Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 20. júní 2004 17 Fyrir fjórum árum þóttu þeir púkalegir sem létu sjá sig í t-bol með íslenskri áletrun eða mynd úr íslenskri náttúru. Slíkt var aðeins fyrir túrista og lúðulaka. Í þessu hafa orðið pólskipti, því í dag ber götutískan þess merki að þjóðerniskennd er Íslendingum í blóð borin og sjá má feita lunda, íslenskar rollur, skjaldarmerkið og sjálfan forsætisráðherra á brjóstum landsmanna. Með forsetann og sviðakjamma á bringunni Það eru ekki ýkja mörg ár síðan óhugs- andi þótti fyrir Íslending með vott af sómatilfinningu að klæðast íslenskum bol með þjóðernistákni á borð við lunda, hval eða Geysi á bringunni, svo ekki sé talað um íslenska hljómsveitaboli, nema viðkomandi væri þá gallharður aðdáandi Sykurmolanna eða Bjarkar. Nei, það eru ekki nema tæp fjögur ár síðan íslenskir bolir þóttu púkalegur túristafatnaður og síst boðlegur fyrir þá ofursvölu víkinga, Íslendinga. Það var ekki fyrr en hið framsýna tískupar Gunni og Kolla í verslunum GK hófu útflutning á fatalínu sinni í útlöndum að þau vildu auðkenna sig frá tískuhönnuðum heimsins með því að koma Íslandi, farsælda Fróni, á fram- færi með einum eða öðrum hætti. Á þeim tíma fór að verða æ viðurkenndara að klæðast bolum undir jakkaföt og fannst Kollu og Gunna viðeigandi að sér- prenta íslensk skilaboð á boli GK-línunn- ar, ásamt því sem þau máluðu íslenska þjóðsönginn á veggi verslana sinna og útbjuggu auglýsingar þar sem íslenski fáninn, lifrarpylsa, sviðakjammi og sauðagærur voru í aðalhlutverkum. Í fatalínunni leit fyrstur dagsins ljós bol- ur með íslenska skjaldarmerkinu og olli talsverðu fjaðrafoki, því lögum sam- kvæmt mátti hreint ekki nota íslenska skjaldarmerkið né íslenska fánann á fatnað sem ætlun var að selja og hafa gróða af. Þau Gunni og Kolla höfðu reyndar sýnt þá fyrirhyggju að fá teiknarann Gunnar Karlsson til að hanna sitt eigið íslenska skjaldarmerki, þar sem í stað nautsins var komin íturvaxin kona, svo ekki var hægt að fárast meira í því, þótt lögreglan hafi gert skurk í því að þjóðsöngurinn fyki af veggjum GK. Fleiri íslenskir bolir voru fáanlegir, með áletrunum á borð við „Akrafjall og Skarðsheiðin“, „Breiðholt“ og fimm arma stjörnu með áprentuðu neitunar- valdi forseta Íslands, sem vitaskuld fær mikla eftirspurn í hita og leik íslensks þjóðlífs í dag. Reyndar eru bolir þeirra GK-hjóna ekki lengur á slám búðanna, en fáanlegir baka til og hægt að eignast án mikils tilstands. Það er skemmst frá því að segja að hinir þjóðlegu bolir GK ýttu af stað snjó- bolta sem sífellt hleður utan á sig. Brátt fór fína fólkið á Íslandi að klæðast bol- um sem gáfu frá sér óvéfengjanleg ein- kenni þjóðernisstolts og sjá mátti fræga fólkið í útlöndum íklætt íslenska skjald- armerkinu á bústnum börmum. Aukinn áhuga landsmanna á íslenskum bolum í stað bandarískra háskólabola má svo hiklaust skrifa á þann veruleika að Ís- land var komið á kortið sem svöl heims- borg í fallegasta landi í heimi, með til- stuðlan Bjarkar og fleiri kúlborgara. Nú má fá boli með íslenska skjaldarmerkinu í Hagkaup og Rammagerðinni, sem og frjósama flóru íslenskra ádeilu-, þjóð- ernis-, húmors- og hljómsveitabola í þeim sjóðheitu bolaverslunum Dogma, Ósóma, Oní og Nonnabúð. Úrvalið er endalaust og mýmargir hönnuðir kepp- ast við að koma skilaboðum sínum og list á framfæri. Og vitaskuld í þökk þessara stoltu eyjarskeggja sem vilja að heimur- inn viti hvaðan þeir koma og fyrir hvað þeir standa. thordis@frettabladid.is UPPHAFIÐ Á ÍSLENSKU ÞJÓÐERNISBOLUNUM Bolirnir frá GK. íslenska skjaldarmerkið, Breiðholtið, neit- unarvald forsetans og Akrafjall og Skarðsheiðin. FETAÐ Í FÓTSPOR GK Rammagerðin hefur í áratugi boðið upp á íslenska túrista- boli, en nú koma Íslendingarnir inn og kaupa íslenska skjaldar- merkið til eigin nota. Afdráttar- laust val þar innan um lunda, hvali og Geysi. VINSÆLAST Í NONNABÚÐ Listamaðurinn Jón Sæ- mundur Auðarson hefur slegið í gegn með bol- um sem skreyttir eru minningum frá íslenskri æsku og aðdáun á ís- lensku landi og þjóðar- einkennum. HÚMOR OG ÁDEILA Í ÓSÓMA Nýjasta bolabúðin í bænum er Ósóma á Laugavegi í eigu Þórdísar Claessen og Gunnlaugs Grétarsson- ar. Þar má finna heita hljómsveita- boli, íslenskan húmor og þjóðfélagslega ádeilu. Löggubolurinn er langvinsælastur. ROKK OG RÓL Í DOGMA Dogma er fyrsta eiginlega bolabúðin í Reykjavík, en þar segja menn boli vera fyrir alla þá sem vilja ekki ganga um naktir. Mínusbolurinn umdeildi, forseti og forsætisráðherra lýðveldis- ins á einni mynd og svo íslenska skjaldarmerkið hans Fjölnis tattú. ROLLUR OG FEMÍNISTAR HJÁ ONÍ Femínistabolir rjúka út í kringum nítjánda júní, og svo eru stillimynd RÚV og íslenski sauðurinn vinsæl á íslenskar bringur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.