Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 18
FRUMSÝND 9. JÚLÍ SMS LEIKUR A›alvinningur er: Sony Ericsson T630 + PS2 tölva + Spider-Man 2 PS2 leikurinn og mi›i fyrir 2 á Spider-Man2* Aukavinningar eru: • Mi›ar á Spider-Man 2 • Spider-Man 2 tölvuleikurinn • Spider-Man 1 á DVD og VHS • Ís frá Emmessís • Gla›ningur frá LEGO • Fullt af VHS og DVD myndum • Tónlistin úr myndinni og margt fleira. SENDU SMS SKEYTIÐ JA SPF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. VILTU MIÐA Á 99 KR.? 9. hver vinnur! *A›alvinningur ver›ur dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Me› því a› taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið GLÆSILEGIR AUKAVINNINGAR! Sjá›u myndina-Spila›u leikinn AÐALVINNINGAR Sony Ericsson T630Playstation 2 Framtíð í dvala? Framtíðarhópur Samfylkingarinnar sem fór af stað með flugeldasýningu í vetur sem leið hefur hljótt um sig um þessar mundir. Ef marka má vefsíðuna framtid.is, sem hópurinn heldur úti, hefur starfið legið í dvala mánuðum saman. Fundargerðir verkstjórnarhópa eru flestar frá því í febrúar og mars. Það er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vara- formaður Samfylk- ingarinnar, sem stýrir þessu starfi og hafa margir litið á það sem leið hennar til formennsku í flokknum á næsta flokksþingi. Össur Skarphéðinsson virðist hins vegar ekki ætla að gefa formannsstólinn eftir og þykir hafa staðið sig vel í pólitískum átökum við ríkisstjórnina að undan- förnu. Kannski á óvissan um forystu flokksins – og þar með framtíðina – eigi þátt í deyfðinni við málefnavinnuna. Traustir þýðendur Stuttu eftir að blaðamannafundi Bush Bandaríkjaforseta og Davíðs Oddssonar í Washington á þriðjudaginn lauk hafði blaðafulltrúi forsetans komið orðréttri útskrift af fundinum á vef Hvíta hússins. Þar kemur fram að þegar forsætisráð- herra okkar var spurður um árangur fundarins rak hann í vörðurnar, eins og kemur fyrir bestu menn, og svaraði á ensku: „That was never – the meeting – was to have an agreement“. Svolítið flókið en lagast þegar skjalaþýðendur ríkisstjórnarmálgagnsins, Morgunblaðs- ins, höfðu unnið vinnuna sína og látið ráðherrann segja það sem hann hefur lík- lega viljað segja eins og lesa mátti í blaðinu í gær: „Það var aldrei – fundurinn snerist ekki um að ná s a m - komu- lagi“. Það er hægðarleikur að bera kennsl á flekklausa lýðræðis- sinna á Íslandi. Þeir þurfa að standast bara eitt einfalt próf: ef þeir láta þjóðmál til sín taka á annað borð, þá þurfa þeir helzt að hafa lagzt gegn eða a.m.k. fundið að ranglátri kjördæma- skipan landsins frá fyrstu tíð, eins og t.a.m. Hannes Hafstein ráðherra gerði á Alþingi. Þeir, sem hafa sýnt skilning – og andúð! – á skaðlegum áhrifum ranglátrar kjördæmaskipanar, hafa hreinan skjöld: þeir eru lík- lega hlynntir fortakslausu lýð- ræði, þ.e. lýðræði, sem veitir öll- um jafnan kosningarrétt eða því sem næst. Þeir, sem hafa á hinn bóginn aldrei fett fingur út í mikið misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu og hafa á þingi látið það dragast von úr viti að færa kjördæmaskipan landsins í not- hæft horf til frambúðar eða jafn- vel beinlínis gert út á misréttið, þeir hafa sýnt það í verki, að þeir bera ekki fulla