Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 16
16 8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR GEGNSÆ STEYPA Hér ber að líta frumgerð af gegnsærri steypu sem sýnd er á bandaríska Bygg- ingasafninu í Washington um þessar mundir. Um er að ræða steypuafbrigði sem er kallað LiTraCon. Microsoft Windows XP og Office 2003: Íslenskt viðmót væntanlegt í ágúst TÖLVUR Í byrjun ágúst býðst fólki að uppfæra Windows XP stýrikerfið og Office 2003 hugbúnaðarvöndul- inn með íslensku viðmóti. Er þetta í annað sinn sem hugbúnaður Microsoft er íslenskaður, en árið 2000 komu út íslenskar útgáfur Windows 98 stýrikerfisins og Inter- net Explorer netvafrans. Þær nutu lítilla vinsælda og þóttu plagaðar af reklavandamálum. Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir nýju þýð- ingarnar alveg lausar við slík vandamál. „Þetta byggir á allt annarri tækni og er í raun ekki sam- anburðarhæft.“ Hann segir búið svo um hnútana að nú rekist ekki á við- mót og virkni. Þýðingin er unnin að frumkvæði Microsoft en byggir þó, að sögn Elvars, á góðu samstarfi við stjórn- völd hér. „Ánægja viðskiptavinarins greiðir þetta á endanum og svo verður þetta vonandi til þess að not- endur beri frekar virðingu fyrir búnaðinum og fari síður um hann ófrjálsri hendi,“ segir hann, en ekki þarf að greiða aukalega fyrir ís- lensku útgáfuna. Elvar væntir þess að þýdda hugbúnaðinum verði vel tekið og telur mestu þörfina meðal fólks undir tvítugu og svo aftur yfir sextugu. ■ FJÖLMIÐLALÖG Tvær ástæður eru fyrir því að aukin samþjöppun hefur orðið á fjölmiðlamarkaði í Evrópu undanfarinn áratug, að sögn David Ward, aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópu- löndum sem unnin var að beiðni hollenska útvarpsráðsins. „Í fyrsta lagi auðvelda tæknileg- ar framfarir starfandi fjölmiðla- fyrirtækjum, þá sérstaklega ljós- vakamiðlum, að auka við framboð á miðlum. Hins vegar er það vegna þess að slakað hefur verið á reglum um fjölmiðla í kjölfar afnáms á ein- okun ríkismiðla sem hófst á áttunda áratugnum,“ segir Ward. Sú þróun sem orðið hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði endur- speglar það sem gerst hefur í Evrópu. Að sögn Ward hafa fjöl- miðlar færst á færri hendur og fjöl- miðlasamsteypur fara stækkandi. „Ástæðan er að mörgu leyti skilj- anleg og ræðst af stærðarhag- kvæmni. Sem dæmi eru í flestum þeirra landa sem könnunin náði til aðeins örfá útgáfufyrirtæki þrátt fyrir að telja megi í þúsundum titla dagblaða og tímarita í Evrópu,“ segir Ward. Hann segir að sömuleiðis hafi orðið samþjöppun á ljósvakamark- aði sem stafi af vexti fyrirtækja vegna velgengni eða samruna og yfirtöku. Samkeppnislög æ mikilvægari Fjölda ólíkra aðferða er beitt í því skyni að stemma stigu við sam- þjöppun á eignarhaldi og viðhalda fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði í löndunum tíu. „Samkeppnislög hafa orðið æ mikilvægari þáttur í því að skera úr um hvort samruni eða yfir- taka fyrirtækja á fjölmiðlamarkaði muni hafa slæm áhrif á markað- inn,“ segir Ward. „Það er þó alltaf erfitt að meta hvort yfirtaka og samruni fjöl- miðlafyrirtækja eigi rétt á sér eða ekki, sérstaklega á litlum markaði. Ef tekið er dæmi af dagblaðamark- aði með þremur dagblöðum þar sem eitt á í fjárhagserfiðleikum. Hvort er betra að banna eða leyfa yfirtöku annars af hinum