Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 15. júlí 2004 Hljómsveitin Tenderfoot ætlar að halda fyrstu tónleika sína í mánuð á Kaffi List í kvöld. Undanfarin mánuð hafa þeir verið í stúdíói við að taka upp sína fyrstu plötu í stúdíói hljómsveitarinnar Leaves frá því í byrjun mars. „Við erum búnir að vera ansi lengi í þessum upptökum, þar sem við byrjuðum fyrir ári síð- an,“ segir Helgi Georgsson, einn hljómsveitarmeðlimanna. „Við erum bara rosalega ánægðir yfir því að vera loksins farnir að taka upp. Þetta er búið að vera sorgar- saga því við vorum eiginlega bún- ir að taka hana upp í október í fyrra. Þær upptökur eru bara í gíslingu. Við vorum búnir að gera samning sem við riftum og hugsa að við viljum gefa þessa plötu út bara sjálfir.“ Stefnt er á að gefa út plötuna sem enn er ekki komin með heiti í byrjun september. „Við erum um það bil hálfnaðir með upptökur. Það er allt tekið upp live og allt lagið í einu. Svo er misjafnt eftir lögum hversu oft þarf að taka þau upp. Sum detta hratt inn á meðan önnur eru erfiðari. Þetta myndi kannski ganga betur ef við værum betri spilarar,“ bætir hann glettinn við. Efni plötunnar er allt frum- samið, bæði frá því að hljóm- sveitin var að byrja og jafnvel verði þar lög sem ekki er búið að semja. „Við erum að gera þetta þannig að við semjum svolítið í stúdíóinu en það verður líka mik- ið af lögum sem fólk er búið að heyra. Þetta spannar svolítið langt tímabil, allt frá því Konni og Kalli byrjuðu að spila og sem- ja í stofunni hjá Konna. Textarnir fjalla svo bara um allt mögulegt, lífið og tilveruna, ástina, sorg og gleði. Það er engin ákveðin stef- na í því.“ Á tónleikunum á Kaffi List í kvöld verður hægt að heyra eitth- vað af þeirra nýja efni auk þess sem nýr hljómur mun heyrast því þegar drengirnir voru í New York í mars fjárfesti Konni í pedal steelgítar. „Þetta er hljóðfæri sem er liggjandi með strengjum og spilað á það með hólk, þetta er mikið notað í kántrí tónlist. Við erum svolítið búnir að vera að taka hann inn í þetta, án þess að vera mikið inn á kántrí. Þar sem þetta er alveg unplugged er auð- velt að skilgreina þetta sem alternativ kántrí. Þar sem hefur verið fjallað um okkur í Ameríku er tónlistin okkar skilgreind sem kántrí eða bluegrass. Ég veit ekki hvernig á að skilgreina þetta ná- kvæmlega.“ ■ Liprir á tá og fingri ■ TÓNLIST HLJÓMSVEITIN TENDERFOOT Ætla að spila gamalt efni og nýtt á Kaffi List í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.