Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 2
2 8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR SVEITARSTJÓRNARMÁL Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar Reykjavíkur sem lagt var fram á fundi borgarráðs sl. þriðjudag eru áréttaðar reglur um opinbera um- fjöllun um það sem fer á fundum nefnda og ráða borgarinnar. Fram kemur að reglurnar kveði á um að ekki megi annað koma fram opin- berlega en það sem skráð hefur verið í fundargerð á lokuðum fund- um nefnda og ráða borgarinnar. Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrif- stofustjóri borgarstjórnar, vildi ekki tiltaka dæmi um hluti sem aflaga hefðu farið í umfjöllun eða umræðum og sagði einungis að gott væri að árétta reglur stöku sinnum fólki til upplýsingar. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Frjálslyndra, telur að ein undirrót þess að minnisblaðið er lagt fram nú, sé umfjöllun um hörð orðaskipti sem urðu milli hans og Alfreðs Þorsteinssonar, á fundi borgarráðs fyrir skömmu. Ekki er þó víst að fjölmiðlaumfjöllun ein og sér hafi verið talin kalla á að árétt- aðar væru gildandi reglur, því þar sem fundir borgarstjórnar eru opn- ir, er borgarfulltrúum í raun óheim- ilt að vitna í aðrar umræður í nefnd- um og ráðum en hafa verið bókaðar í fundargerð.■ ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetan- um í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjöl- miðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýju fjölmiðla- lögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn- arinnar og frumvarp stjórnarand- stöðunnar um lög um þjóðarat- kvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Al- þingi í gær. Þingmenn stjórnar- andstöðunnar sátu hjá í atkvæða- greiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjöl- miðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Hann sagði að með nýja frumvarpinu hefði ríkisstjórnin lagt líf sitt að veði. Vísaði hann þá til þess að ef al- menningur væri ekki sáttur við frumvarpið gætu kjósendur kom- ið núverandi stjórnarflokkum frá í næstu alþingiskosningum sem yrðu áður en lögin tækju gildi. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér „fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóð- inni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingar- valdið yfir til þjóðarinnar.“ Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnar- skrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grund- velli 26. greinar stjórnarskrárinn- ar í skugga fullkominnar réttar- óvissu um form atkvæðagreiðsl- unnar sjálfrar,“ sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hef- ur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag. sda@frettabladid.is Þjóðarhreyfingin: Mótmæli við Alþingi ÞJÓÐARATKVÆÐI Þjóðarhreyfingin efnir til mótmælafundar við Al- þingishúsið klukkan 12.30 í dag. Slagorð fundarins verður: „Við viljum kjósa.“ Að sögn Hans Kristjáns Árna- sonar, eins af talsmönnum hreyf- ingarinnar, á að mótmæla því að ríkisstjórnin hafi með framlagn- ingu nýs fjölmiðlafrumvarps svipt þjóðina kosningarétti. Þar sem for- setinn hafi skotið málinu til þjóðar- innar með því að synja fjölmiðla- lögunum staðfestingar í byrjun júnímánaðar eigi þjóðin, sam- kvæmt stjórnarskránni, skýlausan rétt á að fá að kjósa um málið.■ Banaslysið á Ísafirði: Nafn stúlkunnar sem lést SLYSFARIR Stúlkan sem lést af slys- förum þegar hún hrapaði í klettum í fjallinu Kubban- um fyrir ofan Ísa- fjarðarbæ hét Sunneva Hafberg, til heimilis að Reynimel 82 í Reykjavík. Sunn- eva var níu ára gömul. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR “Ég held að ég hljóti að hafa ein- hverja möguleika.