Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 4
FJÖLMIÐLALÖG Ákvörðun ríkis- stjórnarinnar er „stjórnskipuleg valdníðsla“ segir Ragnar Aðal- steinsson sem mætti á fund alls- herjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að for- seti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. „Löggjafarvaldið er hjá kjós- endum og forsetinn bíður niður- stöðu þeirrar löggjafar,“ segir Herdís. Að sögn Herdísar er Al- þingi ekki einkahandhafi löggjaf- arvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önn- ur lög heldur einnig rétthærri Al- þingi og forseta Íslands sem sam- an fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráð- gjafi Halldórs Ásgrímssonar, tel- ur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. „Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnars- kránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn,“ segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttar- lögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti aftur- kallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. „Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnar- skrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri lag- anna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent,“ seg- ir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, sam- kvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. „Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýr- ing á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæða- greiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild,“ segir Ragn- ar. sda@frettabladid.is BRUSSEL, AP Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að ólöglegt hafi verið að hlífa ríkisstjórnum Frakklands og Þýskalands við sektum vegna brota á Stöðug- leikasáttmálanum um fjármál að- ildarríkja evrunnar. Stöðugleika- sáttmálinn gerir ákveðnar kröfur um fjármálastjórn ríkjanna sem eru aðilar að evrunni. Fjármálaráðherrar Evrópu- sambandsins tóku í nóvember þá ákvörðun að beita ekki heimildum til að sekta ríkisstjórnir Frakk- lands og Þýskalands þótt fjárlaga- halli þar hafi verið umfram við- miðanir þrjú ár í röð. Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi verið ólögmæt en leggur ekki til leiðir til úrlausnar málsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins fagnar úrskurðinum og segir Romano Prodi, formaður framkvæmdastjórnarinnar, að fylgispekt við almennar reglur sé besta leiðin til að tryggja stöðug- leika í álfunni. Talsmenn þýska fjármálaráðu- neytisins fagna einnig niðurstöð- unni. Þeir segja að í úrskurðinum komi fram að nauðsynlegt sé að gefa svigrúm við framkvæmd Stöðugleikasáttmálans. ■ 4 14. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Mannshvörf frá árinu 1991: Ellefu manns horfnir MANNSHVÖRF Alls hafa hérlendis horf- ið 11 einstaklingar frá árinu 1991 til ársloka 2003, aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó, samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf. Skráin byggir á upplýs- ingum frá lögreglustjóraembættun- um, en þeim ber að tilkynna ríkislög- reglustjóra um horfna menn innan þriggja mánaða frá því að manns- hvarf er tilkynnt. Í samantekt kemur fram að allir hinna horfnu eru karlmenn eða drengir, þrjú börn og tveir erlendir ferðamenn. Talið er að átta af þeim sem saknað er hafi fallið í sjó, foss eða ár og einn hafi horfið í óbyggð- um. Um tvo er ekki vitað annað en að þeir fóru frá heimilum sínum. „Það fer alltaf fram einhver rannsókn en þegar talað er um sakamálarannsókn þá hefur vaknað grunur um jafnvel refsivert at- hæfi,“ segir Gísli Pálsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá embætti rík- islögreglustjóra. Einungis er vitað til þess að eitt þessara mála hafi verið rannsakað sem sakamál, það er hvarf Valgeirs Víðissonar. Til hans hefur ekkert spurst frá því 19. júní árið 1994, þá átti hann tæpan mánuð í þrítugsafmælið. Í skrif- legu svari dómsmálaráðherra á Al- þingi í fyrra kom fram að frá árinu 1945 hafi horfið 47 einstaklingar aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó. ■ Stjórnskipuleg valdníðsla Lögspekingar sem komu á fund allsherjarnefndar í gær sögðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri „stjórnskipuleg valdníðsla“ og að hún hefði „bundið hendur forseta“. Aðrir töldu hana standast stjórnarskrá. Fangi fær mánuð í viðbót: Faldi hass í klefa sínum DÓMSMÁL Mánuði var bætt við fangavist refsifanga á Litla- Hrauni auk þess sem gerð voru upptæk tæp 50 grömm af hassi sem fundust í klefa hans, sam- kvæmt