Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 23
3FIMMTUDAGUR 8. júlí 2004 Í júlímánuði nota flestir góða veðrið til ferðalaga. Sumir nota helgarnar til að fara í styttri ferðalög og aðrir ferðast í heila viku og fara þá gjarnan í hringferð um landið. Margir kjósa að vera í góð- um tengslum við náttúruna og gista í tjaldi, aðrir kjósa að gista í ódýru svefn- pokaplássi og enn aðrir vilja gista á hóteli. Kostnaðurinn við gistinguna fer því eftir þeim gistimöguleikunum sem valdir eru. En hvert er meðalverðið á helstu gistimöguleikunum sem í boði eru fyrir einstaklinginn yfir nótt? Hér kemur svarið. Tjaldsvæði 500–1.000 krónur. Gistiheimili Svefnpokapláss 1.800–4.000 krónur. Uppábúið rúm 4.000–8.000 krónur. Farfuglaheimili Svefnpokapláss 1.800-3.500 krónur. Uppábúið rúm 3.500-6.000 krónur. Bændagisting Svefnpokapláss 1.600–2.500 krónur. Uppábúið rúm á bændagistingu 2.800–6.000 krónur. Hótel Hótelherbergi 3.500–14.900 krónur. [ GISTING Á FERÐALÖGUM ] 500–15.000 krónur Á ferðalögum er gott að gista í tjaldi. Það er langódýrasti gistimöguleikinn og snertingin við náttúruna er óviðjafnanleg. VELKOMIN á Landsmót UMFÍ í Skagafirði Það er stutt til Sauðárkróks frá öllum landshornum og aðstaða eins og best verður á kosið, veitingastaðir og verslanir hafa opið langt fram á kvöld og allt er til alls. Sauðárkrókur er góður kostur, skelltu þér þangað og njóttu helgarinnar. Ókeypis er á alla íþróttaviðburði og keppni á Landsmótinu, ókeypis er á allar kvöldvökur sem Landsmótsnefnd sér um og eins er ókeypis á tjaldsvæðið sem er í göngufæri frá íþróttaleikvanginum og miðbæ Sauðárkróks. Frábærir skemmtikraftar koma fram á kvöldvökum Landsmótsins. Ma. Karlakórinn Heimir • Álftagerðisbræður • Auddi & Sveppi • Geirmundur Valtýsson • Solla Stirða • Á móti sól. • Vox Feminae • Stuðmenn • The National Danish Performance Team LANDSMÓT ...nú líður mér vel VELKOMIN Fimmtudagur 8. júlí 9:00 – 23 Körfubolti 13:00 – 18 Borðtennis 13 – 22:45 Bridds 13:00 – 20 Skák 13:30 – 16 Gróðursetning 14 Línubeiting 15:30 – 19 Frjálsar íþróttir 19:00 – 21 Siglingar 20– 21:45 Fótboltaleikur 21 Glíma Föstudagur 9. júlí 8:00 – 17 Blak 8:00 – 17 Sund 9:00 – Golf 9 – 18:30 Skotfimi 10 – 13 Pönnukökubakst. 10 – 16 Knattspyrna 10 - 19:45 Bridds 10 – 15 Skák 11 – Jurtagreining 9 – 18 Badminton 14 –18 Frjálsar íþróttir 14 Hestadómar 15– 18 Ratleikur 16 Lagt á borð 17 – 19 Körfubolti 20 Setningarathöfn 21:10 Frjálsar íþróttir 21:30 Verdensholdet fimleikasýning 22 – 23:30 Kvöldvaka: Á Móti sól Geirmundur Valtýsson. Laugardagur 10. júlí 8 – 17 Sund 8:30 – 10 Boccia 9 Golf 9 – 11 Fimleikar 9 – 16 Skotfimi 9:30 – 17:15 Handbolti 10 Hestaíþróttir 10 – 11 Æskuhlaup 10 – 12 Frjálsar íþróttir 10 – 12:30 Boccia - fatlaðra 10 – 18:15 Bridds 10:40 – 16 Knattspyrna 11 – 13:45 Körfubolti 12 – 15 Fjallahlaup 13 Dans 13 – 17:15 Dráttarvélaakstur 14 – 16 Leikfimisýning 14:20 – 19 Blak 15 – 17:45 Frjálsar íþróttir 16 – 18 Pútt 18 – 19 Starfshlaup 20:30 – 23:30 Kvöldvaka: Lati Bær Auddi & Jói Vox Feminae Stuðmenn Álftagerðis- bræður Sunnudagur 11. júlí 9 – 15 Skotfimi 9 – 13 Körfubolti 10 Hestaíþróttir 10 Stafsetning 10 – 12:30 Knattspyrna 10 – 13:30 Frjálsar íþróttir 15:30 Mótsslit H V ÍT T & S V A R T 24. Landsmót UMFÍ 8.