Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 12
12 8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR MICHAEL MOORE Í PARÍS Fransmenn flykktust í bíóhús á miðvikudag þegar nýjasta mynd róttæklingsins Michael Moore, Fahreinheit 9/11, var frumsýnd. Ríkisstjórn Bush er óvinsæl í Frakklandi og setti myndin aðsóknarmet í flokki heimildarmynda strax fyrsta kvöldið. Nordjobb: Mest aðsókn til Noregs ATVINNUMÁL „Á þessu ári hafa 72 komið til landsins til að vinna og 76 íslenskir unglingar farið til hinna Norðurlandanna hingað til,“ segir Alma Sigurðardóttir, tómstundafulltrúi hjá Norræna félaginu, en félagið sér um allar umsóknir vegna Nordjobb sem er mannskiptaáætlun Norður- landanna. Gegnum Nordjobb getur ungt fólk sem vel er að sér í tungumálum sótt sumar- störf í Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku, Færeyjum eða Finn- landi og fólk þaðan sótt vinnu hér á Íslandi. Mesta aðsóknin á þessu ári er til Noregs en þar eru launin að jafnaði aðeins hærri en annars staðar auk þess sem góður tími gefst til ferðalaga um þetta fal- lega land. Alls sóttu 2.600 manns um starf þar gegnum Nordjobb af 4.200 umsækjendum á árinu. Áætlunin er fjármögnuð af Nor- rænu ráðherranefndinni og Nor- rænu félögunum. Alma segir að fátt sé meira spennandi en starfa erlendis á þessum aldri en Nordjobb er ætlað öllum á aldrinum 18 til 26 ára sem áhuga hafa. „Það er eng- inn efi að eitt slíkt sumar situr lengi í minningunni enda eru langflestir mjög ánægðir þegar heim er komið aftur.“ ■ Um 20 tonn af hrefnukjöti á neytendamarkað fljótlega: Helmingur þegar seldur SJÁVARÚTVEGUR „Þarna eru ekki um meira en 20 tonn af kjöti að ræða svo það verður vandræðalaust að selja það,“ segir Gunnar Jóhanns- son hjá Félagi hrefnuveiðimanna en það félag sér um sölu á því hrefnukjöti sem til féll við vís- indaveiðar Hafrannsóknastofnun- arinnar sem nú er lokið. Gunnar segir að afar mikil eftirspurn sé eftir fersku kjöti á borð við það sem nú sé í boði og þegar hafi verslunarkeðjurnar Nóatún og Samkaup tryggt sér tíu tonn til að byrja með. „Þar með er helming- urinn farinn og miðað við það verð sem hvalkjötið er selt á er þess ekki langt að bíða að afgang- urinn klárist.“ Hrefnukjötið verður selt í neytendavænum pakkningum og gert er ráð fyrir að kílóverð verði innan við 700 krónur. Annars veg- ar verða tvær góðar steikur í öskju og svo stendur til að útbúa sérstaka grillöskju enda þykir mörgum grilluð hvalsteik gómsæt með afbrigðum. Félagsmenn eru því afar bjart- sýnir en aðeins seldust 13 tonn af því hrefnukjöti sem til féll í fyrra og verður því um umtalsvert betri sölu að ræða á þessu ári ef tekst að klára öll 20 tonnin. ■ Í óskilum: Eitt stykki kafbátur SVÍÞJÓÐ, AP Ómannaður kafbátur sem fannst undan ströndum Svíþjóðar í síðasta mánuði til- heyrir breska sjóhernum að sögn sænskra flotayfirvalda. Bretar hafa þó litlar tilraunir gert til að nálgast þennan kaf- bát sinn. Hann er hlaðinn myndavélum og sónar og er rúmlega 70 milljóna króna virði. Bretar viðurkenndu eftir flotaæfingar í maí að þeir hefðu týnt dvergkafbáti sem notaður er til að leita að tundur- duflum. Bretar voru ekki þeir einu sem týndu slíkum smákaf- báti. Norðmaður gekk fram á einn slíkan frá Bandaríkja- mönnum sem hafði rekið á land í Vestur-Noregi. Um 20 ríki nota kafbáta þessarar gerðar. ■                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ HREFNUKJÖT Á DISKINN MINN Margir fá enn vatn í munninn þegar minnst er á hrefnukjöt en heil kynslóð hefur vaxið úr grasi án þess að bragða slíkt kjöt. MIÐBORG HELSINKI Tæplega 80 Íslendingar sækja sumarvinnu til hinna Norðurlandanna þetta sumarið gegn- um Nordjobb. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.