Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 22
Rjómakökukast eða falin myndavél? Í dag er þjóðhátíðardagur Frakka, hinn svokallaði Bastilludagur, í til- efni þess að franska byltingin hófst á þessum degi árið 1789. Það voru uppreisnarmenn Parísar sem gerðu áhlaup á Bastilluna með það í huga að rífa hana niður. Bastillan var konunglegt virki sem í augum borgarbúa var táknræn fyrir ger- ræði Bourbon-konungsættarinnar. Árásin er sögð upphafið á frönsku byltingunni, áratug sem einkennd- ist af upplausn í stjórnmálum og breyttist fljótt í ógnarstjórn. Konungi Frakka, Lúðvík XVI var komið af stóli og þúsundir manna, þar á meðal konungurinn og kona hans María Antointette voru tekin af lífi. Bastillan var upphaflega byggð árið 1370 til að verja borgarveggi Parísar gegn árásum Englendinga. Hún var fyrst nýtt sem fangelsi á 18. öld, þar sem broddborgarar fanganna voru látnir dúsa, svo sem pólitískir fangar og njósnarar. Flestum þeirra var hent í fangelsi án rétt- arhalda að skipunum konungs. Þegar leið á sumar árið 1789, var Frakkland á brún uppreisnar. Mikill matarskortur var í landinu það ár og andúð almennings á Lúðvík XVI breyttist í mikla reiði. Í júni lýsti þriðja valdið, fulltrúar almennings og lægri stétta kirkj- unnar, sig sem þjóðarþing og krafðist þess að stjórnarskrá yrði skrifuð. Í fyrstu virtist Lúðvík ætla að verða við þeim kröfum, en þess í stað umkringdu hermenn hans borgina og Jacques Necker, vinsæll umbótaprestur, var rek- inn. Afleiðing þess var almenn upplausn í París og uppreisnarleið- togar fóru að láta á sér kræla. ■ RÁÐIST GEGN BASTILLUNNI Árásin gegn Bastillunni og frelsun fanga markar upphafið að frönsku byltingunni. Uppreisn hefst „Ég var í ballett í þrettán ár en ætlaði mér aldrei að verða dans- ari, þetta var meira svona graf- alvarlegt hobbí,“ segir Margrét Bjarnadóttir sem heldur til Hollands í haust i danshöfunda- nám. „Fyrir fjórum árum hætti ég í dansinum og fór aðeins að ferð- ast um heiminn og snúa mér að allt öðrum hlutum. Ég var svolítið hrokafull og gaf út stórar yfirlýs- ingar þegar ég hætti að dansa. Mér fannst þá frekar hallærislegt að læra að verða danshöfundur og fannst að ég gæti allt eins stofnað bílskúrsdanshóp og gert allt upp á eigin spýtur ef ég vildi leggja þetta fyrir mig. Það sama fannst mér gilda um nám í myndlist og skapandi skrifum en svo þroskað- ist ég sem betur fer og ákvað skora mig á hólm.“ Margrét sótti um dansskóla í Amsterdam og Arnhem. „Ég ætl- aði upphaflega bara að sækja um einn skóla í Amsterdam en svo opnaði ég spakmælabók, kannski til að leita svara. Ég lokaði augun- um og benti á spakmæli frá Hawai sem hljómaði svona. „Til eru fleiri en einn dansskóli,“ segir Margrét og hlær. „Maður verður svo hjá- trúarfullur í svona ferli og mér fannst ekki annað hægt en að taka mark á bókinni fyrst hún setti þetta fram á svona einfaldan hátt. Ég sótti því líka um skóla í Arnhem í Hollandi og ætla að fara þangað jafnvel þó ég sé ekki búin að fá svarið frá Amsterdam. Það er mikið að gerast í listum í Hollandi og ég hlakka til að fá að velta mér upp úr klisjum, gera mistök og halda áfram að þroskast í námi í nýju landi.“ ■ Skoraði sjálfa sig á hólm MARGRÉT BJARNADÓTTIR Verður næstu tvö árin í danshöfundanámi í listaháskólanum í Arnhem í Hollandi. 14 14. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ AFMÆLI EMMELINE PANKHURST Kvenréttindakonan Emmeline Pankhurst er fædd á þessum degi árið 1858. 14. JÚLÍ Ingveldur Sigurðar- dóttir (Lilly), kaup- maður og hannyrða- kona, er 80 ára í dag. Af því tilefni mun hún taka á móti ætt- ingjum og vinum á heimili sínu, Nesbala 7, klukkan 16-20. