Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 28
20 14. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli „Ég held ég sé ennþá fullur,“ sagði vinur minn þegar ég hitti hann á Skóla- v ö r ð u s t í g n u m þegar hann var nýkominn úr 30 ára afmælisveislu ónefnds banka- starfsmanns í KB banka. Vinur minn hafði verið beðinn um að halda ræðu í afmælinu en í stað þess að halda hefðbundna lofræðu tjáði hann veislugestum hvað honum hefði þótt erfið tilhugsun að láta sjá sig í þessu afmæli. Hann notaði tækifærið til að rifja upp þann tíma sem afmælisbarnið hafði leitt hann út í gjaldþrot og endaði á því að biðja fólk um að skála fyrir mann- inum sem hafði svívirt minningu foreldra sinna. Að þeim orðum lokn- um var klappað í salnum, hversu einkennilegt sem það má virðast, en vinur minn hljóp út í geðshræringu. Afmælisbarnið gekk út á eftir vini mínum til að biðja hann um að snúa aftur. Hann lét til leiðast en eftir að komið var inn sturtaði vinur minn í sig slatta af áfengi og byrjaði að rífast við afmælisbarnið yfir þveran og endilangan veislusalinn. Því næst stoppaði hann hljómsveit- ina í miðju lagi og ákvað að halda aðra ræðu. Ég fer ekki út í innihald þeirra ræðu af siðferðilegum ástæð- um en hafi fyrri ræðan haft einhver áhrif er víst að seinni ræðan náði gjörsamlega að drepa alla stemn- ingu á staðnum. Sumir veislugest- anna forðuðu sér heim og ættingjar afmælisbarnsins urðu viti sínu fjær af reiði. Dyravörðurinn gerði að lokum tilraun til að henda vini mínum út og sú tilraun heppnaðist eftir að nokkrir stæðilegir karlmenn komu til aðstoðar. Þrátt fyrir allar hrakfarirnar var vinur minn ósköp venjulegur þegar ég hitti hann tuttugu mínútum síðar á Skólavörðustígnum. Hann sagði mér frá afmælinu viðburðaríka fremur rólegur í fasi og vottaði ekki fyrir eftirsjá yfir gjörðunum. Enda er vinur minn að læra leiklist og var ráðinn af afmælisbarninu til að setja uppákomuna á svið til að hrista upp í samkomunni, hversu einkenni- legt sem það má virðast. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRA KARÍTAS SEGIR KJAFTASÖGU ÚR ÞRÍTUGSAFMÆLI Skandall í afmæli KB bankastarfsmanns M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Hey, maður á víst að skoða fæð- ingarbletti sína með reglulegu millibili! Akkúrat! Helst ekki! Þú ERT veikur, Jói! Ég er giftur... tvö börn... VERTU ALVÖRU MAÐUR og TÉKKAÐU á mér! Jájá... flottur! Ég er ennþá með undarlegan blett á bakinu eftir að ég sofnaði í sólbaði á níunda áratugnum! Ertu til í að kíkja á’edda? Hvað meinar þú „helst ekki“? Hvað veist þú nema að ég sé ALVARLEGA veikur! Við frjósum í nótt! Tjaldið uppfyllir ekki lengur kröfur Sameinuðu þjóðanna. Hva! Þetta er ekkert verra en að pikk’ upp skonsu með stórt tjald! Djöfulsins heppni var það að ég kveikti í tjaldinu þínu Rocky! Þú varst einmitt horf- inn til að sleppa við að hitta bilaða dráttinn frá í gær! Af hverju tekur þú aldrei stelpurnar í þínu tjaldi? Þá eru alltaf einhver tjöld með engum stelpum sem koma og renna upp buxna- klaufinni þegar maður er í miðri sinni verstu stóð- hesta-pósu! Sem leiðir til uppistands eins og þegar maður kveikir óvart á pornóinu þegar maður er að horfa á kassann með ein- hverri stelpu.! Huuu... Je... dúdd a... Festir þú flugdrekann í trénu