virðingu fyrir lýðræði. Kjördæmaskipan ýmissa ann- arra landa virðir ekki til fulls regluna „einn maður, eitt at- kvæði“, rétt er það, enda þótt misvægið sé óvíða meira en hér heima. Tökum Bandaríkin. Þar kusu höfundar stjórnarskrárinn- ar að búa svo um hnútana, að fólkið deilir atkvæðisrétti sínum með landinu í þeim skilningi, að dreifðar byggðir hafa hlutfalls- lega fleiri fulltrúa í öldungadeild Bandaríkjaþings en þéttbýli. Þessi slagsíða birtist einnig í kjörráðinu, sem kýs landinu for- seta. Það var dreifbýlið, sem kom George W. Bush í Hvíta húsið fyr- ir bráðum fjórum árum, enda þótt hann fengi hálfri milljón atkvæða færra en keppinauturinn á lands- vísu. Hvað sem því líður, þá var það skiljanleg ákvörðun á sínum tíma að leyfa landi í örum vexti að deila atkvæðisrétti með fólk- inu. Það var leið til þess að draga úr hættunni á því, að stórborgir eins og New York réðu lögum og lofum um landið upp á sitt ein- dæmi. En nú, þegar Bandaríkin hafa náð fullum vexti og fólkið hefur dreift úr sér, á þetta forna fyrirkomulag síður rétt á sér, þar eð landsbyggðin stendur ekki lengur höllum fæti. Hér heima hefur langvinnt misvægi atkvæða eftir búsetu staðið í vegi fyrir lýðræði með því að tefla völdum upp í hendur flokka og manna, sem hefðu ella ekki náð völdum og endurspegla ekki heldur til fulls vilja þjóðar- innar. Ýmis mikilvæg þjóðmál hefðu fengið aðrar lyktir á fyrri tíð en raun varð á, ef reglan „einn maður, eitt atkvæði“ hefði verið virt í alþingiskosningum eins og sjálfsagt hefur þótt að virða hana í forsetakosningum alla tíð og í þjóðaratkvæðagreiðslum. Matar- verð væri varla helmingi hærra á Íslandi en annars staðar í Evrópu, ef allir hefðu sama atkvæðisrétt, hvar sem þeir búa, útvegsmönn- um hefði varla tekizt að sölsa undir sig kvótann eftir 1984, og Ísland stæði varla ennþá utan Evrópusambandsins, úr því að skoðanakannanir Gallups og ann- arra hafa jafnan í meira en ára- tug bent til þess, að meiri hluti þjóðarinnar vill sækja um inn- göngu. Þennan lista mætti hafa miklu lengri. Þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök stórmál eru þakkarverð- ar í landi, þar sem misvægi at- kvæða í alþingiskosningum hef- ur að ýmsu leyti staðið í vegi fyrir þjóðarviljanum, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti vel á þessum stað á mánu- daginn var. Í þessu ljósi þarf að skoða eindreginn ásetning for- ustu Sjálfstæðisflokksins um að skekkja atkvæðagreiðsluna um fjölmiðlafrumvarpið eða skjóta sér undan henni til að reyna að torvelda meiri hluta kjósenda að fá vilja sínum framgengt. For- kólfar flokksins virðast ekki skeyta um það, að stjórnarskráin veitir ekki heimild til þeirrar skerðingar á rétti meiri hlutans, sem þeir ætluðu að leiða í lög. En þeir misstu móðinn á elleftu stund, ekki af virðingu fyrir stjórnarskránni, heldur af ein- skærum ótta við að tapa at- kvæðagreiðslunni. Nú ætla þeir að endurkeyra sama frumvarp lítið breytt í gegnum þingið og leggja að nýju fyrir forseta Ís- lands til samþykktar eða synjun- ar eins og ekkert hafi í skorizt. Þeir virðast ekki heldur skeyta um lögvafann, sem leikur á þessu háttalagi. Þeir virðast beinlínis brenna í skinninu að brjóta stjórnarskrána. Hvers vegna? Hvað