“ Þormóður Þormóðsson er forstöðumaður Rann- sóknarnefndar flugslysa. Nú hefur starfið verið auglýst laust til umsóknar og hann er sá eini sem hefur sótt um. SPURNING DAGSINS Þormóður, ertu vongóður? Gunnar Snorri Gunnarsson: Beðið eftir tillögum VARNARMÁL Enginn sérstakur tíma- rammi er kominn á varðandi áframhald viðræðna um fram- kvæmd varnarsamnings Banda- ríkjanna og Íslands þrátt fyrir fund Davíðs Oddsson- ar með George Bush Banda- ríkjaforseta í vikunni. G u n n a r Snorri Gunnars- son, ráðuneytis- stjóri utanríkis- ráðuneytisins, segir hins vegar að fundurinn hafi áhrif. „Það er allavega kom- inn einhver fókus á þetta á hæsta plani hjá Bandaríkjamönnum,“ segir hann. Að sögn Gunnars Snorra mun næsta skref í málinu verða að frumkvæði Bandaríkjamanna sem væntanlega munu leggja fram sín- ar hugmyndir til grundvallar áframhaldandi viðræðum. ■ Forseta Íslands komið í klípu Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin sé að reyna að koma forseta Íslands í klípu. Fjármálaráðherra segir að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Segir að ríkisstjórnin sé að reyna að koma forsetanum í klípu með því að hafa í einu og sama frumvarpinu ákvæði um breytingar á fjölmiðlalögum og afnám fyrri laga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GUNNAR SNORRI Ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins. KEYRÐI Á LÖGREGLUBIFREIÐ Ölv- aður ökumaður endaði ferð sína með því að keyra utan í lögreglu- bifreið og lenda utan vegar á Húsavík í fyrrinótt. Lögregla veitti manninum eftirför en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók áfram. Maðurinn reyndist réttindalaus auk þess sem bifreið hans var númerslaus. ÞJÓFI VEITT EFTIRFÖR Ungur maður sem braust inn í íbúðarhús á Dalvík í fyrrinótt náðist stuttu síðar. Íbúi hússins var heimavið, varð þjófsins var og veitti honum eftirför. Lögregla fann þjófinn skömmu síðar, sem var ennþá með þýfið úr innbrotinu á sér að sögn lögreglu. SUNNEVA HAFBERG Sjávarútvegsráðuneytið: Heimilar veiðar á loðnu SJÁVARÚTVEGUR Innan sjávarút- vegsráðuneytisins hefur verið ákveðið að heimila loðnuflotanum að veiða rúmlega 220 þúsund lest- ir af loðnu en undanfarið hefur farið fram ítarleg leit að loðnu. Rannsóknarskip Hafrannsóknar- stofnunar, Árni Friðriksson, kom til hafnar í gær eftir slíkan leið- angur en í honum tóku þátt nokk- ur íslensk loðnuveiðiskip auk grænlenskra aðila. Um bráðabirgðakvóta í loðnu er að ræða enda liggur ekki fyrir hvenær endurmat á loðnustofnin- um fer fram. Ræðst það að ein- hverju leyti af gangi sumarveið- anna sem þegar eru hafnar. ■ LOÐNUVEIÐAR LEYFÐAR Loðnuflotinn er þegar byrjaður að landa sumarloðnu. HALLAREKSTUR Á VATÍKANINU Vatíkanið var rekið með rúmlega 800 milljóna króna halla í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem Vatíkanið er rekið með halla en hann er þó nær þriðjungi minni en árið áður. Hallarekstur Vatík- ansins er ekki nýlunda. Það var rekið með halla 23 ár í röð 1971 til 1993. BANNA TRÚARBRAGÐAHATUR Bresk stjórnvöld hyggjast leggja lagafrumvarp fyrir þingið sem gerir það að saknæmu athæfi að hvetja til trúarbragðahaturs. Talið er að frumvarpið taki mið af lögum um kynþáttahatur. Brot á þeim lögum varða allt að sjö ára fangelsi. ■ ■ EVRÓPA Skerpt á reglum meðal annars vegna orðaskipta Ólafs F. og Alfreðs Þorsteinssonar: Bannað að vitna í umræður DÓMSMÁL Maður hefur verið dæmd- ur í þriggja ára fangelsi í Héraðs- dómi Suðurlands fyrir að misnota kynferðislega tvær dætur sínar og vinkonu annarrar þeirra. Honum var að auki gert að greiða stúlkun- um skaðabætur og til að greiða all- an málskostnað. Dætur mannsins eru fæddar 1984 og 1988 og vinkonan árið 1989. Brotin gegn eldri dótturinni áttu sér stað árin 1996 og 1997 þegar hún var 12 og 13 ára gömul, þeirri yngri árið 2002 þegar hún var 14 ára og gegn vinkonunni árið 2003. Maðurinn hafði samræði við eldri dóttur sína, káfaði á yngri dóttur sinni og reyndi að hafa sam- ræði við vinkonu hennar. Í dómnum segir að maðurinn hafi með hátt- semi sinni brotið alvarlega gegn skyldum sínum sem foreldri og uppalandi. Þá hafi hann brugðist trausti vinkonu yngri dóttur sinnar á mjög grófan hátt. Stúlkan hafi verið barn í hans umsjá þegar hann braut á henni. Í dómnum segir að brot mannsins séu alvarleg og við- búið að þau hafi haft og komi til með að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu stúlknanna. Miskabætur eldri dótturinnar voru taldar hæfilegar 700 þúsund krónur, yngri dótturinni voru dæmdar 100 þúsund krónur og vin- konu hennar 400 þúsund krónur. ■ ALFREÐ ÞORSTEINSSON Á fundi borgarráðs á þriðjudaginn var lagt fram minnisblað þar sem áréttaðar voru reglur um hvað má fjalla um. Maður dæmdur í þriggja ára fangelsi: Misnotaði þrjár stúlkur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.