Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2004
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
1
2
8
6
1
Lotto.is er líka sölusta›ur lottó.
fiú getur keypt eina rö› e›a fleiri
– e›a bara sett tölurnar flínar í áskrift.
Nú eru 130.000.000 ástæ›ur til a›
fara á næsta sölusta› e›a lotto.is.
Sjó›heitur
milljónapottur!
16
Ef flú kaupir 10 ra›a se›il gætir flú komi›
flér og fjölskyldu flinni til kóngsins Køben!
Mazda3 T Sedan 1,6 l kostar a›eins 1.805.000 kr.
Aukahlutir á mynd: álfelgur og flokuljós
Mazda3
– margver›launa›ur bíll á ótrúlegu ver›i
H
im
in
n
o
g
h
a
f
-
9
0
4
0
4
7
0
Vaka-Helgafell hefurgefið út kiljuna
Tímar í lífi þjóðar eftir
Indriða G. Þorsteinsson.
Bókin hefur að geyma
sögurnar Land og syni,
Norðan við stríð og 79
af stöðinni. Saman
draga þessar sögur upp yfirlitsmynd
af því skeiði íslenskrar sögu þegar
nútímasamfélag var að myndast í
skugga hernáms, þjóðflutninga og
kalda stríðsins.
Hjá Máli og menn-ingu er komin út í
kilju Mávahlátur eftir
Kristínu Marju Baldurs-
dóttur. Bókin kom fyrst
út árið 1995. Bókin seg-
ir frá þegar allt fer á
annan endann í frið-
sælli veröld þorps
þegar Freyja birtist einn daginn,
komin aftur frá Ameríku. Brátt verður
hús afa og ömmu vettvangur flók-
inna ástamála og kynlegrar atburða-
rásar þegar hið rótgróna kvennasam-
félag fer úr skorðum.
Bókaútgáfan Hólarhafa gefið út bókina
Genfarsamningarnir.
Genfarsamningarnir
eru hornsteinn alþjóð-
legra mannúðarlaga.
Hlutverk þeirra er að
draga úr eyðileggingar-
áhrifum stríðs og veita fórnarlömbum
þess vernd. Samningarnir vernda þá
sem ekki taka þátt í ófriði, eða hafa lagt
niður vopn og reisa skorður við því
valdi sem stríðsaðilar geta beitt. Í bók-
inni er að finna samningana fjóra frá
1949 og bókanir við þá frá 1977.
■ NÝJAR BÆKUR
Í dag klukkan 14 verður haldin
Samgönguhátíð í Skaftafelli í til-
efni af því að 30 ár eru liðin frá
opnun hringvegarins, þegar brúin
yfir Skeiðará var tekin í notkun.
„Það var her manna og kvenna að
vinna við Skeiðarárbrú 1973-74,“
segir Ragnar Frank Kristjánsson
þjóðgarðsvörður og hefur þeim
verið boðið til hátíðarinnar. Dag-
skráin hefst á því að gestum verð-
ur ekið frá þjónustumiðstöð í
gistihúsið Bölta. Þar mun Kjartan
Ragnarsson lesa úr vatnadeginum
mikla, þar sem segir frá för
Þórbergs og konu hans yfir Skeið-
arársand 1933.
„Við erum nánast búnir að gera
upp vatnadrekann sem var notað-
ur frá 1961 til 1973 og hann verð-
ur til sýnis. Svo mun samgöngu-
ráðherra opna nýja göngubrú yfir
Morsá til að auðvelda aðgengi inn
í Bæjarstaðaskóg og inn í Morsár-
dal.“ Kvikmynd og ljósmyndir
verða sýndar frá brúargerðinni
og segir Ragnar að það sé hollt að
nota tækifærið til að líta um öxl,
jafnvel til þess tíma þegar það var
talið óvinnandi vegur að brúa
Skeiðará. „Harmonikkufélag
kemur og spilar og ef hann helst
þurr verður þetta mjög skemmti-
leg dagskrá.“ ■
AFMÆLI
SKEIÐARÁRBRÚ ER 30 ÁRA.
■ Samgönguhátíð hefst klukkan 14
þegar lagt verður upp frá þjónustu-
miðstöðinni í Bölta.
Var talið óvinnandi vegur
VIÐ OPNUN HRINGVEGAR
Á SKEIÐARÁRSANDI
Þegar Skeiðarárbrú var opnuð 1974 var
hún mikil samgöngubót.