Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 37
ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA K Ö -H Ö N N U N / P M C LAUGARDAG 10. 07. 04 GUS FYRSTU 200 FÁ FRÍTT INN TÓNLEIKARNIR HEFJAST KL. 23.17 MIÐAVERÐ 1500 KR. HÚSIÐ OPNAR KL. 11 SÍÐUSTU TÓNLEIKAR EYFA Í STJÖRNUTÚRNUM 2004 FRÁBÆR FÖSTUDAGSSTEMMNING EFTIR GRILLIÐ! „DANSKA LAGIГ, „ÁLFHEIÐUR BJÖRK“ „ÉG LIFI Í DRAUMI“, „NÍNA“ „KANNSKI ER ÁSTIN“, „DAGAR“ O.M.FL. JÓHANN HJÖRLEIFSSON, FRIÐRIK STURLUSON, JÓN ÓLAFSSON, BERGÞÓR PÁLSSON, STEFÁN HILMARSSON, BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON. KLIKKAR EKKI Á STUÐINU EFTIR TÓNLEIKANA SÉRSTAKIR GESTIR: EYFI ÍSi MIÐNÆTUR- TÓNLEIKAR DJ FÖSTUDAG 09. 07. 04 GUS FIMMTUDAGUR 8. júlí 2004 Velvet Revolver: Contraband „Velvet Revolver kemur bara nokkuð á óvart, átti allt eins von á að þetta væri aum tilraun gamalla rokkara til að ná sér í smá aur enda hefur útkom- an af svoleiðis ævintýrum verið allt önnur en góð hingað til. Contraband er hins vegar ágætis frum- raun frá Velvet Revolver sem er vonandi komin til að vera.“ SJ Fear Factory: Archetype „Archetype er ekkert meistaraverk, lumar bara á sprettum hér og þar, en er mér þó meira að skapi en fyrri verk hljómsveitarinnar.“ SJ The Cure: The Cure „Þetta er reiða hliðin á The Cure sem hefur fengið að fljóta með í nokkrum lögum áður, en sem hef- ur aldrei verið splæst á heila plötu. Þetta er hug- rökk plata og tilraunir Ross Robinson ganga upp. Besta og heilsteyptasta plata The Cure frá því að Disintigration kom út árið 1989.“ BÖS Janet Jackson: Damita Jo „Óumdeilanlega hefur einlægnin verið víðs fjarri þegar þessi plata, Damita Jo, var unnin. Maður sér fljótlega í gegnum þunnan undirtón plötunnar og sígild, en dauðþreytt formúlan, að selja Janet sem kynlífstákn. Janet Jackson er fær í flest, sungið get- ur hún, en hér gerir hún allrækilega í buxurnar.“ SJ Mike Pollock: World Citizen „Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síð- an með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu.“ FB Sonic Youth: Sonic Nurse „Á meðan Sonic Youth heldur áfram að hjakka í sama farinu þá verður ást mín á sveitinni að vera eins og til fjarskyldra frænda hjá mér í stað elsken- da, þannig er það nú bara. Fín plata, lítið meira en það. Tími til þess að senda sveitina á rokkspítal- ann.“ BÖS Method Man: Tical 0 - The Prequel „Þrátt fyrir nokkrar hlustanir er ekkert lag sem kveikir af einhverju viti í mér, undirspilið er þunnt og maður gerir ekki öflugt hip-hop á rappinu einu saman, grunnurinn verður að vera góður. Og þeg- ar hvort tveggja bregst þá er fokið í flest skjól.“ SJ Keane: Hopes and Fears „Góður flutningur, góður söngur, góður hljómur og ágætar útsetningar. Það er samt ekkert sem fangar athyglina. Ullin er bara eins og á hinum kindun- um, augnaráðið jafn tómt og laust við alla dul- speki. Að sama skapi er hún gjörsamlega laus við tilgerð og óþarfa töffarastæla.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR PLATA VIKUNNAR Velvet Revolver er hljómsveit sem sett var saman úr fyrrum liðsmönnum Guns N’ Roses og Stone Temple Pilots. Fyrsta plata þeirra lofar góðu. PLATA VIKUNNAR Benedikt Reynisson, konungur undirdjúpanna og umsjónar- maður Karate, X-ið 977 „Ég hef verið að hlusta á nýjustu breiðskífu bandarísk-japönsku sveitar- innar Deerhoof, Milk Man. Deerhoof á sér fáar líkar og er hljóðheimur hennar á köfl- um einstakur. Tónlistin er hávaðasöm og tilraunakennd undir niðri en á yfirborðinu heyrast sykur- sætar og s t u n d u m b a r n s l e g a r melódíur. Það mætti líkja sveitinni við það ef Blonde Redhead, The Shaggs, Thinking Fellers Union Local 282, Yoko Ono og The White Stripes yrði hrært saman í einn framandi graut. Milk Man er án efa þeirra poppaðasta skífa og mæli ég með henni sem og síðustu tveim breiðskífum þeirra.“ Ólafur Páll Gunnarsson, Rás 2 „Er náttúrulega búinn að vera á Hróarskeldu í fimm daga. Ég endurnýjaði kynni mín á Neil Young plötunni Mirror- ball frá 1995, svo er ég núna að hlusta á nýju Cypress Hill plötuna. Mér finnst hún sæmileg. Svo er ég rétt að- eins búinn að hlusta á The Cure plöt- una, hún hljómar mjög vel við fyrstu hlustun.“ Róbert Aron Magnússon, doktor í rappfræðum „Ég er búinn að vera að hlusta á The Streets, Grand Don’t Come for Free. S k e m m t i l e g blanda af Hip hop, dub, ska og uk garage töktum og geðveikislega breskum hreim frá Mike Skinner. Þessi plata er talsvert rólegri en sú fyrri en ansi athyglisverð. Mæli með henni fyr- ir þá sem hafa gaman af tilrauna- kenndri tónlist.“ | Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? | Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.