Fréttablaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Að láta ljós
sitt skína
Íforundran hlusta ég ekki baraheldur stari líka á þá og þær sem
nánast allt vita og allt skilja. Það er
ekki lítið að fá að hlusta gapandi á
fólk sem án umhugsunar skýrir fyrir
mér allskyns gátur. Gátur sem ég
hélt að væri ekki hægt að ráða. Ég,
sem ósköp venjulegur maður, dáist
svo að sumu fólki sökum gáfna þess
og ályktunarhæfni. Sumt af þessu
fólki hefur ratað í stjórnmál. Sumt
starfar við fjölmiðla. Og sumt bara
við eitthvað allt annað. Getur allt.
VALGERÐUR Sverrisdóttir getur
verið klár. Eða hvað? Þegar hún var
spurð um hrikalega stöðu flokksins
hennar í skoðanakönnunum var hún
ekki sein til svars. Þó ég sé ekki
framsóknarflokksmaður, frekar en
annarra flokka maður, hélt ég að
ástæða væri til þess að framsóknar-
menn hefðu áhyggjur. Beið reyndar
nokkuð spenntur yfir viðbrögðunum
þegar ljóst var að enginn annar
flokkur væri víst minni en Fram-
sókn. Valgerður hefur ekki áhyggjur.
Sagði beint út að þetta jafni sig þeg-
ar fjölmiðlamálið er frá. Hún man að
minni kjósenda er ekkert.
KJÓSENDUR sumir sem ég þekki
virðast líka vera klárir. Ætla aldrei að
gleyma fjölmiðlamálinu. Færa fyrir
því ótrúlega flott rök. Vekja aðdáun
mína. Samt hafa þeir gleymt öllum hin-
um málunum sem þeir ætluðu aldrei að
gleyma. Þeir kusu aftur það sem þeir
ætluðu aldrei aftur að kjósa. Kannski
eru þessir kjósendur ekki endilega
neitt sérstaklega klárir. Og kannski er
Valgerður það ekki heldur. Þrátt fyrir
það dáist ég ekki minna þegar ég heyri
klárt fólk tala. Ég bara trúi öllu sem
klárir segja.
SUMIR sem ég þekki svara alltaf
gáfulega. Jafnvel þó þeir séu ekki
spurðir. Þeir eru svo klárir. Hitti einn í
gær. Hafði ekkert að segja. Svo ég
nefndi veðrið. Hann svaraði mér ekki
beint. Heldur hélt langa ræðu um
hvers vegna veðrið er eins og það er
en ekki öðruvísi. Mikið fannst mér
hann klár. Vissi allt. Þegar ræðunni
lauk stamaði ég kvíðafullur vonbrigð-
um mínum um stöðu KR. Þá kom önn-
ur gáfuræða. Gapti en hætti að hlusta.
Man þó að hann kenndi Framsókn um.
Þjáflarinn er víst í þeim flokki. Maður-
inn sagðist aldrei hafa kosið Framsókn
og myndi aldrei gera það. Geta ekki
einu sinni þjálfað eins og menn. Ég
gekk burt án þess að kveðja. ■
BAKÞANKAR
SIGURJÓNS M.
EGILSSONAR