Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2004 Framkvæmdastjóri Verslunarráðs: Ísland taki Breta til fyrirmyndar Árekstur í Hafnarfirði: Þrír strætisvagnar rákust samanEFNAHAGSMÁL Þór Sigfússon, fram-kvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands, vill að íslenska ríkisstjórnin fari að dæmi Breta, sem hyggjast segja upp meira en hundrað þús- und ríkisstarfsmönnum í hagræð- ingarskyni. „Þróunin í ríkisrekstrinum er því miður nákvæmlega sú sem við höfum varað við. Útgjöldin aukast stöðugt og fjölmargar stofnanir eru orðnar áskrifendur að auka- fjárveitingum,“ segir Þór. „Eina ráðið við þessum vanda er að marka stefnu um fækkun ríkis- stofnana og ríkisstarfsmanna. Breska ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um fækkun ríkisstarfs- manna og slíkt verðum við einnig að gera. Íslendingar eru nú í þriðja sæti á meðal OECD-ríkja yfir sam- neyslu á mann og við stefnum á heimsmetið,“ segir Þór. Hann bendir á að nær engin um- ræða fari nú fram á vettvangi stjórnmálanna um fækkun stofn- ana en stöðugt komi fram hug- myndir um nýjar stofnanir. Nú séu 230 ríkisstofnanir hérlendis en 130 í Bretlandi. „Það er alveg ljóst að ef við bíð- um með aðgerðir þar til í hreint óefni er komið eru miklu meiri lík- ur á því að sparnaðaraðgerðir komi niður á þeim sem síst skyldi,“ seg- ir Þór Sigfússon. ■ DÓMSMÁL 23 ára gamall Akureyr- ingur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn vald- stjórninni með hótunum um of- beldi og líflát. Einnig hlaut tvegg- ja mánaða skilorðsbundinn fang- elsisdóm 21 árs gamall Akureyr- ingur fyrir þátttöku í árásinni. Dómurinn var kveðinn upp fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra sl. föstudag. Mennirnir tveir höfðu hlaupið uppi og ráðist á mann við Borgar- bíó á Akureyri í júnílok á síðasta ári. Maðurinn sem ráðist var á hlaut af nefbrot, auk þess sem tvær tennur í efri gómi brotnuðu, fyrir utan skurðsár, mar og bólgur. Þegar lögreglu bar að var eldri árásarmaðurinn mjög æstur og hafði uppi miklar hótanir í garð lögreglu. Hótaði hann að drepa bæði lögreglumenn, börn þeirra og fjölskyldur. Þá mun hann hafa ausið skömmum og svívirðingum yfir alla sem nálægt honum komu. Mönnunum tveimur var gert að greiða manninum sem þeir réð- ust á rúmar 330 þúsund krónur með vöxtum og dráttarvöxtum auk þess sem þeim var gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talið laun verjenda sinna. ■ ÁREKSTUR Þrír voru fluttir á spítala með minniháttar áverka þegar þrír strætisvagnar rákust saman við hringtorg í miðbæ Hafnarfjarðar um hádegisbil í gær. Áreksturinn bar að með þeim hætti að aftasti vagninn keyrði á vagn fyrir fram- an hann sem rakst á þriðja vagn- inn. Allir bílarnir skemmdust nokkuð en sá aftasti áberandi mest. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig áreksturinn bar að eða hvort aft- asti vagninn hafi keyrt of hratt miðað við aðstæður, en vagnarnir fyrir framan munu hafa verið á hægri ferð. ■ FORVARNARMÁL Samkvæmt könnun umferðarfulltrúa Slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu eru 69 prósent barna án öryggishjálma þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupa- hjól. Sérstaklega virðist áberandi að nánast engir unglingar nota hjálma og hjálmaleysið færist sí- fellt neðar í aldursstiganum. Flestir gáfu upp það svar að sér þætti það hallærislegt að vera með hjálm þegar þeir voru inntir eftir hjálmleysinu og áberandi var að margir höfðu ekki velt fyrir sér hættunni sem fylgir því að hjóla berhöfðaður. Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, segir það óviðunandi að aðeins rúmlega 30 prósent barna og unglinga noti hjálm og það verði að bregðast strax við. Hann bendir á ábyrgð foreldra í þessum málum því lög- um samkvæmt eiga börn undir fimmtán ára aldri að bera hjálm við hjólreiðar og það sé foreldr- anna að fylgja því eftir að þau geri það. ■ Hjólreiðar barna og unglinga: Fáir nota hjálm Réðust á mann og hótuðu lögreglu: Dæmdur í þriggja mánaða fangelsi                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ ÞÓR SIGFÚSSON Segir að á Íslandi séu starfandi 230 ríkis- stofnanir en aðeins 130 í Bretlandi. AFTASTI STRÆTISVAGNINN Aftasti vagninn er mest skemmdur af bif- reiðunum þremur. KRISTJÁN SNÆR ÞÓRSSON Hann datt af reiðhjóli í ágúst í fyrra og var ekki með hjálm. SKEMMTISTAÐURINN SJALLINN Maður sem ráðist var á við Borgarbíó á Akureyri í fyrrasumar hafði verið að skemmta sér í Sjallanum og var á heimleið þegar tveir menn réðust á hann. Annar árásarmannanna hafði átt í væringum við þann sem ráðist var á inni á skemmtistaðnum fyrr um kvöldið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.