gengur þeim til? Forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins eru bersýnilega að reyna að skrúfa fyrir fjölmiðla – aðra en þá tvo, sem þeir þykjast hafa í hendi sinni. Morgunblaðið heyr lífróður með þeim, enda hangir rekstur blaðsins – og þá um leið veldi flokksins – á bláþræði. Það er ekkert nýtt í þessu atferli: þeir, sem reyndu að keppa við fyrirtæki Sjálfstæðisflokksins á fyrri tíð, t.d. í millilandaflugi og siglingum, máttu sæta því, að flokkurinn beitti ríkisvaldinu gegn þeim eins og allir vita - og e.t.v. enginn betur en Björgólfur Guðmundsson, nú aðaleigandi Landsbanka Íslands. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort Landsbankinn mun greiða fyrir aðsteðjandi aðför Sjálf- stæðisflokksins gegn keppinaut- um Morgunblaðsins. Aðför Sjálfstæðisflokksins gegn lýðræðinu í landinu vitnar ásamt öðru um hnignun flokks- ins: hann virðist vera að ganga sér til húðar sem nothæfur for- ustuflokkur í landsmálum. Þegar forseti Íslands afsalar aðild sinni að löggjafarvaldinu til þjóðar- innar skv. heimild í stjórnarskrá, þá beita forustumenn flokksins brögðum til að girða fyrir þjóð- arviljann. Þeir þurfa hvíld. ■ A f hvaða sökum völdu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að leggjafram frumvarp sem gerir hvort tveggja í senn; að afnemaáður samþykkt fjölmiðlalög og setja þau á ný? Í fyrsta lagi vildu þeir forða lögunum frá þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var ljóst að lögin yrðu felld úr gildi. Þeir töldu engar líkur til þess að sannfæra mætti meirihluta kjósenda um ágæti þessara laga. Þeim var ljóst að lögin væru svo vond að almenningur myndi hafna þeim. Í öðru lagi vildu þeir samþykkja lögin strax öðru sinni þar sem þeir töldu engar líkur til þess að seinna meir væri hægt væri að mynda meirihluta á Alþingi um þessi lög. Þau eru svo vond og vitlaus að þau fengjust aldrei samþykkt nema við þær sérstæðu að- stæður á Alþingi að framundan er víðtæk uppstokkun á ráðherra- stólum og brotthvarf Davíðs Oddssonar úr forystu ríkisstjórnar – og líklega Sjálfstæðisflokksins einnig. Undir venjulegum kringum- stæðum fyndust varla fleiri en einn eða tveir þingmenn sem vilji styðja þetta mál. Ef lögin fást ekki samþykkt nú verða þau aldrei sett. Það þarf sérstæð skilyrði til þess að Alþingi setji lög til að brjóta upp eitt tiltekið fyrirtæki og skaða sem mest þá fjölmiðla sem stjórnvöldum er af óskýrum ástæðum í nöp við. Af þessum sökum vilja ráðherrarnir knýja í gegn lög í sumar sem þó eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Ástæðan er ekki sú að ef fyrri lög séu felld úr gildi án þess að ný séu sett falli niður lög- gjöf á þessu sviði. Gömlu lögin voru algjör nýjung í lagasetningu. Engin lög hafa takmarkað rétt manna til að halda úti fjölmiðlum enda hefur ekki verið þörf á því. Gömlu lögunum var auk þess ekki ætlað að taka gildi fyrr en um mitt ár 2006 svo það er á engan hátt aðkallandi að setja þau aftur um leið og þau eru felld úr gildi. Það er því ekkert sem hastar á lagasetningu – nema hinar sérstæðu að- stæður innan ríkisstjórnarinnar. Þessi lög virðast vera hinsta ósk Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á leið hans úr forsætisráð- herraembættinu. Enginn