Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 19
Vesturgarður auglýsir eftir hópstjórum til starfa með félagslega einangruðum börnum á aldrinum 9 -12 ára. Starfið felur í sér vikulegt hópstarf frá upphafi til enda næsta skólaárs. Hópurinn sem fengið hefur heitið „Sjáumst“ samanstendur af 15 börnum úr grunnskólum Vesturbæjar sem verða í 4.-7. bekk á komandi skólaári. Þrír hópstjórar verða ráðnir til að leiða hópinn og felst hlutverk þeirra í að kynna fyrir börnunum fjölbreytt tómstunda- starfi samhliða því að vinna markvisst að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd þeirra, sjálfs- traust og auka félagsfærni. Hópstjórar munu fá faglega handleiðslu. Sjáumst hópurinn er styrkt- ur af Forvarnarsjóði. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á félagsvísindasviði HÍ, frá Kennaraháskóla Íslands eða aðra menntun sem nýtist í starfið s.s. listmenntun. Reynsla af starfi með börnum skilyrði. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar gefa Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi, og Margrét Kristjánsdóttir sálfræðingur starfsmenn Vesturgarðs í síma 535 6100. Skriflegar umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. júlí í Fjölskyldu- og skólaþjónustuna Vesturgarð, Hjarðarhaga 45 - 47, 107 Reykjavík Reykjavíkurborg • Umhverfis- og tæknisvið Skrifstofa borgarverkfræðings Borgarverkfræðingur er sviðsstjóri á Umhverfis- og tæknisviði. Hann hefur í umboði borgarstjóra yfirstjórn verklegra framkvæmda og annarra tæknilegra málefna. Leiðarljós á Umhverfis- og tæknisviði: Að gæta hagkvæmni í fram- kvæmdum og rekstri, að leitast við að gæði mannvirkja verði sem mest miðað við til- kostnað og stuðla jafnframt að því, að Reykjavík verði vistvæn og fögur borg, umgjörð góðs mannlífs og öflugrar atvinnu- starfssemi. Laus staða upplýsinga- og þjónustufulltrúa. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst? Upplýsingar um starfið veitir: Pétur Kr. Pétursson, starfsmannastjóri, Skúlatúni 2, 105 Rvík. Netfang: peturkp@rvk.is sími: 563-2330. Skriflegum umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Umhverfis- og tæknisviðs, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, merktum „Umsókn um starf upplýsinga- og þjónustufulltrúa“ fyrir 30. júní n.k. Vakin er athygli á þeirri stefnu Reykjavíkurborgar að jafna hlut kynja í störfum. Umhverfis- og tæknisvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf upplýsinga- og þjónustufulltrúa laust til umsóknar. Ábyrgðarsvið starfsmanns: • Að fylgt sé markmiðum Umhverfis- og tæknisviðs um upplýsingagjöf til starfsfólks, stofnana og íbúa borgarinnar. Starfssvið og helstu verkefni: • Að stuðla að því að nauðsynlegar upplýsingar um málefni Umhverfis- og tæknisviðs séu ávallt tiltækar starfsfólki stofnunum og almenningi. • Svara fyrirspurnum og erindum almennings og stofnana. • Aðstoð við gerð kynningarefnis og undirbúning ráðstefna, sýninga eða annarra viðburða á vegum sviðsins. • Umsjón og viðhald vefsíðna Umhverfis- og tæknisviðs og viðhald innri vefs sviðsins. Menntunar- og hæfniskröfur Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi: • Háskólapróf. • Mikla færni í mannlegum samskiptum. • Góða tölvukunnáttu. • Kunnáttu í vefsíðugerð. Æskilegt að viðkomandi hafi: • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Kunnáttu í myndvinnslu og umbroti. • Reynslu af sambærilegu starfi. • Þekkingu á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Við skólann eru lausar þrjár stöður m. a. stærð- fræði á unglingastigi og kennsla yngri barna. Því ekki að fá sér bíltúr, kynna sér staðinn, fá sér sundsprett og enda heimsóknina með rabbi yfir kaffisopa og kleinu. Upplýsingar gefur Flemming Jessen, sími 4301502 / 4350170 / 8401520 netfang: fjessen@varmaland.is Varmalandsskóli í Borgarfirði SÉRKENNARI – ÍÞRÓTTAKENNARI – TÓNMENNTAKENNARI Mjóafjarðarhreppur SKÓLASTJÓRI Staða skólastjóra Grunnskóla Mjóafjarðar er laus til um- sóknar tímabundið frá 1.ág.2004 ñ 31.júlí 2005. Grunnskóli Mjóafjarðar er ágætlega búinn kennslugögnum og aðstöðu. Íbúðarhúsnæði er til staðar. Leitað er að umsækjanda með: · stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun. · kennaramenntun. · reynslu af kennslu og vinnu með börnum og unglingum. · góða hæfileika í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma 476 0002, gmjoi@simnet.is og hjá oddvita í síma 4760007, mjoi@simnet.is. Umsóknarfrestur er til 16. júlí 2004. Grunnskóli Mjóafjarðar Grunnskólinn á Hellu auglýsir! KENNARAR Okkur vantar áhugasama kennara til starfa við Grunnskól- anum á Hellu á næsta skólaári. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, sérkennsla og saumar. Ath. Grunnskólinn á Hellu er einsetinn 190 nemenda skóli, sem starfar í 10 bekkjardeildum. Í skólanum er góð vinnuaðstaða fyrir kennara í góðu skólahúsnæði. Á Hellu er m.a. góð aðstaða til íþróttaiðkana, leikskóli og tónlistarskóli. Einnig er á Hellu öll almenn þjónusta auk aðstöðu til að iðka hin ýmsu áhugamál s.s. hestamennsku, golf og fjallamennsku. Á svæðinu starfa öflugir kórar, leikfélag og björgunarsveit. Nánari upplýsingar má einnig nálgast á heimasíðu skólans http://hella.ismennt.is/ Vinsamlegast hafið samband við undirrituð og fáið upplýsingar um húsnæðiskjör og aðstöðu. Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri í síma 487 5441 / 894 8422 og Valgerður Guðjónsdóttir í síma 487 5442 / 846 6003 3 ATVINNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.