-11. júlí 2004 á Sauðárkróki www.landsmotumfi.is Grettir er einn frægasti kraftakarl Íslandssög- unnar og minningu hans er haldið á lofti með ýmsum hætti í Miðfirðinum í Húna- þingi vestra. Leiðsögn um æskuslóðir hans er eitt af því sem ferða- mönnum býðst alla sunnudaga í sumar frá 20. júní til 15. ágúst. Sögustundin byrjar kl. 10.30 á hlaðinu á Bjargi þar sem Grettir tók sín fyrstu skref út í lífið og síðan er gengið um nágrennið í eina klukkustund. Þar eru stórir steinar sem öllum gefst kostur á að reyna að lyfta, sannkölluð Grettistök, og komið er að þúfu þar sem höf- uð Grettis er grafið. Betra er að fara með gát á þeim stað því um álagablett er að ræða. Bjarg er um 10 kílómetra frá þjóðvegi 1 við Laugarbakka í Mið- firði. Þar er nú tvíbýli og nýlega hefur verið komið upp upplýs- ingaskilti um Gretti og þær minjar sem tengjast honum. Meðal þess sem vert er að skoða þar er minnisvarði um Ás- dísi Bárðardóttur, móður hans, með fjórum lágmyndum eftir Halldór Pétursson. Pétur Jónsson, safnvörður á Reykjum í Hrúta- firði, segir áform um að koma upp menning- armiðstöð á Laugarbakka í Miðfirði á kom- andi árum. Þar verði sett upp sýning um Gretti, útbúinn leikjagarður fyrir börn á öllum aldri og miðlað upplýsingum um sögu svæð- isins og þá fjölbreyttu möguleika sem Húna- þing vestra hefur að bjóða ferðamönnum. ■ Í Húnaþingi: Ásmundur byggði á Bjarginu, átti soninn... Aflraunakeppni á Grettishátíð. Sögustaðir Íslands: Ferðafélagi í fríið Sögustaðir Íslands er handhæg bók sem er nýkomin út eftir Örn Sigurðsson landfræðing. Hún beinir athyglinni að rúmlega 280 athyglis- verðum stöðum þar sem merkisatburðir úr Íslandssögunni hafa átt sér stað frá land- námsöld til okkar daga, þjóðsögur gerst og þjóðkunnir menn hafa vaxið úr grasi. Vísað til þeirra staða á Íslandskorti innan á bókarkápu. Texti bók- arinnar er á íslensku, ensku og þýsku. Hún er létt og meðfærileg gormabók og ætti að geta orðið góður ferðafélagi þeirra sem vilja þekkja sögu lands og þjóðar. Útgefandi er Mál og menning. ■ Textinn er á íslensku, ensku og þýsku. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, sími 511 1515 netfang: outgoing@gjtravel.is heimasíða: www.gjtravel.is ÓTRÚLEGT VERÐ! Beint leiguflug frá Keflavík til Zürich 11.07. 18.07. og 08.08. Beint leiguflug frá Zürich til Keflavíkur 17.07. 24.07. 31.07. 07.08. og 14.08. Verð aðeins 11.350,- hvora leið! Flugvallaskattar og þjónustugjöld innifalin. Takmarkarð sætaframboð. Hafið samband við utanlandsdeild okkar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.