór banki á íslenskan mælikvarða, þá sé hann næsta smár í því al- þjóðlega samhengi sem bankinn setur sig í. Sigurður hefur aldrei verið feiminn við að viðurkenna að bankinn taki áhættu. „Þeir sem ekki vilja taka áhættu, ættu að snúa sér að einhverju öðru en viðskiptum,“ hefur hann ítrekað sagt. Það eru einfaldlega ekki allar ferðir til fjár, en ef horft er yfir feril KB banka manna síð- ustu árin verður ekki hjá því komist að viðurkenna að árang- urinn er glæsilegur. Margir um hituna Allir vildu Lilju kveðið hafa sögðu menn um Lilju munksins Eysteins Ásgrímssonar. Liljan í þessu tilviki var danski bankinn. Allir íslensku bankarnir vildu kaupa danska bankann og von- biðlarnir voru fleiri. Nordea og SEB bankinn, auk fleiri nor- rænna banka báru víurnar í FIH. Íslandsbanki féll út á fyrstu stigum viðskiptanna og eru menn hugsi yfir því. Bent hefur verið á að bankinn hafi ekki nægjanlega sterkan eigendahóp, en meðal eigendanna er það ekki talin líkleg skýring. Bjarni Ár- mannsson, forstjóri vann að mál- inu, en ekki var settur hópur í málið. Sennilegast er þó að verk- efnið hafi verið of stórt fyrir bankann til þess að hann réði við það með góðu móti. Landsbankinn þurfti að snúa við öllum vösum og leita að krónum í sokkum og skóm til þess að eiga fræðilegan mögu- leika á kaupum. Landsbankinn hafði tryggt sér fjármögnun, með aðkomu Straums og Burða- ráss. Auk þess var bankinn bú- inn að tryggja sér tíu milljarða lán í Íslandsbanka og nokkra milljarða í KB banka. Snurða hljóp á þráðinn hjá KB banka þegar ljóst var að báðir voru að keppa að sama marki. Það mun þó ekki hafa ráðið neinu um nið- urstöðuna. Mat meðal ráðandi afla í Landsbankanum er að ein- faldlega hafi verið lagt of seint af stað í verkefnið. KB banki hafi unnið heimavinnuna sína betur. Þar við bætist að innan KB banka er orðin til veruleg reynsla af alþjóðlegum verkefn- um. Reynsla sem skiptir miklu þegar menn spila á stórmótum. Óþolinmæði í Landsbankanum Innan Landsbankans telja menn of hægt ganga í útrás bankans. Reikna má með að veruleg pressa verði sett á stjórnendur bankans að skila vexti með útrás á næstunni. Er- lend fjárfestingarverkefni hafa einnig skilað KB banka við- skiptatengslum við stóra banka svo sem Deutsche Bank og Royal Bank of Scotland. Árang- ursrík samvinna við þessa banka er mikill styrkur fyrir KB banka. Innan Íslandsbanka eru menn einnig hugsi. Þessi fyrrum stærsti banki landsins og sá virkasti er nú að dragast aftur úr hinum. Við það munu menn örugglega ekki una. Bankinn er afar vel rekinn, en hefur ekki verið tiltakanlega sókndjarfur. Skipurit bankans hefur verið endurskoðað og binda menn von- ir við það að skýrari verkaskipt- ing og ábyrgð muni skila sér í sókndjarfari og betri banka. Ís- www.li.is Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 49 74 6 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 49 74 6 /2 00 4 Banki allra landsmanna 5,7%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.05.2004–31.05.2004 á ársgrundvelli. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Næsti áfanga- staður London KB banki náði stórum áfanga með kaupum á dönskum banka. Áframhald verður á útrás og fjárfest- ingum bankans og viðskiptafélaga hans. London mun verða í kastljósi viðskiptalífsins næstu mánuði. FÉLAGAR Á LEIÐ Í YFIRTÖKU Forystumenn KB banka og Bakka- varar eru þöglir sem gröfin þegar spurt er um yfirtöku breska bank- ans Singer and Friedlander og matvælafyrirtækisins Geast. Al- menn skoðun á markaði er að þessi bresku fyrirtæki verði að fullu í eigu íslenskra fyrirtækja áður en árið er liðið. OLÍUBRÉFIN HÆKKUÐU Hlutabréf olíufélaga í Rússlandi hækk- uðu um 36 prósent eftir yfirlýsingu Pútíns um að ekki væri stefnt að því að keyra olíufélagið Yukos í gjaldþrot. Fé- lagið hafði lýst því yfir að það réði ekki við að borga sektir sem lagðar hafa ver- ið á félagið vegna skattamála. Erlendir fjárfestar hafa flúið unnvörpum af rúss- neska markaðnum. Þeir telja ásetning Pútíns í baráttu við auðmenn landsins af annarlegum rótum runninn og hafa efasemdir um að stöðugleiki stjórnmál- anna sé nægjanlegur fyrir viðskiptalífið. Yfirlýsingin varð til þess að létta brún manna, en hlutabréf olíufyrirtækja í Rússlandi hafa hríðfallið, þrátt fyrir sögulega hátt olíuverð. Erlend fjárfestingar verkefni hafa einnig skilað KB banka viðskipta- tengslum við stóra banka svo sem Deutsche Bank og Royal Bank of Scotland. Ár- angursrík samvinna við þessa banka er mikill styrkur fyrir KB banka. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.