Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 14
Prófaðu að fara í eina stóra innkaupaferð í matarbúð á
viku og slepptu öllum skyndibitamat. Þú finnur strax
mun á buddunni og í staðinn fyrir nokkrar kortafærslur
þá er bara ein stór þannig að þú sparar á öllum sviðum.
Þegar gefa á gjafir við hátíðleg tækifæri eins og
fermingar, brúðkaup og stórafmæli slær fólk gjarna
saman í gjöfina. Það er þá hvorttveggja gert til að
spara peninga og jafnframt til að geta gefið eigu-
legri hluti. En hvað er eðlilegt að hver leggi í
púkkið?
Ingunn Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá Tékk-
Kristal í Kringlunni, segir að þegar fólk slær saman
sé algengt að hver leggi út um það bil 2.500 krónur. Ef
hins vegar fólk kaupi gjafir eitt og sér séu hlutir á
verðbilinu 1.990 krónur upp í 2.900 algengastir. „Ég
verð oft vör við að tveir eru að slá saman, en stundum
eru það miklu fleiri. Ef tveir eru um gjöfina er svo
margt fallegt sem fólk getur fengið fyrir peninginn,
Við seljum til dæmis mikið af Menu-sósuskálum sem
kosta 5.950 krónur. Það var einmitt hjá mér kona áðan
sem er boðin í sex brúðkaup í sumar,“ segir Ingunn.
„Hún sagðist ekki kaupa gjöf fyrir meira en 2.500
krónur, sem mér finnst mjög eðlilegt.“
Ingunn segir allan gang á því hvað einstaklingur
borgar ef hann slær í púkk með pörum. „Ég verð vör
við að stundum er það hálfur hlutur á móti pari, en
dæmi eru um að sá staki borgi sama og parið.
Það er líka annað sem mig langar að benda á,“
segir Ingunn. „Það er yfirleitt alltaf sama fólkið í fjöl-
skyldunni sem fer og kaupir gjafirnar og leggur út
peningana. Ég reyni að brýna það fyrir fólki að rukka
áður en farið er í veisluna því það er allt of algengt að
illa gangi að innheimta peningana.“
Ingunn segist finna fyrir því undanfarin tvö ár að
fólk kaupi ódýrari gjafir en áður. Gjöf fyrir um það
bil 2.500 krónur getur verið óskaplega fín, en ef fólk
ætlar hins vegar að setja peninga í umslag finnst því
að 5.000 krónur sé lágmark.“
Jórunn Skúladóttir, verslunarstjóri hjá Bodum,
segist heyra á gólfinu hjá sér að ef fólk er slá saman í
merkisafmæli eða brúðkaup sé 5.000-10.000 á mann
algengast. Sömuleiðis að einstaklingar borgi gjarnan
sama og parið.
„Fólk er ekki endilega að spara með því að slá
saman heldur frekar að fá eigulegri gjöf. Hér eru
nokkrir hlutir sem eru sívinsælir, til dæmis Foundue-
pottarnir sem kosta á bilinu 13.000 -15.000, og skálar
sem kosta frá 2.200 upp í 5.900.“ ■
Lára Björk Bragadóttir er 16
ára og vinnur sem gæslumaður
við smíðavöll á Seltjarnarnesi í
sumar. Þetta er þriðja sumarið
sem hún vinnur fyrir sér og síð-
astliðinn vetur byrjaði hún
einnig að vinna með námi við af-
greiðslustörf í Hagkaupum. „Ég
var mjög heppin að fá vinnu þar
í vetur því vanalega taka þeir
ekki svona ungt fólk í vinnu.
Mér finnst rosalega gaman að
eiga pening til að kaupa mér föt
og svoleiðis og finnst þannig
gott að vera aðeins byrjuð að sjá
fyrir mér sjálf,“ segir hún. Lára
Björk hefur nám við Mennta-
skólann í Reykjavík í haust og
ætlar þá jafnframt að vinna í
Hagkaupum með skólanum. „Ég
þekki mjög marga á mínum
aldri sem eru að vinna í sumar
og eru flestir þeirra að vinna í
unglingavinnunni. Svo þekki ég
nokkra krakka úr Reykjavík
sem fara út á land á sumrin til
að vinna á hótelum,“ segir hún.
Margir af þeim sem Lára
Björk þekkir leggja sumar-
hýruna fyrir eða allavega hluta
af henni. „Ég þekki nokkra sem
leggja fyrir hluta af peningnum
sem þeir vinna sér inn yfir
sumarið inn á svona lokaðan
reikning í bankanum og láta
summuna ávaxta sig. Þá eru
þeir annaðhvort að safna sér
fyrir einhverju ákveðnu eða þá
að safna sér fyrir háskólanámi
sem þeir ætla sér að stunda í
framtíðinni. Lára Björk segist
ekki vera byrjuð að leggja fyrir
en ætli sér að bæta úr því. „Ég
er í ágætlega vel launaðri vinnu
og stefni á háskólanám þannig
að ég þarf að fara að huga að
þessu fljótlega,“ segir hún.
halldora@frettabladid.is
Góð ráð
INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON,
FÉLAGSFRÆÐINGUR OG LEIÐBEINANDI
Á NÁMSKEIÐUM FJÁRMÁLA, SKRIFAR
HUGLEIÐINGAR UM SPARNAÐ.
