Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 8
14. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Framkvæmdastjóri NATO um Írak: Leggur til frekari aðkomu NATO ÍRAK, AP Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, ætlar að kynna leið- togum aðildarríkjanna nýjar tillög- ur í mánuðinum, um hvernig bandalagið geti komið frekar að málum í Írak. Í síðasta mánuði samþykktu aðildarríki NATO að taka að sér herþjálfun Íraka. Scheffer vonast til að geta kynnt tillögur sínar í ágústbyrjun. Ekki liggur fyrir hvað hann kem- ur til með að leggja til við Hosyar Zebari, utanríkisráðherra Íraks, sem var í opinberri heimsókn í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins í gær. Hann lagði til að NATO aðstoði við landamæraeftirlit eða sjái um öryggisgæslu við verk- efni á vegum Sameinuðu þjóðannna í Írak. Scheffer segist bíða eftir skýrslu hernaðarsérfræðinga NATO sem fóru til Íraks í vettvangsrann- sókn og munu leggja tillögur sínar fram í kjölfarið. Málið er viðkvæmt því Frakkar sögðu á fundinum í júní að það kæmi ekki til greina af sinni hálfu að NATO athafni sig í Írak. Þeir leggja til að þjálfun Írakshers fari fram í öðru landi en bandarísk stjórnvöld telja það ekki gerlegt. ■ Kæra veglagningu um námasvæði Landeigendur í Hrauni í Grindavík hafa kært úrskurð Skipulags- stofnunar um lagningu Suðurstrandarvegar. Vegagerðin bíður niður- stöðu til að geta boðið út fyrsta áfanga veglagningarinnar. SAMGÖNGUR Ein kæra barst vegna úr- skurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar milli Þorláks- hafnar og Grindavíkur. Stofnunin gaf úrskurð sinn í lok maí og rann kæru- frestur út 2. júlí sl. Þeir sem kæra úr- skurðinn eru eigendur jarðarinnar Hrauns í Grindavík, en þar er stund- aður námarekstur í Hraunsnámum. Jarðeigendur vilja að vegstæðinu verði breytt þannig að vegurinn liggi ekki um Hraunslandið og námasvæð- ið, enda myndi hann, að þeirra áliti, setja námureksturinn í uppnám. Að öðrum kosti er þess krafist að úr- skurður Skipulagsstofnunar verði felldur úr gildi í heild sinni. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að fyrsti áfangi Suður- strandarvegar væri í raun tilbúinn í útboð um leið og lokið væri umfjöll- un og kærumálum á vettvangi Skipu- lagsstofnunar. Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, bjóst við að kæra landeigenda í Hrauni bærist Vegagerðinni á næstu dögum til umsagnar. „Það er nú ekki mein- ingin að skerða neitt möguleikana til efnistöku þarna í Hraunslandinu,“ sagði hann og bjóst við að hægt yrði að ná lendingu í málinu tiltölulega fljótt. Hann segir stefnt að því að bjóða út fyrsta áfanga Suðurstrand- arvegar undir lok árs, en það er veg- spottinn frá Grindavík um Hrauns- land og yfir að Ísólfsskála. „Þá er komið yfir á jafnlendi aftur hinum megin og ætti framkvæmdin að koma vel að notum við að halda veg- inum opnum lengur en hægt hefur verið hingað til,“ sagði hann. Í úrskurði Skipulagsstofnunar frá því í maílok er fallist á lagningu vegarins með ákveðnum skilyrð- um, svo sem um samráð við Um- hverfisstofnun um endanlega legu á ákveðnum köflum. Úttekt Skipu- lagsstofnunar var viðamikil og tók t.d. bæði til mögulegra áhrifa á fornminjar og áhrifa á náttúrufar, svo sem á fuglalíf. Vegarins hefur verið beðið með nokkurri eftir- væntingu síðustu ár, en horft er til þess að með lagningu vegarins verði Suðurlandið og Suðurnesin orðin eitt atvinnusvæði. olikr@frettabladid.is 30% afsláttur á öllum síum í júlímánu›i Kraftvélar ehf. · Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3501 · www.komatsu.is Opið: mán.–fim. 9–23.30 fös. 9–00.30 lau.–sun. 10–00.30 Leigjum út VHS og DVD myndir í tvo sólarhringa Einnig VHS og DVD tæki Tilvalið í sumarbústaðinn Sunnumörk 2 (nýja verslunarmiðstöðin í Hveragerði) Eigum laust fyrir hópa í júlí og ágúst Nánari upplýsingar og tilboð í síma 897-1189 og imi@khi.is. JAAP DE HOOP SCHEFFER Vonast til að geta lagt tillögur sínar fram um næstu mánaðarmót. SUÐURSTRANDARVEGUR GRINDAVÍKURMEGIN Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við lagningu Suðurstrandarvegar, sem tengja á Suð- urland og Suðurnes þannig að úr verði eitt atvinnusvæði Grindavíkurmegin, um leið og kærumálum fyrir Skipulagsstofnun er lokið. FUGLAR Á VÁLISTA SEM GÆTT VAR AÐ VEGNA LAGNINGAR SUÐURSTRANDARVEGAR Fuglar Hætta vegna vegagerðar Aðalstaður á athafnasvæði Himbrimi Lítil-nokkur Hlíðarvatn Skrofa Engin Björgin, á sjó Sjósvala Engin Á sjó Stormsvala Engin Á sjó Súla Engin Á sjó Grágæs Lítil Hlíðarvatn Skutulönd Lítil Hlíðarvatn Straumönd Lítil Vogsósar, ströndin Gulönd Nokkur Hlíðarvatn Haförn Lítil-nokkur Þrír gamlir staðir Fálki Lítil Þrír gamlir staðir Svartbakur Lítil-nokkur Hafnarsandur, víðar Stuttnefja Lítil Krýsuvíkurberg Hrafn Lítil-nokkur Nokkrir staðir Átta stungnir: Mánudagur til meiðsla PAMPLONA, AP Mánudagurinn síðasti var sá blóðugasti það sem af er San Fermin-hátíðinni í Pamplona á Spáni þetta árið. Átta einstaklingar fengu að kenna á hornum nautanna sem þeir reyndu að hlaupa á undan og í það minnsta tíu til viðbótar meidd- ust með einum eða öðrum hætti. Hlaupið á mánudaginn fór ágætlega af stað en versnaði eftir því sem á leið. Verstur var loka- spretturinn. Hlaupararnir féllu hver um annan þveran í þröngum innganginum að girðingunni þar sem safna átti nautunum saman í lok hlaupsins. Nautin gátu ekki annað en rutt sér leið í gegnum þvöguna því á eftir þeim komu hundruð hlaupara sem þrýstu þeim áfram. ■ TEKIST Á LOFT Þessi fékk flugferð þegar naut lyfti honum í hlaupinu á mánudaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.