Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 46
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var 17 ára þegar söngleikurinn Hárið var frumsýndur hér á landi. Það var árið 1971 þegar Hárið var sett upp í Glaumbæ í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. En það sem fáir vita um af ferli stjórnmálakonunn- ar Ingibjargar Sólrúnar er að í Hárinu 1971 sá hún um propsið í sýningunni. „Mitt hlutverk fólst fyrst og fremst í því að halda utan um alla búninga og leikmuni,“ segir Ingi- björg Sólrún, sem var á þessum tíma að velta því fyrir sér hvort hún ætti að leggja leiklist fyrir sig. „Ég var svona að spá í að gerast leikkona en ég var ekki búin að klára menntaskóla og það réði úr- slitum. Í eitt ár stundaði ég kvöld- nám í Leiklistarskólanum Sál með- fram menntaskólanum en svo þurfti ég að velja á milli og ein- hvern veginn varð menntaskólinn ofan á.“ Ingibjörg segir leiklistarnámið úr Sál-skólanum hafa nýst henni í starfi á margvíslegan hátt. „Í skól- anum lærði ég raddbeitingu, öndun og að tjá mig fyrir framan hóp af fólki. Þessi grunnur nýtist ekki ein- göngu í leikhúsi því þetta skiptir máli í öllum störfum, hvort sem það er kennsla, pólitík eða við- skipti. Stjórnmálamenn nota rödd- ina og líkamstjáningu mjög mikið og ef þeir ætla að sannfæra ein- hverja um ágæti þess sem þeir hafa fram að færa, verða þeir að beita röddinni og líkamanum með þeim hætti að það skili sér.“ En hvað er eftirminnilegast í huga Ingibjargar Sólrúnar frá Hár- inu í Glaumbæ? „Það sem kemur upp í hugann er aðallega tauga- veiklunin sem var í kringum nekt- arsenuna,“ segir hún. „Það var mjög óvanalegt að fólk kæmi nakið fram í leikhúsi á þessum tíma og því var einhvern veginn alltaf stress í kringum þessa senu. Ef leikurunum fannst ljóskösturunum beint of mikið í áttina að sér varð oft mikill æsingur og allir voru sammála um að senan ætti að vera mjög stutt. Svo skulfu leikararnir á beinunum fyrir hverja sýningu yfir því hvort í áhorfendasalnum væri að finna gamla frænku eða vinafólk foreldranna.“ En skyldi Ingibjörg sakna hippaáranna? „Það er margt sem maður saknar út af fyrir sig sem fylgdi hippaárunum en allt hefur sína kosti og galla. Þetta hæfilega kæruleysi var hollt og sjarmerandi á sinn máta. Hipparnir voru í upp- reisn gegn því valdboði og þeim hraða og neyslukapphlaupi sem þá var í íslensku samfélagi og voru að brjótast undan ákveðnum kröfum um hvernig fólk ætti að haga sér og hvað því ætti að finnast. Samfélag- ið var miklu einsleitara þá en það er nú á dögum og uppreisnin jók svigrúm einstaklinganna til að fá að vera til á eigin forsendum. En þetta hafði líka sína galla og það voru ýmsir sem töpuðu áttum í þessu frelsi. Hippaárunum fylgdi talsverð eiturlyfjaneysla en auðvitað takmarkaðist hún við ákveðinn hóp og oft hefur mér fundist gert meira úr neyslunni en efni standa til.“ Ingibjörg Sólrún telur að ís- lenskt samfélag sé að einhverju leyti komið aftur á sama stig og fyrir 30 árum hvað varðar valdboð, hraða og neyslu í samfélaginu og því ekki ótímabært að staldra aftur við hugsjónir hippanna í Hárinu sem frumsýnt verður annað kvöld í Austurbæ. tora@frettabladid.is ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Askja. John Edwards. Næsland. Úr propsi í pólitík „Þetta er algjör unglingaþáttur,“ segir Anna Katrín Guðbrandsdótt- ir, en í dag fer fyrsti sjónvarpsþátt- urinn hennar í loftið á Popptíví. „Ég sé um þáttinn ásamt Heiðari Austmann sem er algjör snilldar- gaur. Við ætlum að stíla inn á fram- haldsskólaaldurinn, félagslífið og hvað krakkarnir eru að gera og hugsa.“ Anna Katrín er sjálf framhalds- skólanemi í MA og á tvö ár eftir í stúdentspróf. „Í vetur ætla ég að taka mér ársleyfi frá námi og snúa mér að nýjum hlutum. Þessi þáttur er það sem ég er að gera núna og vonandi næsta vetur.“ Eftir að Anna Katrín flutti suður á dögunum ákvað hún að athuga með vinnu hjá Norðurljósum þar sem hún kynnist starfsfólkinu þar vel í gegnum Idolið. „Ég bjóst aldrei við að fá svona góða vinnu,“ segir Anna Katrín. Aðspurð hvort að störf við fjöl- miðla heilli segist Anna Katrín varla hafa leitt hugann að því áður en hún fékk vinnuna á Popptíví. „Ég ætlaði alltaf að verða læknir en við skulum segja að það er alla vegna búið og mér finnst nýja vinnan ógeðslega skemmtileg.“ Þátturinn verður alltaf í beinni útsendingu og að sögn Önnu verður efnið ótrúlega fjölbreytt. „Við byggjum þetta upp á vinsælustu tónlistinni, viðtölum, fáum hljóm- sveitir í heimsókn og förum út í bæ og spjöllum við fólk.“ Flestir þekkja nýja þátta- stjórnandann úr Idolinu en að- spurð segist hún ekkert ætla syn- gja á Popptíví. „Þessi þáttur er eitthvað allt annað og nýtt, ég ætla því ekkert að syngja.“ Þátt- urinn verður alla virka daga á Popptíví milli 17 og 19. ■ ANNA KATRÍN OG HEIÐAR Þátturinn verður alltaf í beinni útsendingu og byggist upp á vinsælustu tónlistinni og áhugamálum unglinganna. 38 8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR LEIKLIST INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR ■ Brynja Benediktsdóttir leikstjóri setti upp Hárið í fyrsta sinn á Íslandi í Glaum- bæ árið 1971, aðeins þremur árum eftir að söngleikurinn sló í gegn á Broadway. Hárið var á fjölunum þar til Glaumbær brann en í uppfærslu Brynju sá Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um propsið. SJÓNVARPSÞÁTTUR ANNA KATRÍN OG HEIÐAR AUSTMANN ■ byrja með nýjan sjónvarpsþátt á Popptíví í dag. Þátturinn verður sannkallaður unglingaþáttur. INGIBJÖRG SÓLRÚN Segir taugaveiklunina sem skapaðist í kringum nektarsenur í Hárinu í Glaumbæ með því eftirminnilegasta. „Ef leikurunum fannst ljós- kösturunum beint of mikið í áttina að sér varð oft mikill æsingur og allir voru sammála um að senan ætti að vera mjög stutt.“ í dag Fannar er saklaus Snæfríður stendur með Jóni Baldvin Tombólustjóri Ástþórs gufar upp HÁRIÐ Rokksöngleikurinn verður frumsýndur í Austurbæ á morgun. M YN D : B Ö R KU R SI G ÞÓ R SS O N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Flutti suður í sjónvarpið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.