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona er 32 ára. Andri Snær Magnason rithöfundur er 31 árs. Pétur Hafliði Marteinsson knattspyrnu- maður er 31 árs. ■ ANDLÁT Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, áður til heimilis á Laugavegi 96, Reykjavík, lést sunnudaginn 11. júlí. Snorri Rögnvaldsson, Kríuhólum 2, Reykjavík, lést föstudaginn 9. júlí. Victor Björgvin Ingólfsson pípulagn- ingameistari, Ísalind 8, Kópavogi, lést fimmtudaginn 8. júlí. Þórunn Kristrún Elíasdóttir (Dúdda), dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík, lést laugardaginn 10. júlí. ■ JARÐARFARIR 13.30 Guðmundur Stefán Karlsson, Baldursgötu 26, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Gunnar Christiansen, Prestastíg 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju. 13.30 Sigríður Guðrún Sveinsdóttir, Torfholti 2, Laugarvatni, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju. Sunna Dóra Einarsdóttir verður átján ára gömul í dag en hún hefur birst á sjónvarpsskjánum sem draumastarfsmaður sjón- varpsstöðvarinnar Popptíví. „Starfið felst í því að flakka á milli sjónvarpsþátta og aðstoða þáttastjórnendur á ýmsan máta,“ segir Sunna. „Þetta var svolítið erfitt fyrst því strákarnir hérna á stöðinni eru alltaf að pína mig en svo er ég farin að venjast þessu.“ Meðal þess sem lagt hefur verið á Sunnu Dóru er rjómaköku- kast og fallhlífarstökk. „Það var reyndar gaman að fara í fallhlíf- arstökk en svo eru þeir líka búnir að vera að keyra á jeppum í drullupolla og skvetta þannig yfir mig en þetta eru reyndar bara strákarnir í 70 mínútum sem láta svona og ég hef alveg gaman að þessu, sérstaklega núna eftir að ég er að verða aðeins ófeimnari við alla.“ Sunna var fengin í falda myndavél fyrir stuttu. „Þá var ég klædd í mjög stutt pils og stóð við rúllustigann að beygja mig eftir hlutum. Svo skammaðist ég í strákunum ef þeir voru eitthvað að kíkja. Það vandræðilega var reyndar að ég hitti svo mikið af strákum úr skólanum sem ég kannaðist við en ég mátti ekkert segja þeim. Þeir voru allir farnir að hneykslast á mér fyrir að vera svona gáluleg í Kringlunni og þetta var frekar furðuleg upplif- un. Ég vona bara að þeir hafi horft á sjónvarpið og séð að þetta var bara falin myndavél.“ Sunna segir ýmis forréttindi fylgja nýja starfinu. „Ég fæ ókeypis í bíó út allt árið, fékk síma, leikjatölvu og leiki og bráðum fæ ég til dæmis að fara í verslunarferð þar sem ég eyði ákveðinni upphæð af peningum.“ Sunna veit ekki hvaða ævin- týri bíða hennar á afmælisdag- inn. „Þegar ég mæti í vinnuna veit ég aldrei hverju ég á von á. Ég veit þó að í dag fer ég að minnsta kosti í þátt til Heiðars Austmann og Önnu Katrínar til að spjalla við þau. Þau eru komin með nýjan unglingaþátt og fara örugglega mjúkum höndum um mig á afmælisdaginn. Annars held ég að það viti enginn á stöðinni að ég eigi afmæli svo ég á ekki von á neinu sérstöku í til- efni dagsins. Í staðinn fyrir að halda upp á afmælið í dag ætla ég að halda gott partí um næstu helgi.“ ■ AFMÆLI SUNNA DÓRA EINARSDÓTTIR ■ er starfsmaður draumadjobbsins á Popptívi. Hún hefur lent í ýmsu furðu- legu í vinnunni og veit ekki hvaða verk- efni bíða hennar á afmælisdaginn. DANS MARGRÉT BJARNADÓTTIR ■ Ákvað að sækja um skóla í Amsterdam til að fara í danshöfundanám en spakmæli frá Hawai leiddi hana til Arnhem. 14. JÚLÍ 1789 FRANSKA BYLTINGIN ■ Áhlaup á Bastilluna. SUNNA DÓRA Er starfsmaður á Popptíví í sumar og eyðir afmælisdeginum meðal annars í nýjum sjónvarpsþætti Önnu Katrínar og Heiðars Austmann. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR (Hulla) Meistaravöllum 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. júlí kl. 10.30. Jón Bergmann Ingimagnsson Þórdís Karlsdóttir Guðrún Erla Ingimagnsdóttir Valdimar Stefánsson Eiríkur Ingimagnsson Sigríður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn ■ ÞETTA GERÐIST 1223 Lúðvík VIII tekur við krúnunni í Frakklandi af föður sínum, Fillip Ágústus. 1456 Ungverjar sigra Ottómana í bardag- anum um Belgrad. 1933 Allir stjórnmálaflokkar í Þýskalandi eru bannaðir, fyrir utan Nasistaflokkinn. 1940 Eistland, Lettland og Litháen verða hluti af Sovétríkjunum. 1958 Íraski herinn steypir konungnum af stóli. 1965 Bandaríska geimfarið Mariner 4 flýg- ur fram hjá Mars og sendir myndir af plánetunni til jarðar. 2001 Tilkynnt er að Ólympíuleikarnir 2008 muni fara fram í Peking í Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem leikarnir verða haldnir þar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.