tveimur fyrirtækj- unum á blaðinu? Ef yfirtakan yrði bönnuð endaði blaðið líklega í gjald- þroti og því einungis tvö blöð eftir á markaði. Ef yfirtakan yrði leyfð, er hugsanlegt að samruni tveggja blaða ætti sér stað og því einungis tvö blöð eftir á markaðinum,“ segir Ward. Hann segir að nauðsynlegt sé að tekið sé mið af markaðsaðstæðum hverju sinni þegar teknar séu ákvarðanir um hvort yfirvöld eigi að skerast í leikinn þegar útlit er fyrir að breyting muni eiga sér stað á eignarhaldi á fjölmiðlafyrir- tækjum. Ekki sé hægt að miða við reglur í öðrum löndum, sérstaklega þegar um lítinn markað er að ræða, því afar mismunandi sé hvaða áhrif breytingar á eignarhaldi hafi hverju sinni. Oft sérhannaðar reglugerðir Sérhannaðar reglugerðir um fjölmiðla eru við lýði í mörgum þeirra landa sem fjallað er um í skýrslunni. Þær spanna allt frá há- marki á markaðsaðild hvers og eins ljósvakamiðils og fjölbreytni í eign- araðild til reglna sem ekki eru jafn sérsniðnar gagnvart fjölmiðlum og byggja á því að viðhalda eðlilegri samkeppni á mörkuðum. Í sumum tilfellum eru sérstök skilyrði í sam- keppnislögum sem taka til yfirtöku og samruna fjölmiðlafyrirtækja. Í öðrum löndum gilda sömu sam- keppnisreglur um fjölmiðla og hver önnur fyrirtæki. „Flest þeirra landa sem hafa sér- stakar reglur um hámarksmarkaðs- aðild fjölmiðlafyrirtækja á markaði standa nú frammi fyrir því að fyrir- tæki hafa náð þessu hámarki. Hins vegar virðist það vera vandamál hvernig bregðast eigi við þessari þróun. Ekki virðist vera til nein að- ferð til að draga úr vexti fyrirtækja sem aukið hafa við markaðshlut- deild sína eingöngu vegna góðs gengis,“ segir Ward. Fjölbreytni fjölmiðla aldrei könn- uð Að því er fram kemur í skýrsl- unni er samþjöppun á fjölmiðla- markaði afar mismunandi eftir löndum og jafnframt innan hvers geira í löndunum tíu. Mikil sam- þjöppun í einum geira getur vegið upp á móti hóflegri samþjöppun í öðrum geira í sama landi. Hins vegar sýna útreikningar á sam- þjöppun á fjölmiðlamarkaði aukna samþjöppun í nær öllum geirum fjölmiðla sem skýrslan nær til. „Undanfarinn áratug hefur verið aukin samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlum í Evrópu og í kjölfarið hafa vaknað upp spurningar um fjölbreytni fjölmiðla,“ segir Ward. Spurður um hvort það sé öruggt að aukin samþjöppun á eignarhaldi leiði til minni fjölbreytni segir hann að þegar stórt sé spurt sé fátt um svör. „Það er tilhneigingin að halda að aukin samþjöppun á eignarhaldi leiði til frekari fábreytni í fjölmiðl- un. Það hefur þó aldrei verið kann- að, þó vissulega sé full ástæða til þess,“ segir Ward. Hann bendir á aðferðir sem Norðmenn hafa tileinkað sér, en skýrslan fjallar ekki um fjölmiðla- markaðinn í Noregi. Þar hefur verið komið upp stofnun sem hefur eftir- lit með efni fjölmiðla í því skyni að ganga úr skugga um að fjölbreytni í efnisvali sé gætt. Dagblöð á landsvísu óalgeng Ekki hefur einungis orðið aukn- ing á samþjöppun á eignarhaldi ljósvakamiðla. Mikið hefur verið um sameiningu fyrirtækja í rekstri prentmiðla á undanförnum áratug. Ástæðan er sögð langtíma hnignun á lesendafjölda og aukin samkeppni Kúabændur á landinu: Minni mjólk- urframleiðsla LANDBÚNAÐUR Mjólkurframleiðsla er um tveim milljónum lítra minni nú en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssam- bands