Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 39
31SUNNUDAGUR 20. júní 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Landsmót hestamanna á Hellu 28. júní - 4. júlí Hátíð hestamanna og allrar fjölskyldunnar Sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra hestamanna þar sem gæðingar og knapar sýna hvað í þeim býr í fjölbreyttum keppnis- og sýningaratriðum. Sannkölluð sumarhátíð fjölskyldunnar þar sem gefst ógleymanlegt tækifæri fyrir börn og fullorðna til að njóta upplifunar, ævintýra og skemmtunar. Missið ekki af einstæðu tækifæri til fundar við íslenska hestinn, íslenska hestamenn, íslenska náttúru og sumardýrð. Kynnið ykkur dagskrána og leitið frekari upplýsinga á www.landsmot.is 28. JÚNÍ - 4. JÚLÍ www.landsmot.is Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A ST O F A N / S I A . I S L A N 2 50 49 0 6 / 2 0 0 4 Fjölbreytt skemmtiatriði á hverjum degi Fjölbreyttir gistimöguleikar Góð tjaldstæði Stutt í golf Áhugaverðir ferðamannastaðir í nágrenninu Barnaleikvöllur Barnagæsla Spaðarnir hleypa á músíksprett á fimmtudagskvöld Stuðmenn halda uppi fjörinu á föstudagskvöld Milljónamæringarnir með Stefáni Hilmars og Bogomil Font slá í á laugardagskvöld „Markmiðið með Bleiku steinun- um er að hvetja fólk sem er í áhrifastöðum að hafa jafnréttis- sjónarmið að leiðarljósi við ákvarðanatöku,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona femínistafélagsins, en Bleiku steinarnir voru afhentir í gær við hátíðlega athöfn. „Í þetta skiptið ákváðum við að horfa til kvennaknattspyrnunnar. Það sem vekur helst athygli okkar er að vinningslið karladeildarinn- ar fær mun hærra verðlaunafé en sigurvegari kvennadeildarinnar. Það er það mikill munur á upphæð verðlaunafésins að lélegustu karlaliðin sem falla niður um deild fá hærra framlag en vinn- ingsliðið í efstu deild kvenna.“ Katrín Anna segir að við nánari athugun hafi komið í ljós að nokkrir samverkandi þættir skip- ti þarna máli. „Það er langt í land en okkar markmiðið er ekki að blanda kvenna- og karlaknatt- spyrnunni saman en það ætti að gera báðum þessum greinum jafnhátt undir höfði. Það ber vott um ákveðið verðmætamat þegar svona mikill greinarmunur er gerður þarna á milli,“ segir Katrín Anna og bætir því við að það vanti ekki upp á árangurinn hjá kvennalandsliðinu. „Landslið- ið er að standa sig mjög vel og í raun betur en karlarnir, samt virðist vera mun erfiðara að fá kostunaraðila.“ Fimm aðilar tóku á móti Bleiku steinunum í gær, Markús Örn Ant- onsson fyrir hönd RÚV, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra, Eggert Magnússon fyrir hönd KSÍ, Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari og Ingólfur Guð- mundsson fyrir hönd Landsbanka Íslands. „Í fyrra fylgdum við af- hendingunni eftir með málþingi þar sem fulltrúar þeirra sem tekið höfðu við hvatningarverðlaunun- um gerðu grein fyrir því hvernig unnið hafði verið að jafnréttismál- um. Við teljum að verðlaunin skili árangri og hvetji viðkomandi aðila til að hafa jafnréttismál ofar á list- anum en áður,“ segir Katrín Anna að lokum. ■ BLEIKIR STEINAR FEMÍNISTAFÉLAGIÐ ■ afhenti hvatningarverðlaun í gær. Bleiku steinarnir fóru að þessu sinni til aðila tengda kvennaknattspyrnunni. Bleikir steinar til kvennaknattspyrnunnar Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra er eins og alþjóð veit sá stjórnmálamaður íslenskur sem fyrstur hagnýtti sér internetið að ein- hverju marki en hann hefur haldið úti heimasíðunni björn.is í áraraðir. Þar fjallar Björn um það sem honum er efst í huga hverju sinni og það má því með sanni segja að hann sé bloggari þó hann teljist vitaskuld til þeir- ra allra virðuleg- ustu og form- föstustu sem út- tala sig á ein- staklingssíðum á netinu. Það þarf því engan að undra að Björn fylgist vel með kollegum sínum og í nýjum pistli gerir hann bloggið að umtals- efni. „Ég geri dálítið að því að fylgjast með umræðum á blog-síðum til að kynnast þeim viðhorfum, sem þar birtast. Finnst mér margar síður vandaðar og greinilegt, að eigendur þeirra njóta þess að hafa þennan vettvang til að segja frá eigin reynslu og lífi auk þess að ræða um landsins gagn og nauðsynjar.“ Björn er býsna hress með þá frjálsu umræðu sem blómstrar á blogginu en notar tæki- færið þó til þess að hnýta í nafnlausa spjallvefi sem hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá honum: „Nýja um- ræðuflóran er ótrúlega fjölbreytt og hún þrífst ekki nema vegna þess, að eigendur síðnanna finna, að þær gefa bæði þeim og öðrum nokkuð. Það er mun skemmtilegra að kynna sér það, sem er að gerast og gerjast á blog-síðunum en að fylgjast með nauðhyggjumönnunum neikvæðu og nafnlausu, sem setja mestan svip á málverja og aðra spjallþræði um stjórnmál.“ Sjálfir virðast nafnleysingjarnir áMálefnin.com vera komnir í tilvist- arkreppu og ummæli ráðherrans munu væntanlega æra þá óstöðug- ustu sem telja sig beitta þögg- un annarra fjöl- miðla sem veld- ur því að skarpar þjóðfélagsgrein- ingar þeirra ná æ sjaldnar út fyrir l a n d a m æ r i spjallsvæðisins. Sá mæti málverji Ingimundur Kjarval hefur opnað spjallþráð þar sem hann undrast áhugaleysi Fréttablaðsins á því sem fram fer á spjallsvæðinu: „Fréttablað- ið er með dálk undir heitinu „af net- inu“. Skilst að Málefni.com sé stærsti umræðuþáttur á Íslandi, en aldrei minnst á þann þátt. Hversvegna?“ Einhver sem kýs að kalla sig Glowe er með svör á reiðum höndum: „Sennilega vegna þess að blaða- menn þola það ósköp illa að al- menningur tjái sig um þau mál sem eru í fréttunum og dragi sínar eigin ályktanir út frá því.“ Málverjinn Voldi bendir Glowe hins vegar á að hann gæti verið með ákveðinn bjálka í auganu: „Held að nærtækari skýring sé að þessum umræðuvetvangi hafi hrakað mjög á þessu tæpa ári sem hann hefur verið starfandi – það er hending að hér sjáist málefnaleg umræða upp á síðkastið. Spurning hvenær einhver gárunginn lætur skrá www.omalefnin.com og lætur vísa á þetta. Ég hef sagt það áður og segi það enn – meðan ekki er einhvers- konar „karma“ kerfi á notendum hérna gildir hið gamla góða lögmál að sá sem öskrar hæst vinnur um- ræðuna, sama hvað málstaðurinn er lélegur.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.