dómi Héraðsdóms Suður- lands sl. mánudag. Fangaverðir fundu hassið að morgni 14. októb- er, árið 2003, vafið í pappír í kassa undir rúmi ákærða í klefa hans í fangelsinu. Í ákæru var ætlað að hassið hafi að verulegu leyti verið ætlað til sölu. Maðurinn játaði brot sitt að öðru leyti en því að hafa ætlað að selja efnið og var fallið frá þeim lið ákærunnar. ■ Viðskiptahalli Bandaríkjanna: Minni í maí WASHINGTON, AP Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam um 3.300 milljörðum króna í maí og lækk- aði um 4,5 prósent frá því í apríl. Búist var við því að viðskiptahall- inn drægist saman en viðsnúning- urinn var kröftugri en búist hafði verið við. Gengi Bandaríkjadals styrktist á mörkuðum við fréttirnar en lágt gengi hans er talin ein helsta ástæða þess að útflutningur var meiri í maí en nokkru sinni fyrr, enda bandarískar vörur hlutfalls- lega ódýrari en áður. ■ GEORGE BUSH Talinn ákveðnari en keppinautur hans um forsetaembættið, John Kerry. Fleiri telja Kerry þó gáfaðan. Bandarískir kjósendur: Bush ákveðnari og hrokafyllri WASHINGTON, AP Bandarískir kjós- endur telja George Bush Banda- ríkjaforseta ákveðnari og hroka- fyllri en keppinautur hans úr liði demókrata, John Kerry. Bush fyll- ir auk þess fleiri Bandaríkjamenn bjartsýni en Kerry að því er fram kom í skoðanakönnun sem kynnt var í gær. Í augum nær allra bandarískra kjósenda eru forsetaframbjóðarn- ir báðir ríkir. Ívið fleiri töldu þó Bush ríkan en Kerry. Fleiri voru þó á þeirri skoðun að Kerry væri gáfaður en Bush. Fjórir af hverjum fimm að- spurðra töldu lýsingarorðið eiga við Kerry meðan rúm sextíu prós- ent töldu Bush gáfaðan. ■ ■ BANDARÍKIN REPÚBLIKANAR STYÐJA NADER Óháði forsetaframbjóðandinn Ralph Nader nýtur góðs af repú- blikönum þessa dagana. Í ljós hefur komið að af 700 milljónum sem hann hefur safnað í kosn- ingasjóði eru 35 milljónir komnar frá stuðningsmönnum repúblik- ana sem vona að hann setji strik í reikning demókratans John Kerry. Fylgist þú með Formúlu 1 í Sjónvarpinu? Spurning dagsins í dag: Mun Eiður Smári Guðjohnsen eiga gott tímabil með Chelsea? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 61% 39% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is UM BORÐ Afrískir flóttamenn horfa til lands þegar þeir lögðust að bryggju í Sikiley á mánu- dag. Nokkrum stundum síðar var áhöfn skipsins handtekin. Afrískir flóttamenn: Áhöfn skips handtekin SIKILEY, AP Ítölsk yfirvöld hand- tóku skipstjóra og þýskan hjálpar- starfsmann eftir að 37 afrískum hælisleitendum var leyft að ganga á land á Sikiley í gær. Hælisleitendurnir, sem segjast koma frá héraðinu Darfur í Súd- an, höfðu beðið um borð í skipi í Miðjarðarhafi í rúmlega þrjár vikur meðan Ítalir, Þjóðverjar og Möltumenn deildu um hver veita ætti flóttamönnunum hæli. Eftir að ítölsk stjórnvöld voru beitt þrýstingi fengu flóttamennirnir loks inngöngu í landið. Nokkrum stundum síðar gaf lögregla þó út yfirlýsingu þess efnis að í ljós hefði komið að flóttamennirnir væru ekki frá Súdan. Þá var ákveðið að hand- taka áhöfn skipsins og hjálpar- starfsmann fyrir að veita ólögleg- um innflytjendum aðstoð. ■ Stærsta flugfélag Perú: Fær ekki að fljúga LÍMA, AP Hundruð farþega urðu strandaglópar eftir að stjórnvöld í Perú settu bann á stærsta flugfé- lag landsins, Aero Continente, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Ástæða bannsins var sú að flugfélagið fékk engar tryggingar en í síðasta mánuði settu banda- rísk stjórnvöld það á svartan lista fyrirtækja sem grunuð eru um að tengist eiturlyfjaflutningum. Flugfélagið hefur vísað algjör- lega á bug öllum ásökunum þar að lútandi en vera flugfélagsins á listanum verður til þess að það fær engar tryggingar. ■ 1991 1 1992 0 1993 2 1994 4 1995 0 1996 0 1997 0 1998 0 1999 0 2000 1 2001 0 2002 3 2003 0 Alls 11 *Aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó. Evrópusambandið: Stóru ríkin fái ekki að sleppa UNDIR FÁNA ESB Evrópudómstóllinn gerir athuga- semdir við að Frakklandi og Þýska- landi sé hlíft við sektum. RAGNAR AÐALSTEINSSON Ragnar sagði að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. JÓN SVEINSSON Telur lög ríkisstjórnarinnar standast stjórnarskrá. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRAEMBÆTTIÐ Ríkislögreglustjóri heldur skrá yfir einstaklinga sem horfið hafa og ekkert til spurst, annarra en farist hafa við störf á sjó. Grunur er um saknæmt athæfi í hvarfi manns frá árinu 1994. FJÖLDI HORFINNA FRÁ 1991*

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.