Mikilvægt að setja markmið
Sæll
Mig langar að vita hvað þú ráðleggur
varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem
ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og
er í háskóla? Einnig langar mig að vita
hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftrygg-
ingum fyrir ungt fólk?
Kveðja!
Guðlaug B. Guðjónsdóttir
Sæl Guðlaug.
Það fyrsta sem þú ættir að gera er að
setja þér markmið fyrir næstu þrjú til
fimm árin. Spurðu þig hvernig þú viljir
sjá fjármálin þín líta út að þeim tíma
liðnum. Það er allt í lagi að setja sér há-
leit markmið því þau eru ekki síður
raunhæf en hin hófsömu. Settu þér
markmið fyrir alla útgjaldaliðina þrjá:
Sparnað, framfærslu og skuldir. Láttu
framfærsluna þína eða væntanlegar
greiðslur af námslánum eða öðrum
skuldum ekki hafa áhrif á sparnaðinn og
öfugt. Það er nefnilega farsælast að
sinna hverjum útgjaldalið fyrir sig óháð
hinum.
Þú spyrð um sparnaðinn sérstaklega.
Þar ráðlegg ég þér að spara í tvennum
tilgangi. Annars vegar til þess að eiga
fyrir stærri eða óvæntum útgjöldum svo
þú þurfir ekki að taka neyslulán. Hins
vegar til þess að fjárfesta seinna í ein-
hverju sem gæti skilað þér arði. Ég
ráðlegg þér því að taka hluta af tekjum
þínum, hverjar svo sem þær eru, og
leggja þær fyrir. Prófaðu 10% til að byrja
með. Ekki ætla þér að spara of háa
upphæð. Í sparnaði er það ekki upp-
hæðin sem skiptir máli heldur vextirnir
og tíminn sem þú gefur þér í sparnað-
inn. Í sparnaði er þolinmæði dyggð.
Álit mitt á söfnunarlíftryggingu fer eftir
því hvað ég myndi ætla mér með henni.
Liti ég á líftrygginguna sem öryggi fyrir
fjölskyldu mína, ef ég félli skyndilega frá
hefði ég lítið með sparnaðarhlutann að
gera. Væri ég hins vegar að horfa á
mögulegan sparnað eða útborgun úr
tryggingunni eftir einhvern árafjölda,
myndi ég frekar skoða hvort ég fyndi
ekki aðrar og áhrifaríkari sparnaðar-
leiðir. Þú finnur einfaldlega sjálf rétta
svarið með því að spyrja þig um tilgang-
inn og hver sé besta leiðin til þess að ná
honum.
Gangi þér vel,
Ingólfur Hrafnkell
Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is
80%veðsetningarhlutfall
Stokkaðu upp fjármálin
Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar-
bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við
skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur
fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla
13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
www.frjalsi. is
– með hagstæðu fasteignaláni
H
im
in
n
o
g
h
a
f/
90
40
44
2
5,40% 5,95% 6,50% 7,50%
30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990
40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580
2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust *
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði
af 1.000.000 kr.*
Vextir %
Boðið til veislu:
Hvað eiga gjafirnar að kosta?
Gjafakaup
Ef til stendur að slá saman í gjöf er best að skipuleggja það vel.
Best er að allir leggi fram sinn skerf áður en gjöfin er keypt, en
ef einhver einn leggur út eiga hinir að borga áður en farið er í
veisluna.
Þó auðveldasta lausnin sé kannski að kaupa kort og stinga
peningum í umslag er oft mun ódýrara að velja fallega gjöf.
Það er engin klisja að hugurinn er það sem máli skiptir þegar
fólk gefur gjafir. Það gildir á afmælum og brúðkaupum rétt eins
og á jólum, að lítil gjöf, valin af kostgæfni, er oft kærkomnari
en dýrar og ópersónulegar gjafir.
Sósuskálar eru vinsælar til brúðargjafa.
Þessi kostar 5.950 og fæst í Tékk Kristal.
Fallegir kryddstaukar sem eru bæði til prýði
og gagns eru tilvalin gjöf.
Rúmföt eru alltaf vel þegin. Falleg rúmföt fyrir
brúðhjónin kosta kosta 5.980 hjá Tékk Kristal.
Flottar karöflur er eitthvað sem allir
vilja eiga. Þessar fást hjá Bodum.
Foundue-pottur er
vinsæl gjöf hjá
Bodum. Þeir kosta á
bilinu 13 til 15.000.
Skálar eru sívinsælar tækifærisgjafir og kosta hjá Bodum frá 2.200 upp í 5.900.
Lára Björk Bragadóttir vinnur sem
gæslumaður við smíðavöll á
Seltjarnarnesi í sumar og vinnur í
Hagkaupum á veturna með námi.
Lára Björk og sumarvinnan:
Gott að geta séð fyrir sér