kúabænda. Þar segir að mjólkurframleiðsla þurfi að aukast töluvert til að greiðslu- mark yfirstandandi verðlagsárs nýtist til fulls. Í byrjun þessa mánaðar var ónotað greiðslumark 13,8 milljónir lítra, sem samsvar- ar því að tæp 87 prósent af greiðslumarki hafi verið fram- leidd. Verði framleiðsla í júlí og ágúst áþekk og í fyrra er gert ráð fyrir að umframframleiðsla verði um þrjár milljónir lítra. ■ Samþjöppun fjölmiðla er afleiðing afnáms einokunar Aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópulöndum segir samkeppnislög verða æ mikilvægari. Litlir markaðir hafa sérstöðu. Myndi aldrei mæla með því að lög væru sett sem yrðu til þess að brjóta þurfi upp starfandi fyrirtæki á markaði. FORSETI ÍSLANDS ER HANN TILKYNNTI UM AÐ HANN MYNDI EKKI STAÐFESTA FJÖLMIÐLALÖGIN Ákvörðunin haði ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Málið er risið upp á Alþingi að nýju og spurt er að því hvort forseti muni staðfesta nýju lögin? HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra tilkynnti blaðamönnum á sunnudaginn að nýtt fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram og ekki yrði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um eldra frumvarpið. ELVAR STEINN ÞORKELSSON Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir að íslenska þýðingin á hugbúnaði Microsoft nái til flestra þátta en þó ekki allra, innviðir sem kerfisstjórar noti kunni t.d. enn að vera á ensku, en farið er eftir rannsóknum Microsoft á notkunarmynstri fólks við þýðinguna. HUGBÚNAÐUR MICROSOFT Í næsta mánuði verður fáanlegt íslenskt viðmót á nýjasta skrifstofuhugbúnaðar- vöndul Microsoft og stýrikerfi. Hægt verður að kaupa hugbúnaðinn með íslensku viðmóti eða hlaða viðmótinu niður af vef Microsoft. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SAMÞJÖPPUN Á FJÖLMIÐLAMARKAÐI Í EVRÓPU MJÓLKAÐ Mjólkurframleiðsla er tveimur milljónum lítra minni en á sama tíma í fyrra. Leigubílstjórar: Nær allir út- lendingar NEW YORK, AP Innan við fimmti hver leigubílstjóri í New York er fæddur í Bandaríkjunum og hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra. Samkvæmt útreikningum úr nýjasta manntali Bandaríkjanna eru nær 40.000 manns skráðir leigubílstjórar í New York. Af þeim eru 84 prósent innflytjendur til Bandaríkjanna. Manntalið er gert á tíu ára fresti og var það síð- asta gert árið 2000. Árið 1990 voru 64 prósent leigubílstjóra í New York innflytjendur og aðeins 38 prósent árið 1980. Fleiri leigubílstjórar eru fædd- ir í Vestur-Indíum (23 prósent) en Bandaríkjunum (16 prósent). Næst flestir eru fæddir í Suður- Asíu, þaðan kemur fimmti hver leigubílstjóri í New York. ■ FRESTAR DÓMSUPPKVAÐNINGU Þýskur dómari hefur frestað því að kveða upp dóm yfir Johannes Weinrich, samstarfsmanni hryðju- verkamannsins Ramirez Sanchez, sem var betur þekktur sem sjakal- inn. Weinrich er ákærður fyrir sex morð og 22 morðtilraunir. Dómar- inn hyggst bíða þar til vitnisburður Ramirez hefur borist á myndbandi. NEITUÐU ÚTGÁFU VEGABRÉFSÁ- RITANA Starfsmenn franska send- iráðsins í Moskvu neituðu að gefa út vegabréfaáritanir til Rússa á þriðjudag. Það gerðu þeir eftir að ráðist var á einn samstarfsmanna þeirra, að því er talið er vegna starfa viðkomandi. Vegabréfaá- ritanir hófust á ný í gær. ■ ■ EVRÓPA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.