nema Davíð hefur haft heita sannfæringu eða ríkan vilja til að setja þessi lög. Og fyrir einhverjar sakir telja bæði samflokksmenn hans og þingmenn samstarfsflokksins sér skylt að verða við þessari ósk. Fjölmiðlalögin eru einskonar kveðju- gjöf þeirra til Davíðs. Í stað þess að færa honum málverk eða góða bók hafa þeir ákveðið að gleðja kallinn og setja lög sem skerða tján- ingarfrelsi á Íslandi, ganga á eignarrétt og atvinnufrelsi og hindra vöxt einkarekinna fjölmiðla. Og hvers vegna ætti Davíð að óska sér þvílíkrar kveðjugjafar? Af ummælum hans um fjölmiðla Norður- ljósa, eigendur fyrirtækisins og starfsmenn að dæma, hafa þessi lög táknræna merkingu; eru einskonar sigurtákn – svipuð því að fá höf- uð andstæðings síns á fati. Af þessum sérstæðu sökum þarf Alþingi nú samtímis að afnema lög og setja þau aftur. Efni þeirra er svo vitlaust og óréttlátt að það þolir ekki frekari skoðun eða yfirlegu, þolir ekki að verða lagt und- ir dóm þjóðarinnar, þolir ekki að verða tekið upp á Alþingi eftir að Davíð Oddsson hættir sem forsætisráðherra. Það er því kostulegt þegar stjórnarliðar segjast vera að setja lög til framtíðar. Þessi lög þola ekki að bíða framtíðar; annað hvort verða þau sett núna eða aldrei. Því aðeins núna er þörf á að setja þau. Davíð Oddsson er for- senda laganna; hann er höfundur þeirra og upphafsmaður og þau eru sett til að uppfylla óskir hans. Í raun eru þessi lög einkamál Davíðs – og eiga af þeim sökum hvorki erindi á Alþingi né í almenna umræðu. ■ 8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Hvers vegna setur ríkisstjórnin lög sem afnema sig og endurvekja? Einkamál Davíðs Aðför gegn lýðræði ORÐRÉTT En hvað með suma? Við eigum heimtingu á því að fá a.m.k. frið á sumrin fyrir kjaftöskum sem jafnan ríða röftum í fjölmiðlaumræðunni. Nóg er nú samt. Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur sem sjálfur tekur sér ekki sumarfrí frá umræðunni. Viðskiptablaðið 7. júlí. Í afmælisskapi Svo skemmtilega vildi raunar til að Bush átti afmæli í gær en hann varð þá 58. ára. Davíð hitti því forsetann í afmælisskapi. Varla skaðar það hagsmuni okkar. „Undarleg vika“ um heimsókn Davíðs Oddssonar til Bush Banda- ríkjaforseta. Viðskiptablaðið 7. júlí. Annað en við á Mogganum Það er alvarlegt umhugsunar- efni í [sambandi við varnarmál Íslands], að tvo stjórnarand- stöðuflokka af þremur skortir allan trúverðugleika til þess að fjalla um þau mál þannig, að mark sé á takandi. Staksteinar um stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna í varnarmálum. Morgunblaðið 7. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Og hvers vegna ætti Davíð að óska sér þvílíkrar kveðjugjafar? Af ummælum hans um fjölmiðla Norðurljósa, eigendur fyrirtækisins og starfsmenn að dæma, hafa þessi lög táknræna merkingu; eru einskonar sigurtákn – svipuð því að fá höfuð andstæðings síns á fati. ,, Í DAG SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG STJÓRNARSKRÁIN. ÞORVALDUR GYLFASON Aðför Sjálfstæðis- flokksins gegn lýð- ræðinu í landinu vitnar ásamt öðru um hnignun flokksins: hann virðist vera að ganga sér til húðar sem nothæfur forustuflokkur í landsmálum. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.