Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 49
FIMMTUDAGUR 15. júlí 2004 Hljómsveitin Tenderfoot ætlar að halda fyrstu tónleika sína í mánuð á Kaffi List í kvöld. Undanfarin mánuð hafa þeir verið í stúdíói við að taka upp sína fyrstu plötu í stúdíói hljómsveitarinnar Leaves frá því í byrjun mars. „Við erum búnir að vera ansi lengi í þessum upptökum, þar sem við byrjuðum fyrir ári síð- an,“ segir Helgi Georgsson, einn hljómsveitarmeðlimanna. „Við erum bara rosalega ánægðir yfir því að vera loksins farnir að taka upp. Þetta er búið að vera sorgar- saga því við vorum eiginlega bún- ir að taka hana upp í október í fyrra. Þær upptökur eru bara í gíslingu. Við vorum búnir að gera samning sem við riftum og hugsa að við viljum gefa þessa plötu út bara sjálfir.“ Stefnt er á að gefa út plötuna sem enn er ekki komin með heiti í byrjun september. „Við erum um það bil hálfnaðir með upptökur. Það er allt tekið upp live og allt lagið í einu. Svo er misjafnt eftir lögum hversu oft þarf að taka þau upp. Sum detta hratt inn á meðan önnur eru erfiðari. Þetta myndi kannski ganga betur ef við værum betri spilarar,“ bætir hann glettinn við. Efni plötunnar er allt frum- samið, bæði frá því að hljóm- sveitin var að byrja og jafnvel verði þar lög sem ekki er búið að semja. „Við erum að gera þetta þannig að við semjum svolítið í stúdíóinu en það verður líka mik- ið af lögum sem fólk er búið að heyra. Þetta spannar svolítið langt tímabil, allt frá því Konni og Kalli byrjuðu að spila og sem- ja í stofunni hjá Konna. Textarnir fjalla svo bara um allt mögulegt, lífið og tilveruna, ástina, sorg og gleði. Það er engin ákveðin stef- na í því.“ Á tónleikunum á Kaffi List í kvöld verður hægt að heyra eitth- vað af þeirra nýja efni auk þess sem nýr hljómur mun heyrast því þegar drengirnir voru í New York í mars fjárfesti Konni í pedal steelgítar. „Þetta er hljóðfæri sem er liggjandi með strengjum og spilað á það með hólk, þetta er mikið notað í kántrí tónlist. Við erum svolítið búnir að vera að taka hann inn í þetta, án þess að vera mikið inn á kántrí. Þar sem þetta er alveg unplugged er auð- velt að skilgreina þetta sem alternativ kántrí. Þar sem hefur verið fjallað um okkur í Ameríku er tónlistin okkar skilgreind sem kántrí eða bluegrass. Ég veit ekki hvernig á að skilgreina þetta ná- kvæmlega.“ ■ Liprir á tá og fingri ■ TÓNLIST HLJÓMSVEITIN TENDERFOOT Ætla að spila gamalt efni og nýtt á Kaffi List í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.