ha? Neibb. ...Hundinn í að elta íkorna. Úbbs! Eftir því sem þau stækka meira, sofa þau fastar. Veiðiskapurinn heldur áfram og veiði- menn víða eru að fá fína veiði eins og í Hítará á Mýrum en þar hafa veiðst um 100 laxar og síðasta holl veiddi 31 lax. Laxinn er komin um alla á og mikið er í sumum hyljum hennar. „Við vorum að koma úr Straum- fjarðará og þrátt fyrir erfið skilyrði fengum við 18 laxa hollið og það er í góðu lagi,“ sagði Marteinn Jónasson, á veiðislóðum við Straumfjarðará. Yfir 30 laxar eru komnir á land úr Krossá á Skarðsströnd og þar hafa um 70 laxar farið í gegnum teljarann. Miðá í Dölum hefur gefið 3 laxa og um 100 bleikjur, veiðimaður sem var þar við veiðar fyrir fáum dögum missti rígvænan fisk. Veiðin gengur því víða vel þessa dagana en sumir veiðimenn þurfa að lesa sig til um veiðiskapinn og þess vegna skulum við aðeins tala um bæk- ur, en Stangaveiðihandbókin var að koma út. Þetta er þriðja Stangaveiðihandbók- in sem kemur út og í henni er fjallað um hátt í 400 veiðiár og -vötn á svæðinu frá Hrútafjarðará austur um að Jök- ulsá á Fjöllum. Eins og í fyrri bindun- um tveimur er gerð mjög ítarleg grein fyrir veiðimöguleikum, hvar hægt er að kaupa veiðileyfin og hvað þau kosta en að auki eru birtar nánari upplýsing- ar um veiðisvæðin og rætt er við veiði- menn og þá sem með veiðiréttinn fara. Höfundur bókarinnar er Eiríkur St. Eiríksson, sem kunnur er fyrir skrif sín um stangaveiðar en hann er jafnframt ritstjóri Skip.is -sjávarútvegsvefs Fiskifrétta. Fyrsta bindi Stangaveiðihandbókar- innar kom út sumarið 2002 og í því var fjallað um svæðið frá Brynjudal í Hval- firði að Brunasandi á mörkum Vestur- og Austur-Skaftafellssýslu og í öðru bindinu, sem kom út í fyrrasumar, var viðfangsefnið veiðisvæði á Vesturlandi og Vestfjörðum. Með þessu þriðja bindi í bókaflokknum er því búið að fjalla um vel á annað þúsund veiðisvæði á land- inu en með IV bindinu, sem væntanlegt er næsta sumar, verður hringnum lok- að með umfjöllun um veiðisvæði á aust- anverðu landinu. Að sögn Eiríks hafa viðtökur við fyrri bindunum tveimur verið mjög góðar og hann gerir ekki ráð fyrir öðru en þessari bók verði jafn vel tekið enda Norðurlandið þekkt fyrir góðar lax- veiðiár og margir ferðamenn leggja leið sína þangað. „Það hefur hins vegar vantað til- finnanlega góðar upplýsingar um sil- ungsveiðimöguleika á mörgum vatna- svæðum norðanlands og þá á ég ekki síst við um veiðimöguleikana á hinum víðfeðmu heiðar-löndum á Arnarvatns- heiði og Tvídægru, Víðidalstunguheiði, Grímstungu- og Haukagilsheiði og svo á Auðkúluheiði þar sem miklar breyt- ingar hafa orðið eftir að Blanda var virkjuð. Návígi virkjana og veiðisvæða eru reyndar gerð góð skil í bókinni. Þá er ítarlega fjallað um veiðimöguleika á Skaga, svo dæmi séu nefnd, en þar er að finna mörg frábærlega góð veiði- vötn,“ segir Eiríkur St. Eiríksson sem var við veiðar í Stóru-Laxá í Hreppum, þegar við náðum tali af honum. ■ VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Stangaveiðihandbókin EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON Flettir fyrsta eintakinu af stangaveiðihand- bókinni, en bókin var að koma út og fjallar um 400 veiðiár, frá Hrútafjarðará austur um að Jökulsá á Fjöllum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.